blaðið - 29.03.2006, Síða 8

blaðið - 29.03.2006, Síða 8
22 I FERMING MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 blaöiö Móðir og dóttir eiga sama fermingardag Auður Kristín Þorgeirsdóttir sparar stórfé með því að útbúa veitingarnar með aðstoð œttingja. Þeir eru ekki ófáir foreldrarnir sem standa í fermingarundirbún- ingi þessa dagana. Við ferming- arundirbúning er að mögu að hyggja og dæmi þess að þeir sem halda veisluna í heimahúsi þurfi að endurnýja gólfefni, húsmuni eða mála. Auður Kristín Þorgeirs- dóttir er að ferma sitt elsta barn 8. apríl næstkomandi og hefur því í nógu að snúast. að panta aðalfermingartertuna úr bakaríi en það er ekki búið að ákveða hvernig hún verður. Halla Karen valdi sjálf skreytingarnar í salinn, kerti og servíettur en skreyt- ingarnar eru dökkbleikar, bleikar og hvítar. Þá átti hún hugmyndina varð- andi boðskortið en á því er mynd af Höllu Karen frá því hún var fjögurra ára.“ Sparnaður í að baka sjáfur „I veislunni er boðið upp á kaffi- hlaðborð sem hefur verið sameig- inlegt verkefni fjölskyldunnar og þannig sparast miklir peningar. Ég tek mér ekkert frí úr vinnunni vegna fermingarinnar þar sem ég fæ svo mikla hjálp frá öðrum fjölskyldu- meðlimum og mun einnig frá aðstoð við að skreyta salinn. Auður segir að þrátt fyrir að kaffihlaðborðið sé ekki aðkeypt fylgi fermingu vissulega nokkur kostnaður. „Halla Karen þurfti að sjálfsögðu föt fyrir ferminguna og þau kosta sitt en hún verður i hvitu frá toppi til táar samkvæmt nýjustu tisku. Fötin eru þó valin með það í huga að hún geti notað þau áfram. Svo þurfti að senda alla fjölskylduna í klippingu. Ferm- ingarbarnið fer svo að sjálfsögðu í hárgreiðslu og myndatöku fyrir ferminguna og fermingarfræðsla og fermingin sjálf kostar um 15.000 krónur." ,Ég er að ferma Höllu Karen Haralds- dóttur dóttur mína og hún hefur mjög sterkar skoðanir á skrey tingum og öðru sem viðkemur fermingunni. Sjálf fermdist ég 8. apríl 1990 og ég man ekki til þess að tilstandið hafi verið jafn mikið og það er núna. Mín veisla var haldin heima en fermingarveisla Höllu Karenar verður haldin í sal út í bæ. Annars gengur undirbún- ingur fyrir ferm- ingu hennar mjög vel og ég nýt hans. Salurinn var pant- aður fyrir áramót en það var það fyrsta sem þurfti að leiða hugann að.“ Auður segist ráðgera að um 75 manns verði í veislunni sem hún segir að komist ekki fyrir heima. ,Sá kostur við að hafa veisluna í sal er að það minnkar umstangið hjá mér. Veislan verður haldin í raf- veitusalnum í Elliðarárdal og við fjölskyldan munum sjá um allar veitingar sjálf. Ég geri þó ráð fyrir 99................... „Halla Karen þurfti að sjálfsögðu föt fyrir ferminguna og þau kosta sitt en hún verður í hvítu frá toppi til táar samkvæmt nýjustu tísku. Fötin eruþó valin með það í huga að hún geti notað þau áfram. Mæðgurnar Auður og Halla Karen taka höndum saman í fermingarundirbúningnum. Auður segir að þrátt fyrir að veislan sé smá í sniðum sé heildar- kostnaður líklega um 200 þúsund krónur fyrir utan veitingar en gjafir til fermingarbarnsins eru innifaldar í þessum kostnaði. Auður segir að eftir á að hyggja hefði hún einnig getað sparað með því að útbúa skreytingarnar sjálf en það megi ekki gleyma því að slíkt taki tíma og hún vilji frekar borga fyrir það. Fermingargjafir veglegri nú en áður „Það er mín tilfinningað fermingar- börn fái mun veglegri gjafir en þegar ég fermdist fyrir 16 árum síðan og ég veit að húsgögn i herbergin og tölvur eru vinsælar fermingargjafir. Her- bergi Höllu Karenar var tekið í gegn fyrir ári síðan en hún fær væntalega nýtt rúm í fermingargjöf. Annars samanstendur gjafalisti hennar af ferðatölvu, rúmi, hljóm- flutingstæki undir i-pod, gsm síma, skartgripum og peningum." „Þrátt fyrir kostnaðinn og fyrir- höfnina má segja að ákveðinn hluti eins og að endurnýja herbergi ferm- ingarbarnsins sé liður í því að það kveðji barnæskuna og takist á við unglingsárin. Þetta er því kostnaður sem hvort sem er hefði þurft að leggja í.“ hugrun@bladid. net Comfort Latex NEVERTURN Svæóaskipt heilsudýna BOXSPRING 90x200 verð 15.900 120x200 verð 26.900 FIRST CLASS 120x200 verð 38.900 160x200 verð 49.900 COMFORT LATEX 120x200 verð 43.110 140x200 verð 52.110 160x200 verð 59.900 Þrjú heppin fermingarbörn sem fá nýtt rúm frá Rúmgott í mars og apríl, fá andvirði rúmsins ífermingargjöf frá Rúmgott. Dregið verður 5. maí. NEVERTURN 90x200 verð 35.910 100x200 verð 37.710 110x200 verð 41.310 120x200 verð 44.910 130x200 verð 51.210 máTraPlex Rafmagnsrúm www.rumgott.is FERMINGARLEIKUR RÚMGOTT Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kt. 11-16

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.