blaðið - 15.02.2006, Síða 3
blaðið MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006
NETID I 19
Fréttatengt í uppáhaldi
Regína Ósk Óskarsdóttir, sem stendur í
ströngu í undankeppni Eurovision þessa dag-
ana, segist yfirleitt nota Internetið nokkra
klukkutíma á dag. „Ég nota Netið mjög
mikið. Ég fer alltaf þegar ég vakna, á kvöldin
og svo ef ég er heima yfir daginn. Ég fer í
raun alltaf þegar ég hef ekkert að gera,“ segir
Regína. „Ég nota líka póstinn mikið, það er
svo þægilegt að geta sent hvenær sem er því
að ég er nú oft við tölvuna seint á kvöldin,“
bætir hún við.
Regína segir að frá því að undankeppni
Eurovision hófst í sjónvarpinu hafi hún
skoðað síður þar sem rætt er um keppnina
og fólk segir sína skoðun. „Ég hef t.d. mikið
skoðað huga.is og hef verið mjög sátt við þau
viðbrögð sem ég hef fengið þar,“ segir hún.
Regína segir að mest skoði hún frétta-
tengdar síður og þá horfir hún einnig á sjón-
varpsþætti á Netinu. „Þegar ég hef ekki verið
heima og misst af sjónvarpinu horfi ég á þá
þætti sem hægt er að finna á Netinu, frétta-
tímana og annað. Svo skoða ég tónlistarsíður
á borð við tónlist.is og svo náttúrulega þær
síður sem að fólk sem ég þekki heldur úti,“
segir Regína en segist ekki eiga neina eina
uppáhalds síðu. „Ekki nema bara síðuna
mína,“ segir hún og hlær, en Regína heldur
úti heimasíðunni regina.is sem hún uppfærir
sjálf.
m
Regína Ósk Óskarsdóttir
Leikir á Internetinu hafa löngum
verið vinsælir og hver man ekki
eftir Tetris, Majong og PacMan
sem var spilaður á Netinu dægrin
löng. Síðan þá hefur margt breyst
og leikjaúrvalið þar á meðal. Nýj-
asta æðið er svokallaður Net-
póker sem talsmaður SÁS, sam-
taka áhugafólks um spilafíkn
segir að sé stórhættulegur.
Það er án efa töluverður fjöldi Is-
lendinga sem spila póker á Netinu.
Það er ekki þar með sagt að allir séu
að spila upp á peninga því á þessum
síðum er oftar en ekki gefinn sá
möguleiki að spila póker án þess
að nota kreditkort. Hitt er annað
að þessar síður hala vitanlega inn
peninga frá viðskiptavinum sínum
og því græða þeir meira á þeim ein-
staklingum sem spila upp á peninga.
Þannig flæða allskyns gylliboð til
viðskiptavina þar sem þeir geta
spilað upp á peninga en vefsíðan
gefur þeim ío dali eða annað eins
til að hefja leikinn. Með því er von-
ast til að fólk ánetjist leiknum og
hafi áhuga á að spila frekar upp á
peninga.
Fjölskyldur splundrast
vegna Netfíknar
Pókersíður á Netinu skipta tugum
ef ekki hundruðum og því er ljóst
að eftirspurnin er mikil. Talsmaður
SÁS segir að fjárhættuspil á Netinu
sé að mörgu leyti hættulegra en
annað fjárhættuspil. „Þetta er hættu-
legra að því leytinu til að á Netinu er
meiri hugsun á bakvið notkunina
og spilafíklar flytja sig til dæmis á
milli borða þar sem upphæðin sem
lagt er undir er hærri. En þetta er
mjög hættulegt og alveg jafn slæmt
og annað fjárhættuspil, bæði fyrir
spilafíkilinn og hans aðstandendur.
Enda fáum við til okkar fólk þar
sem fjölskyldan er að splundrast út
afNetfíkninni."
svanhvit@bladid. net
Gríðarlegar upphæðir
Á pókersíðunum leynast vafalaust
spilafíklar innan um aðra sem spila
sér einungis til skemmtunar og því
er forvitnilegt að vita hvort spila-
fiklar sækjast meira í fjárhættuspil
á Netinu vegna þess að skömmin
sé ekki eins mikil. „Spilafíklarnir
eru algjörlega einir á Netinu og
enginn sér þá. En skömmin er sú
sama, samt sem áður. Það er alveg
sama skömmin og örvinglunin sem
grípur spilafíkilinn þegar hann
er búinn að spila á Netinu og tapa
tugum ef ekki hundruðum þúsunda
og ef hann tapar þeim fjármunum
við spilakassana. Það hafa komið til
okkar menn sem hafa tapað milljón
eftir svona netleiki. Þetta eru gríð-
arlegar upphæðir. En það er hvorki
hægt að banna Netpóker, spilakassa
eða annað en það á að vera hægt
að stjórna þessu. Til dæmis gætu
kreditkortin haft ákveðna heimild
á svona síðum eða sett einhvers
konar mörk,“ segir talsmaður SÁS
að lokum.
Nýjasta æðiö er svokallaður Netpóker sem
talsmaður SAS, samtaka áhugafólks um
spilafíkn telur að sé stórhættulegur.
Tapa milljón
í Netpóker
Netpóker verður sífellt vin-
sœlli en talsmaður samtaka
áhugafólks um spilaftkn
telur pókerinn hcettulegan
og sundra fjölskyldum
Vottun VISA er þjónusta sem miðar að því að gera viðskipti
á Netinu enn öruggari.
■Nv‘>si' ,vu ' * i '• ’v'. -. t.tftll! * • .• It?
Eftirtalin fyrirtæki og verslanir eru meðal hinna fjölmörgu sem krefjast Vottunar
VISA (Verified by VISA) í viðskiptum við VISA kreditkorthafa á Netinu:
British Airways
Northwest Airlines
Jet Blue Airways
TUI Travel
Thomas Cook
Skype
Easy Car
Comp USA
Office Max
Last Minute
PC World
Walmart
Wine Cellar
World Pay
Play Station
Niketown
Reebok
Petco
Fáðu lykilorðið þitt á www.visa.is og nýttu þér Vottun VISA
í öruggari viðskiptum á Netinu.
V/SA
Öruggari netviðskipti
■ Hvernig notar þú Netið?