blaðið - 06.02.2006, Síða 4

blaðið - 06.02.2006, Síða 4
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 blaöiö 18 I Var búinn að vinna alla titta sem i boði eru á íslandi Rúnar Jónsson hefur lagt„btlinn“ á hilluna ogsaknar ekki rallakstursinsþó vissulega hafi hann upp á geysilega margt að bjóða Railakstur hefur löngum verið spennuþrungin og vinsæl íþrótt á íslandi. Enda má segja að landslagið á íslandi sé einstak- lega vel fallið til rallaksturs. Það má finna alls kyns vegi þar sem mikið er um krappar beygjur, beinar leiðir, brekkur og hæðir sem gera rallakstur þeim mun skemmtilegri. Rúnar Jónsson er líft reyndur maður í rallakstri enda hefur hann orðið íslands- meistari þrettán sinnum á tutt- ugu árum. Hann hefur nú lagt „bíiinn" á hilluna og segist ekki alls ekki sakna hamagangsins þó rallakstur sé vissulega skemmti- leg íþrótt. ,Ég eiginlega skil það ekki,“ segir Rúnar og hlær þegar hann er inntur eftir því hvað sé svona spennandi við þessa íþrótt. „Þegar maður byrjar á þessu þá er voða erfitt að hætta. Það eru miklar pælingar sem felast í þessu og alls konar smáatriði sem skipta miklu máli. Enda fær maður heilmikla útrás út úr þessu. En fyrst og fremst er ofsalega mikill undirbúningur fólginn í rallakstri og maður er stanslaust að prófa sig áfram. Vegurinn er keyrður oft áður og leiðarlýsingin er undirbúin mjög vel. Maður staðnar aldrei og nær aldrei fullkomnun í þessari íþrótt.“ Byrjaði að keppa fimmtán ára Rúnar byrjaði sem aðstoðaröku- maður hjá föður sínum, Jóni Ragn- arssyni, en þá var hann einungis fimmtán ára. Árið 1988 fór Rúnar að keyra sjálfur enda orðinn átján ára en faðir hans var þá aðstoðaröku- maður hans. Þetta er ekki í eina skiptið sem Rúnar keppti með fjöl- skyldumeðlimi því bróðir Rúnars, Víð tölum íslérisku! GPS tæki með stýrikerfi á íslensku Hjálparaðgérðic á íslensku ' Áuðvelt að læra á! Breyta reitum Korta uppsetning Punktar LeiSir Feril skró Flóknari oSgerSir Valkostir VeSur Asnars vottað réttingaverkstæði CAÖSS • Bflasprautun • Réttingar • Framrúðuskipti Étvegum bflaleigubfla Kjörorð okkar er „fagmennska “ Sími 482 2221 • Cagnheiðí 38 • 800 Selfoss • lceland Agnar: 897 1832 • Rriberl: 891 1518 • Veffang: ww.bma.is • Nelfang: fwia(®bma.i$ 99................................... Ég er gjörsamlega búinn að fá mitt út úrþessu og sakna þess ekkert að keppa. Maður var búinn að sigra allt sem hægt var að sigra á íslandi. Það var ekkert sem gerði það að verkum að okkur langaði í meira. Baldur Jónsson, var einnig liðtækur bætir við að það sé mikið álag í ral- í rallakstrinum. „Baldur keyrði fyrst lakstri og heilmikill kostnaður. sjálfur og var minn keppinautur. En síðan byrjuðum við að keppa saman árið 2001 og þá var hann minn að- Búinn að sigra allt stoðarökumaður," segir Rúnar og „Ég keppti ekki í fyrra og það var í fyrsta sinn síðan ég byrjaði. Mér líður mjög vel með það og sakna þess í rauninni ekkert. Ég lenti í veikindum fyrir þremur árum síðan, árið 2002, og þurfti að draga mig í hlé og fara í aðgerð erlendis. Ég er ennþá að glíma við það og það var eiginlega þess vegna sem ég þurfti að draga í land.