blaðið - 14.02.2006, Page 6

blaðið - 14.02.2006, Page 6
18 I BÖRW OG UPPELDI ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 blaöiö Bömin hafa áhrif á neyslu heimila Auglýsingar beinast sífellt meira að börnum ogsamkvœmt talsmanni Neytendastofu eru einhverjar auglýsingar sem ganga oflan Það er mál manna að auglýs- ingar séu ekki einungis að verða ágengari heldur beinist athygli aug- lýsenda sífellt meira að börnum. Börn eru með á hreinu hvaða leik- fang er vinsælast, hvaða skyndi- bitamatur er bestur og hvaða vítamín er hollast, enda sáu þau það allt í barnatímanum. í 8. grein laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins segir að auglýsingar skuli miðast við að börn sjái þær og heyri og mega þær á engan hátt misbjóða þeim. Eins segir að í aug- lýsingum verði að sýna sérstaka Fit Food Hellsnsjoppan Tilbúin hollusta til að taka með Margskonar grænmetis- og ávaxta- bakkar, hollustuianglokur, pasta, ávaxtaskyrdrykkir, prótíndrykkir ávextir og grænmeti og margt fleira. Nýbýlavegi 28, Kópavogi, sími 517-0110 avaxtabillinn@avaxtabillinn.is www.avaxtabillinn.is jUóðwrast VCbtw vvuAsuxsiwe/lCtCð bcwnið pCttvar? Cjífteett, med letöbeinln#um/-fráy cvtíL fr Auðvelt í/notlucn/, marcycvr gerðLr HomrQborg 7 Sími 564 1451 imjuiu.modurasUs varkárni vegna trúgirni barna og unglinga og áhrifa á þau. Þann 1. mars næstkomandi verður haldið málþing á vegum Heimilis og skóla, talsmanns neytenda og Um- boðsmanns barna sem ber nafnið; Börn og auglýsingar-Er vilji til að setja frekari mörk við markaðssókn sem beinist að börnum? Anna Elísabet Ólafsdóttir, for- stjóri Lýðheilsustöðvar, segir að börn séu einstaklega góður mark- hópur. „Börnin eru framtíðin og þeir sem eru að markaðssetja vöru vilja tryggja að sitt vörumerki stimpl- ist sem fyrst í huga fólks. Börn hafa áhrif á neyslu heimila og eru virkir þáttakendur í heimilishaldi. Þó þau séu börn þá sjá þau auglýsingar og spyrja hvort ekki eigi að kaupa þetta og hitt. Þau hafa því áhrif á fjölskyld- una og ákvarðanatökuna þótt valdið sé vitanlega hjá foreldrum og uppal- endum. Það er einföldun að segja að foreldrar geti bannað og neitað því vitanlega hefur það sem börnin segja áhrif. “ Rætt hvort eigi að setja mörk á auglýsingar „Það er ástæða fyrir því að það er ákvæði í lögunum að sýna beri var- kárni vegna barna,“ segir Anna Birna Halldórsdóttir, sviðsstjóri markaðs- sviðs Neytendastofu, þegar hún er innt eftir því hvort auglýsingar hafi önnur áhrif á börn en fullorðna. „Að okkar dómi er alltaf ein og ein auglýs- ing sem gengur of langt. Það er alltaf farið yfir strikið öðru hverju og ég get ekki ímyndað mér að það teljist já- kvæð þróun. En við höfum engar for- sendur til að meta það.“ Samkvæmt Önnu Elísabetu eru auglýsendur Börnin eru framtíðin og þeir sem eru að markaðssetja vöru vilja tryggja að sitt voru-C""nl1 merki stimpiist sem fyrst í huga fólks. alltaf að verða hugmyndaríkari i að ná augum væntanlegs kaupanda. „Hugmyndirnar verða alltaf frum- legri og eftirtektarverðri, það er það sem menn vilja. Ég held við ættum að ræða um hvort og hvernig við setjum mörk á auglýsingar sem beinast að börnum. Þótt ég taki ekki frekari af- stöðu til þess þá finnst mér tvímæla- laust tilefni til þess að fjalla um þetta. Það koma upp alls kyns vangaveltur um hvar eigi að setja mörk og þetta getur verið flókið.“ Ekki með þroska til að meta boðskap auglýsingar Anna Elísabet talar líka um að auglýs- ingar sem beinast að börnum hafa töluverð áhrif. „Ef þú á annað borð nærð til barnsins þá held ég að það hafi töluverð áhrif. Ungir krakkar eru ekki komnir með þroska til að meta boðskap auglýsingarinnar og geta ekki túlkað hann. Þau taka hann hráan eins og hann kemur þeim fyrir sjónir. Það kallar enn og aftur á það að foreldrar tali við börnin sín um auglýsingar.“ Samkvæmt Önnu Birnu getur verið mjög erfitt að setja mörk á auglýsingar en það sé þó alveg möguleiki. „Auglýs- ingar eru orðnar ágengari en þær hafa verið. Það er mjög breiður hópur fólks á málþinginu og það er því um að gera að ræða þetta og sjá hvort fólk vilji ein- hverjar breytingar.“ svanhvit@bladid. net Hverjir ráða á íslandi? Una Stefánsdóttir Ég veit það ekki alveg. Ég þarf eiginlega aðfáað hugsa málið. Svanhildur Helgadóttir Forseti fslands. Ég man ekki hvað hann heitir. Ég hef samt séð hann á mynd og ég mest. Þeir eru á Alþingi veit að hann er með hvítt hár. Hákon Elliði Arnarson Ég man eftir einhverjum körlum sem ráða Fyrsta íslenska bókin um meðgöngu, ^^Jœðingu og umönnun ungbarna Eftir Huldu Jensdóttur, brautryðjanda í nútíma fæðingarhjálp Spennandi og aðgengileg lesning með glænýjum ljósmyndum úr íslensktun veruleika. Bók sem yljar öllum um hjartarætur og opnar nýjan heim íýrir þeim sem bíða eftirþví veigamikla og síbreytilega hlutverki að verða foreldrar. • Breytingar á meðgöngu • Mæðraskoðun • Ógleði • Fœðingin og mismunandi aðferðir • Brjóstagjöf •Antlleg liðan eftir fœðingu • Heimilið og fjölskylduaðstceður ■ Ufsstíll • Matarœði ■ Slökunaraðferðir • Ungbarnanudd ■ Samband foreldra eftir fœðingu • Og margt fleira góðar bækur Guttormur Pétursson Forsetinn, hann heitir Ólafur Ragnar Grímsson. Svo ráða Alþingismennirnir og Steinunn Valdís. Þau ráða öll saman. Margrét Karlsdóttir Það er enginn sem ræður mest. Það eru allir jafnir.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.