blaðið - 14.02.2006, Síða 8
20 I BÖRN OG UPPELDI
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 bladiö
Könnunarleikurinneflirhugmyndaauðgiogsamskiptahœfniyngstu
barnanna oghefur gefið afargóða raun í leikskólum landsins
Pvottaklemma verður geimflaug
bjorn @bladid. net
Hiutirnir skipta um hlutverk
Halldóra segir hugmyndina komna
frá Bretlandi en það voru tvær
konur þaðan sem áttu frumkvæðið
að leiknum. „Þeirra hugsun var sú
að börnin fái að leyfa hugmynda-
fluginu að ráða og leiki sér ekki
bara með tilbúið dót. Það erum
við fullorðna fólkið sem búum til
leikföng og með þeim flestum eru
leiðbeiningar um hvernig á að nota
hlutinn eða hvernig hann á að líta
út í lokinn. f Könnunarleiknum
ákveða börnin það hins vegar sjálf
og hlutirnir skipta um hlutverk.
Tvær þvottaklemmur fastar saman
geta verið byssa, machintoshdolla
með tveimur leggjum er frábært
trommusett.og þar fram eftir göt-
unum. Börnin fá þannig að gefa
ímyndunaraflinu lausan tauminn,“
segir Halldóra.
„Það var Hildur Skarphéðinsdóttir,
sem nú er yfirmaður hjá mennta-
sviði leikskólanna, sem kynntist
leiknum þegar hún var í masters-
námi í Skotlandi og kynnti þetta
á námskeiði hérna. Ég var á þessu
námskeiði og varð bara alveg hug-
fangin af leiknum en á þessum tíma
var ég að taka við yngstu deildinni,"
segir Halldóra um það hvernig hún
kynntist leiknum. „Ég hafði strax
samband við Hildi og við fórum af
stað með þróunarverkefni. Upphaf-
lega voru það sjö leikskólar í Reykja-
vík sem byrjuðu með þetta. í fram-
haldi af því fór ég að kynna leikinn
fyrir öðrum skólum og segja frá því
hvernig ég innleiddi hann í minn
skóla,“ segir Halldóra.
Læra að hugsa sjálf
Halldóra segir að reynt sé að láta
börnin að mestu afskiptalaus á
meðan þau leika sér í Könnunar-
leiknum. „Börnin eru nokkur saman
í afmörkuðu rými þar sem ekkert
truflar þau. Áður en þau koma inn
er kennari búinn að raða hlutunum
upp í hrúgu á aðlaðandi hátt þannig
að þetta virðist heillandi og skemmti-
legt. Svo fylgist kennarinn bara með
og skiptir sér sem minnst af börn-
unum á meðan,“ segir Halldóra. „Á
leikskólanum erum við alltaf að
skipta okkur af þeim og hafa þessa
yfirsýn. En þarna fáum við tækifæri
til að setjast niður og fylgjast með
einstaklingunum í litlum hóp. Þetta
er mjög gott tækifæri fyrir kennar-
ann til þess að kynnast börnunum
betur og sjá hvernig þau bregðast
við,“ segir Hildur.
Hún segist ekki hafa tölu yfir þá
leikskóla sem notast við Könnunar-
leikinn í dag en hún segir þá vera
fjölmarga. „Reynslan hefur verið
mjög góð og stöðugt fleiri að taka
þetta upp. Það sem er svo skemmti-
legt við þetta er hversu einfalt þetta
er í framkvæmd og svo náttúrulega
hafa börnin svo gaman af þessu.
Þau detta alveg inn í þetta og virð-
ast aldrei fá leið,“ segir Halldóra að
lokum.
Blaöiö/Frikkl
Snillingar framtíðarinnar skemmtu sér konunglega við að leika sér og læra í Könnunar-
leiknum á Dvergasteini í gær.
„Leikurinn gengur út á að börnin
leiki sér að óhefðbundnum efnivið,
sem er í raun bara fallegt orð yfir
alls kyns verðlaust drasl. Þá er ég
að tala um skyrdollur, machintosh-
dollur, þvottaklemmur, keðjur og
fleira en við leitumst við að efnivið-
urinn hafi sem fjölbreyttasta áferð,“
segir Halldóra Guðmundsdóttir um
Könnunarleikinn, fyrirbæri sem
hefur verið í gangi hjá fjölmörgum
leikskólum hér á landi í um þrjú ár.
Halldóra er deildarstjóri á yngstu
deild leikskólans Dvergasteinn í
Vesturbæ en þar er Könnunarleik-
urinn í hávegum hafður. „Megintil-
gangurinn er kannski sá að þau sjái
að það eru fleiri en ein leið að híut-
unum. Ef að ein leið gengur ekki þá
þarf bara að finna einhverja aðra
og þannig læra þau að leysa allar
heimsins gátur. Leikurinn á að efla
hugmyndaflug og samskiptahæfni
barnsins," segir Halldóra, en leikur-
inn er hugsaður fyrir yngri börnin
sem eru á bilinu 1-3 ára.
Auqlýsingadeild
510-3744
Ritstjórn
510-3799