blaðið - 15.02.2006, Síða 4

blaðið - 15.02.2006, Síða 4
20 I METIS MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 2006 blaAÍÖ 1Vetið og trúnaður Sálfrœðimeðferð á Netinu er sögð geta gagnast félagsfœlnu fólki Þeir eru margir sem nota Netið reglulega, sumir halda úti blogg- síðum og átta sig ekki alltaf á því hvað má segja og hvað ekki. Það getur t.a.m. orkað tvímælis ef kennari bloggar um frammi- stöðu nemenda sinna svo ekki sé minnst á ef læknir bloggar um sjúklinga sína. En Netið getur líka verið mjög gagnlegt til að blogga og mörgum sem eiga við vandamál að stríða þykir léttara að leita sér aðstoðar í gegnum Netið en að stíga það erfiða skref að leita sér fagiegrar aðstoðar á opinberum vettvangi. „Við höfum fengið eitt mál til um- fjöllunar út af umfjöllun á bloggsíðu“, segir Áskell Örn Kárason formaður siðanefndar sálfræðingafélagsins. ,Það mál kom upp á borð til okkar í kjölfar ábendingar utan úr bæ og var viðkomandi kallaður á fund til okkar.“ Áskell segir að siðanefnd hafi ekki komið sér upp föstum við- miðunarreglum í kjölfarið en segir sálfræðingafélagið hafa strangar reglur varðandi trúnað. Áskell segir það hlutverk siðanefndar sálfræð- ingafélagsins að vera félagsmönnum til ráðgjafar en gegni ekki endilega hlutverk refsivalds. „Siðanefndin þarf að átta sig á því hvenær hlut- irnir eru á gráu svæði og bregðast við á viðeigandi hátt.“ Nöfn skjólstæðinga ekki getið í tölvupóstum ,Umræða hefur orðið um sendingu gagna í gegnum tölvupóst og hjá Reykjavíkurborg eru reglurnar þannig að ekki má geta nafna skjól- stæðinga í pósti sem sendur er út úr Áskell Örn Kárason formaður siðanefndar sálfræðingafélagsins húsi en á innra netinu er það leyfi- legt. Sálfræðingafélagið hefur ekki sett upp opinberar reglur varðandi trúnað í tölvupóst en það er notað sem viðmið að nöfn séu ekki birt þar.“ Hluti af ástæðunni segir Áskell er sá að alltaf sé ákveðin hætta á því að póstur lendi hjá röngum viðtak- anda. Þá er aldrei útilokað að sá, sem póstinn fær, áframsendi hann. ,Fyrir tíma Netsins voru upplýsingar gjarnan sendar á faxi á milli stofn- ana og þar var þessi sama hætta fyrir hendi.“ Meðferð á Netinu Er meðferð á Netinu framtíðin? ,1 Bandaríkjunum er hægt að sækja meðferðarráðgjöf á Netinu, svo- kallaða e-therapy. Það hefur verið umræða um þetta hér á landi en sál- fræðingar hérlendis eru frekar íhald- samir þegar kemur að því að stunda meðferð í gegnum Netið. Hér hefur ekki verið boðið upp á sálfræðimeð- ferð á Netinu en fyrirspurnum hefur verið svarað á nokkrum vefsíðum og má sem dæmi nefna doktor.is." Áskell segir það geta hjálpað félags- fælnu fólki sem þorir ekki að fara alla leið að nota Netið en á móti komi að erfitt sé að meta skjólstæðinga þegar persónulega upplifun vanti. „Þá hafa sálfræðingar sett það fyrir sig að vera í netsamskiptum við fólk sem þeir vita engin deili á. Flestir sál- fræðingar eru einnig á þeirri skoðun að meðferð í gegnum Netið geti tæp- lega komið í stað hefðbundinnar meðferðar en hægt sé að nota þetta form ef ekki er kostur á öðru. Hins- vegar nýtist Netið vel til að benda á fræðslu og aðrar upplýsingar." h ugrun@bladid.net Nú er miklu auðveldara að glósa þvl hægt er að nota vefinn www.glosur.is sem hjálpartæki Handhægar glósur Allir þeir sem hafa verið í skóla, sem eru nú allflestir, þekkja hvað það er gott og gagnlegt að glósa. Ekki nóg með það heldur er líka sérstaklega lærdómsríkt að skoða aðrar glósur enda á þar við máltækið; Betur sjá augu en auga. Þegar nemandi hefur setið daglangt yfir lærdómnum getur vel verið að hann hafi misst sjónar á einhverju aðalatriðanna, eins getur það verið huglægt hvað er aðalatriði og hvað ekki. Frí þjónusta I haust opnaði vefurinn www.glosur. is þar sem auðveldlega er hægt að nálgast sem og setja inn alls- kyns glósur. Vefurinn, sem opnaði í haust, hefur hlotið mjög góðar við- tökur og hefur nú þegar um 14.000 notendur, þrátt fyrir að vefurinn hafi lítið verið kynntur. Á vefnum eru glósur úr alls kyns fögum, bæði í háskólum og framhaldsskólum landsins en vitanlega er vefurinn einungis ætlaður til stuðnings. Til að hvetja sem flesta að setja inn glósur eru þrír heppnir notendur dregnir út í hverjum mánuði og fá þeir skemmtilegan glaðning. Glósur. is býður upp á fría þjónustu en að sögn aðstandanda síðunnar eru það helst háskólanemendur sem nýta sér síðuna og þar ber hæst nemendur úr Háskólanum í Reykjavík. FASTEIGNAMIBSTÖBIN a; LJshi«iíiii«»^í íbúðir fmeignir@fmeignir.is • www.fmeignir.is »ð 3000 Skiptinemar sjá heiminn ■ í oorum www.afs.is info-isl@afs.org 552 5450 augum Er skiptinemadvöl eitthvað fyrir þig? Fjölmörg lönd í boði. Ársdvöl, hálfsársdvöl, 3 mánaða dvöl og 4-6 vikna dvöl. Hafðu samband! ifiQi at mmt m ________AFSáíslandl Alþjóðleg fræðsla og samskipti _____________________

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.