blaðið

Ulloq

blaðið - 03.03.2006, Qupperneq 6

blaðið - 03.03.2006, Qupperneq 6
FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006 blaöiö 6 I IKWLEWDJ in FR E Óttast að ál- ver ýti undir einhæfni Stefna Samfylkingarinnar í stó- irðjumálum er skýr segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins. „Þing- flokkur Samfylking- arinnar hefur sent frá sér ályktun þar sem skýrt kemur fram að við teljum ekki rými fyrir þrjú álver hér á landi á næstu ío árum. Á hinn bóginn lýsum við okkur samþykk uppbyggingu á einu. Það er bæði vegna þeirrar skuldbind- ingar sem liggur í Kyoto bókuninni sem og vegna almennrar stöðu í íslenska hagkerfinu," segir Ingibjörg. Ríkisstjórnin verður að tala skýrt Þegar eru uppi hugmyndir um uppbygginu álvers á þremur stöðum hér á landi á næstu misserum. Fyrir utan hugmyndir Alcoa um byggingu álvers við Húsavík stendur undirbúningur stækkunar álversins í Straumsvílc yfir. Því til viðbótar eru Suðurnesjamenn að skoða mögu- leika á byggingu álvers í Helguvík. „Það er alveg skýrt að við teljum að ekki er hægt að fara af stað með allar þessar fram- kvæmdir,“ segir Ingibjörg. „Nú verður ríkisstjórnin að tala mjög skýrt og senda ótví- ræð skilaboð um aðeins einn af þessum þremur kostum komi til álita. Það er ekki hægt að halda öllum boltum á lofti í einu.“ Gæti rutt öðrum atvinnu- greinum úr vegi Hvað fréttir vikunnar áhrærir telur Ingibjörg að af þeim þremur kostum sem til álita komu fyrir norðan sé Húsavík vænlegastur. „Þar kemur margt til, meðal annars umhverfissjónarmiðin. Það þýðir hins vegar að ef menn kjósa að byggja upp stóriðju á þessu svæði er ekki hægt að fara í frekari uppbyggingu annars staðar á landinu," segir Ingibjörg. Hún hefur hins vegar áhyggjur af stöðunni eins og hún blasir við í dag. „Ég óttast auðvitað að farið verði af stað með allar þessar þrjár fram- kvæmdir á næstu árum. Ég tel að slíkt geti rutt úr vegi öðrum atvinnu- greinum og að álver sem í upphafi voru hugsað til að renna stoðum undir aðrar atvinnugreinar muni ýta undir einhæfni í atvinnulífinu." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Hættir að keppa innbyrðis um álver Blaöiö/Steinar Hugi f tengslum við byggingu álvers á Reyðarfirði hefur orðið mikil uppbygging víðs vegar á Austurlandi segir Magnús Ásgeirsson. N o r ð 1 e n d - ingar virðast almennt taka fréttum mið- vikudagsins vel, en þá var tilkynnt að Alcoa hyggðist kanna áfram möguleika á byggingu ál- vers á Bakka við Húsavík. „ S t æ r s t i ávinningur- inn er að nú eru menn hættir að tak- astáumþaðá Norðurlandi hvar byggja á álver,“ segir Einar Már MagnúsÞórÁsgeirsson Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar í Norð-Austurkjördæmi, og bætir við að almenn sátt virðist vera meðal þeirra sem hann hafi rætt við um niðurstöðu Alcoa. „Þeir eru auðvitað til sem eru á móti álverum en þar skiptir stað- setningin ekki máli,“ segir Einar ennfremur. Norðurland fremst í röðinni Þrátt fyrir tilkynningu Alcoa fyrr i vikunni og samkomulag fyrirtæk- isins við íslensk stjórnvöld er ekk- ert fast f hendi um það hvort álver verði byggt á Norðurlandi eða ekki. Samkomulagið er fyrir hvorugan aðilann bindandi og því mun fram- tfðin ein geta leitt í ljós hvort af ál- versframkvæmdum á Norðurlandi verður eða ekki. „Mér sýnist málið hins vegar komið ansi langt,“ segir Magnús Ásgeirsson, framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. „Alcoa er á almennum hlutabréfa- markaði úti og þar eru þeir til að mynda búnir að tilkynna að málið verði skoðað.“ En er Magnús ekkert hræddur við að komin sé upp samkeppni milli Norðurlands og annarra landshluta þar sem hugmyndir eru uppi um uppbyggingu álvera? „Eg trúi því að aldrei verði farið í allar þær framkvæmdir sem rætt hefur verið um að undanförnu. Menn þurfa hins vegar að horfa í rökin fyrir því að byggja álver á hverjum stað fyrir sig. Það þarf efna- hags- og byggðarleg rök sem eru klárlega til staðar hér á Norðurlandi. Þau er hins vegar einfaldlega ekki til staðar á Suðurlandi," segir Magnús. „Ég átta mig ekki á því hvort það sé samkeppni í þessu. Ef svo er þá er ekki nein spurning í mínum huga að Norðurland er fremst í röðinni". Spennandi samstarfsaðili Magnús segist