“ Rúnar segist ekk- ert stelast í rallakstur um helgar heldur er hann alveg hættur. „Ég er gjörsamlega búinn að fá mitt út úr þessu og sakna þess ekkert að keppa. Maður var búinn að sigra allt sem hægt var að sigra á Islandi. Ef það komu sterkir keppinautar þá dugði það í rauninni ekki til þannig að ég var orðinn virkilega saddur. Það var ekkert sem gerði það að verkum að okkur langaði í meira,“ segir Rúnar hreinskilnislega. Aldrei að segja aldrei Sem margfaídur íslandsmeistari í rallakstri er Rúnar svo sannarlega maður sem þekkir ljúfu tilfinning- una sem fylgir sigri en hann viður- kennir einnig að sú tilfinning sé ekki alltaf svo ljúf. „Auðvitað er alltaf gaman að sigra en maður var farinn að vinna það mikið að maður var hættur að njóta þess. Það er skrýtið að segja frá því, en ég hélt ég gæti aldrei upplifað það. Vissulega er gaman að vinna sína fyrstu sigra og harðar keppnir en undir lokin var maður kominn með nóg. Við vorum því mjög sáttir við að draga í land og alls enginn söknuður. En þetta er vissulega skemmtileg íþrótt og maður á aldrei að segja aldrei, ég gæti hugsanlega byrjað aftur. En þessa dagana er það ekki ofarlega í huga.“ svanhvit@bladid.net mér bjöllu aftur Sigurðsson á sér draumabíl og uppáhaldsbíl Fyrstu viðbrögð Hlyns Sigurðs- sonar, sjónvarpsmanns og eiganda Fasteignasjónvarps- ins, þegar blaðamaður innti hann eftir því hver væri uppáhaldsbíllinn hans voru að nú hefði blaðamaður hitt vel á vondan. „Ég er með bíladellu á háu stigi. Sem stendur er draumabíllinn Benz ML500. Það er nýi Benz jeppinn en hann kostar um átta milljónir, held ég. Ef aðstæður leyfa þá er aldrei að vita nema ég fjárfesti einhvern tím- ann í honum," segir Hlynur kátur og segir að maður verði alltaf að eiga drauma- bíl. „En ég átti einu sinni ótrúlega skemmtilega Volkswagen bjöllu sem ég held mikið upp á. Ég veit ekki hvað það er við bjöllur, út- litið eða bara tilfinningin og „nos- talgían“. Ég átti hana í tvö ár. Hún var ljós-blágræn, alveg frábærlega flott. Hún gekk eins og klukka og það voru aldrei vandræði með hana. Svo eru bjöllur fínar í snjó því þær eru með vélina aftur í sem gerir þær þungar að aftan. Þetta er alveg topp- bíll. Það sem var erfitt við hana, og er frægt, var blessuð miðstöðin. Eða skortur á miðstöð, öllu heldur. Ég missti húmorinn fyrir bílnum þegar ég var að fara í gegnum annan vetur- inn með hann. Þá ákvað ég að selja hann.“ Þrátt fyrir það segist Hlynur nú vilja fá sér bjöllu aftur einhvern tímann en þá kannski bara sem þriðja bílinn á heimilið. svanhvit@bladid.net Ætla að fá Hlynur Sigurðsson:„Ég veit ekki hvað það er við bjöllur, útlitið eða bara tilfinningin og„nostalgían"." ★ WWW ð ■ I mm m m m m a m mm EIGUM AVALLT A LAGER VARAHLUTI I FLESTAR GERÐIR BÍLA VIÐ ERUM YKKAR BÓNUS! «3»? * m: ^ np VfatWní VTfP OOOUVHlUilR- GWMÖUH • UÖS SPEGLAR • SUTHUJTm ■ VAIUSKASSAR OG.aCIRÁ Bildshófða 18 - Síinr. 567 6020 abiaabvorahlotu.is - www.dbvarahlutir.is OPIÐ FRA‘ 8.00 - 18.00

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.