blaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 8
22 i bIlar
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 blaðið
v0) 29.04.Sumaitllís á Spáni □ FaroTILBOÐ34.900kr. FvnrpCC FPPðÍr
WWW.6XpreSSferdÍr.ÍS Express Feróir, Grimsbæ, Efstalandi 26. sími 5 900 100
Ferðaskrifstofa I eigu lceland Express
Allir geta haft gaman af vélsleðum
Með hlýnandi veðri og minnkandi
snjó undanfarin ár hefur vélsleða-
áhugamönnum reynst erfiðara en
áður að stunda iðju sína. Það hefur
þó ekki breytt því að mikill fjöldi
fólks leggur stund á vélsleðaakstur
og fer þeim fjölgandi með hverju ár-
inu. Vilhjálmur Þórðarson er í hópi
þeirra reyndustu í vélsleðabrans-
anum en hann hefur verið að í rúma
tvo áratugi.
„Það hefur verið ákveðinn kjarni
í kringum þetta í fjölda ára sem
hefur kannski svolitið verið að gefa
eftir sökum veðurfars. En það hafa
alltaf verið að koma inn nýir áhuga-
menn og það er mjög góð sala á bæði
nýjum og notuðum sleðum í dag,“
segir Vilhjálmur. „Veðrið hefur hins
vegar haft þau áhrif að menn þurfa
að fara lengra til þess að komast í
aðstæður til vélsleðaaksturs," bætir
hann við.
Vilhjálmur segir að síðustu miss-
eri hafi menn mikið verið að sækja
upp á Sólheimajökul og Mýrdals-
jökul til að komast í gott færi. „Þar
er nú yfirleitt hægt að vera alveg frá
áramótum og langt fram á vor, þó að
það viðri svona vel. En menn þurfa
þá öfluga jeppa og góðan búnað til
að fara í svoleiðis ferðir,“ segir Vil-
hjálmur en bætir við að fyrir norðan
sé styttra og auðveldara fyrir fólk að
komast í færi.
Vélsleðaakstur er fyrir alla
Landssamband íslenskra vélsleða-
manna hefur verið starfrækt í fjölda
ára og innan þeirra starfa nokkrar
sjálfstæðar deildir víðs vegar um
landið. „Á vegum þess hafa menn
verið að fara saman í ferðir og svo
hafa verið haldin landsmót í Kerl-
ingafjöllum einu sinni á ári þegar
það viðrar. Þá eru reglulega fundir
og svo eru haldnir ferða- og fjöl-
skyldudagar. Svo er „snowcrossið"
alltaf að verða vinsælara," segir Vil-
hjálmur um LÍV. Hann segist þó
sjálfur löngu hættur að keppa í vél-
sleðamótum. „Ég hef ekkert keppt
síðan 1985. Núna er þetta bara ferða-
sport hjá mér,“ segir hann og hlær.
Vilhjálmur segir að nýir vélsleðar
kosti á bilinu 800-1400 þúsund og
að algengast sé að menn taki vél-
sleða á rúma milljón. „En svo náttúr-
lega ganga notaðir vélsleðar kaupum
og sölum.“ Aðspurður segist hann
hafa átt þó nokkra vélsleða sjálfur.
„Ætli þeir séu ekki orðnir 10,“ segir
Vilhjálmur.
Réttindi til vélsleðaaksturs hafa
allir þeir sem tekið hafa bílpróf og
hvetur Vilhjálmur alla til þess að
prófa fyrir sér. „Svo lengi sem fólk
er þokkalegt til heilsunnar ætti það
að geta ekið vélsleða. Ég held að allir
ættu að geta haft gaman að þessu,"
segir Vilhjálmur að lokum.
Heimasíðu Landssambands ís-
lenskra vélsleðamanna er að finna á
slóðinni www.liv.is.
Vilhjálmur Þórðarson, sendibílstjóri, er vélsleðaáhugamaður til margra ára.
PJONUSTU siða
Smlíjuvegi «0 (Reuð gaU) - Kóp.vogi
Simi 557 2540 - 534 6350
Véla- og hjólastillingar.
Timareimaskipti, bremsuviógerðir, smurþjónusta
og allar almennar viðgerðir.
Rafstillingar ehf
startarar - alternatorar - perur
viðgerðir - sala
hröð og góð þjónusta
RtTTUR
BÍLAÉRTTINGAR
Sími.58,7 ,5350, rettMrPrfflur.nQt;
Sírni S67 6744 • B íldshöfða 14 • 110 Reykjavjk
RETTINGAR ehf.
Bilaverkstæðl Qisla Hermannssonar
Vagnhöfða 12 - 110 Reykjavík
Slml: 587-2330 - Fax: 587-0444 - bfllirottlngaivjlsl.ls
Við réttiun/&g'
yyuHum/ fyrir pícy
*rj
CABAS
vcrkvtjrói
VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA
5-9 MANNA
Vagnhöfða 25 I I2 Reykjavík sími 567 4455 fax 567 4453
Skemmuvegur 22 • 200 Kopavogur
bilavidgerdir@símnet is • S: 555 3755-861 3790
Bílasprautun og réttingar
• Réttum og málum allar tegundir bíla
• Við vinnum fyrir öll vátryggingarfélögin
• Fljót og góð þjónusta
• Útvegum bílaleigubíla CABAS tjónamat
• Yfir 20 ára reynsla
Smiðshðfði 12
llOreykjavfk
bilasprautunsms<§>simnet.is
Sími 5671101
Gsm 868 8317
Fax 5671182
civerkst
J Bremsuvidgerðir
J Almenrtar vidgerðir
J Vetrarskoðun
J Smurþjónusta
Dugguvogi 23 - s. 581 4991 rafstillingar@tafstillingar.is
GabrieT
höggd^far eru orginal
hlutir frá USA og E.E.S.
eAisin kúplincp-
setteru orginal
hlutir frá J apan
TRIDON^
varahlutir í miklu úrvali
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
FRIÐRIKS ÓLAFSSONAR.
SmWjuvofll 22 (Qran gata) ■ 200 KApavogl
Sfml: 567 7360 • www.bfo.is
ALLAR ALHLIÐA VIÐGERÐIR
HONDA
NI55AN
Auðbrekku 16 - 200 Kópavogi
Slmi 554 3140 - Fax 564 4460
Vélastillingar
Hjólastillingar
Tlmareimar
Almennar viðgerðir
Framkvæmum véla- og hjólastillingar með fullkomnum stillitækjum
BILAPARTAR
VIÐ HÖFUM ÞAÐ SEM ÞÚ LEITAR AÐ
TOYOTA NOTAÐIR VARAHLUTIR
■ NÝJIR HLUTIR
■ VIFTUREIMAR
■ BREMSUKLOSSAR
■ TIMAREIMAR
■ SMURSÍUR
■ PERUR
» KERTI
. HREINSIEFNI
» OLlUR
GRÆNUMYRI 3 - SIMI 587 7659 - WWW.BILAPARTAR.IS
ALLT A EINUM STAÐ
• VETRARDEKK
• HEILSÁRSDEKK
• OLÍS SMURSTÖÐ
• BÓN OG ÞVOTTUR
• HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
• RAFGEYMAÞJÓNUSTA
• BREMSUKLOSSAR
• PÚSTÞJÓNUSTA
SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN
SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066