vera sáttur við nið- urstöðuna enda muni uppbyggingin ekki einungis hafa áhrif á Húsavik, heldur á Norðurlandi öllu. „Það er verkefni okkar á næstunni að tryggja fyrirtækjum í Eyjafirði viðskipti við álverið. Hérna eru fjöl- mörg þjónustufyrirtæki og svæðið hefur sterka stöðu. Það er því mitt álit að við eigum eftir að græða mikið á þessu og uppbygging við Húsavík á eftir að gagnast okkur mikið á næstu árum. Ég bendi til að mynda á að í tengslum við bygg- ingu álvers á Reyðarfirði hefur orðið mikil uppbygging víðs vegar á Aust- urlandi," segir Magnús. Hann segir ennfremur að Alcoa sé spennandi samstarfsaðili. „Fyrirtækið rekur útboðsstefnu sem kemur atvinnurekstri hér á svæðinu mjög vel. Þeir hafa úthýst mjög mörgum verkefnum sem getur fært fyrirtækjum á svæðinu umtals- verðan ávinning“. Aógangur að hráefni og mörkuöum skiptir sköpum Aðgangur að nægu fjármagni er ekki það eina sem þarf til að byggja upp álver heldur skiptir aðgangur að hráefni og mörkuðum gríðarlega miklu máli. Hér til hliðar veltir Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálsynda flokksins, því upp af hverju ávallt þurfi að leita út fyrir landsteinana þegar byggja á stóriðju hér á landi. Hann bendir á að mikil þekking á rekstri og uppbyggingu stóriðju sé til staðar á Islandi. Þá sé mikið fjár- magn í umferð hér á landi. Ekki hægt að liggja með állager „Stóru risarnir á álmörkuðum hafa aðgang að bæði hráefni og mörk- uðum sem skiptir höfuðmáli. Þeir geta því lagt fram tryggingu um að keypt verði orka þó markaðir bregð- ist. Það er ekki hægt að liggja með lager af áli og því þurfa einingar og fyrirtæki sem reisa álver að vera mjög öflugar,“ segir Ragnar S. Hall- dórsson, verkfræðingur og fyrrver- andi forstjóri Isal. Hann segir ennfremur að sú þekk- ing sem sé til staðar hér á landi dugi ekki. „Þessi stórfyrirtæki eru í sífelldri þróun með þær vörur sem þau selja. Við höfum einfaldlega ekki mögu- leika á að þróa hliðstætt kerfi og vera vissir um að framleiða vörur sem hinn stóri markaður úti í heimi kærir sig um. Hráefnisframleiðslan er bara einn hlekkur í mjög stórri keðju,“ segir Ragnar. Prófsteinn á hvort hægt sé að nýta gufuafl „Ég vil byrja á að óska Húsvíkingum til hamingju,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins. „Hvað stefnu flokksins varðar þá höfum við nú verið frekar á bremsunnivarð- andi virkjanir. Til að mynda vorum við mjög gagnrýnir á Kárahnjúka- virkjun á sínum tíma og erum á móti virkjun á t.d. Þjórsársvæðinu. Okkur lýst hins vegar betur á að gufuaflið sé virkjað og sýnist að þarna verði prófsteinn á hvort hægt sé að nýta það,“ segir Magnús. Hann bendir á að Húsavík og svæðið í kring hafi átt undir högg að sækja undanfarin miss- eri og að nú geti menn horít fram á veginn með trú um að uppbygging sé þar að hefjast. „Eg vil hins vegar hafa ákveðin varnarorð með þensluna, því það verður að vanda sig þannig að ekld verði efnahagsleg kollsteypa,“ segir Magnús. „Ekki fugl í hendi" í samkomulaginu frá því fyrr í vik- unni milli íslenskra stjórnvalda og Alcoa er engin skuldbinding til ann- ars en að málið verði skoðað frekar. „Það er talað um að fara eigi í uppbyggingu í fyrsta lagi árið 2010 og allt er þetta nú frekar óöruggt. Mér sýnist þetta allavega ekki fugl í hendi ef svo má að orði komast,“ segir Magnús. „Og ef af framkvæmdum verður verðum við að gæta þess að framkvæmdin verði ekki til þess að við missum störf í öðrum geirum í atvinnulífinu.“ Hvar eru íslensku Ijárfestarnir? „Ég hef einnig verið að velta því fyrir mér af hverju við getum ekki átt álverin sjálf og af hverju við þurfum að vera upp á erlenda íjár- festa komin. Það er mikil þekking á uppbyggingu og rekstri álvera til staðar á Islandi og ég spyr hvar eru íslensku fjárfestarnir? Mér sýnist að þetta væri svipað og ef við myndum neita að eiga togarana hér á landi en útvega miðin og mannskapinn. Hin erlendu álfyrirtæki kaupa hér rafmagn, einhverja þjónustu og greiða laun. Hagnaðurinn fer hins vegar allur úr landi,“ segir Magnús. Magnús Þór Hafsteinsson með Microfiber áklæði 290x200 Kr. 149.700 SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 553 7100 • www.linan.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.