blaðið - 06.02.2006, Síða 12
26 I BÍldtXt
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 blaöiö
.
Ford F-350 er fallegur og hagnýtur bíll sem nýtist vel í íslenskri náttúru.
Bandarískir þílar
henta vel á íslandi
Það er vel þekkt staðreynd að
Selfyssingar eru allajafna með
heilmikla bíladellu. Sumir hafa
jafnvel gengið svo langt að kalla
Selfoss „Mekka“ bílasölu á ís-
landi enda er þar hátt hlutfall af
alls kyns réttinga- og bifreiðaverk-
stæðum auk bílasala.
IB ehf er ein þessara bílasala en
þeir hafa verið leiðandi í sölu á banda-
rískum bílum. Bandarískir bílafram-
leiðendur eru þekktir fyrir vandaða
bíla sem búnir eru einstaklega
góðum öryggisbúnaði. Bandarískir
bílar hafa jafnan verið vinsælir á ís-
landi því þeir þykja henta afar vel við
íslenskar aðstæður þar sem þeir eru
framleiddir með það fyrir augum að
nýtast vel við erfið skilyrði. Dæmi
um vinsælan pallbíl sem sagður er
henta vel á íslandi er Ford F-350. Bíll-
inn er ekki einungis hrein unun að
horfa á heldur er einnig mjög ljúft að
keyra hann. IB hefur flutt inn þekkt
og vinsæl merki eins og Ford, GM,
Jeep, Chrysler og Toyota USA. Og
þeir hjá IB segja viðskiptavininn ör-
uggan því það er tveggja ára ábyrgð
á öllum nýjum ökutækjum.
svanhvit@bladid. net
Nýir sleðar í Hveragerði
Hjálparsveit skáta í Hveragerði varð fyrir tugmilljóna tjóni þegar eldur kviknaði í flugeldageymslu sveitarinnar á
gamlársdag. Það var skiljanlega mikið áfall þar sem nær allur búnaður félaganna eyðilagðist. Fyrirtækið Stormur
ehf afhenti Hjálparsveit skáta í Hveragerði sleða af gerðinni Polaris 4 að gjöf síðastliðinn föstudag.
Slitinn Cherokee-jeppi
Jeppi fátœka mannsins er uppáhaldsbíll Stefáns Jóns Hafstein
.Uppáhalds bíllinn minn er fyrsti
jeppinn sem ég eignaðist,“ segir
Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi,
sem stendur í ströngu í prófkjöri
Samfylkingarinnar þessa dagana.
,Það var í kringum 1990 og þetta var
notaður Cherokee, sjálfskiptur, með
ansi skemmtilega fjögurra lítra vél,“
segir Stefán en man ekki nákvæm-
Musso Sport pallbíl. „Mér fannst
kominn tími á að komast aftur á
sjálfskiptan. Svo eru þessir pallbílar
svo hagstæðir því maður getur skellt
Akralind 5
201 Kópavogur
Sími 544-4640
www.autosport.is
/ sérflokki
Filmuísetni
*
vörn gegn sól og UV-geislum,
augu, minnka upplitun.
og vernda okkar
dýrmætustu eign.
”*** Váxtaiausar léttgreiðslur!
Njóttu hverrar stundar!
AutoSport Bílaleiga
Við erum með bíl handa þér!
Car Rental
Stefán Jón Hafstein
lega hvaða árgerð hann var. „Ætli
hann hafi ekki verið ‘85 eða ’86 ár-
gerð en hann var nú orðinn mjög
slitinn þegar ég fékk hann. Þetta var
svona jeppi fátæka mannsins," segir
Stefán og hlær.
„Hann dugði vel í veiðitúrana og
það var rosalega gaman að keyra
hann. En hann var alveg afleitur í
viðhaldi og ég hafði ekki efni á að
eiga jeppa sem kallaði á allt þetta við-
hald, svo að á endanum gafst ég upp
á honum. Viðhaldið drap mig,“ segir
Stefán. Hann segist þó hafa haft góð
not af bílnum á þeim tveimur árum
sem hann átti hann. „Þetta var nátt-
úrlega fyrsti jeppinn minn þannig
að ég notaði hann alveg í spað. Fór
mjög mikið um landið á honum,
í veiðitúra og upp á hálendið og
svona,“ segir Stefán og bætir við að
hann hafi alltaf saknað hans síðan.
Ekki bílaáhugamaður
Stefán segist hafa átt nokkra jeppa
síðan og í dag ekur hann um á
húsinu aftan á og þá eru þeir orðnir
tipp topp í veiðitúrinn,“ segir Stefán,
en hann hefur löngum verið annál-
aður veiðimaður. „Ég þarf að geta
staflað aflanum aftur í skott,“ bætir
hann við og hlær.
Stefán þvertekur fyrir að vera bíla-
áhugamaður og segist ekki eiga sér
neinn draumabíl. „Ég lít á bíla sem
tæki sem þjóna ákveðnum tilgangi.
Ég geri þá kröfu að bílar séu áreið-
anlegir og geti farið með mig yfir
þokkalegar ár og fjöll. Ég þarf bíl
sem kallar ekki á mikla fyrirhöfn
og hann má heldur ekki vera of fínn.
Annars myndi ég ekki tíma að fara á
honum að veiða eða upp á hálendið,“
segir Stefán. „Ég tími ekki að vera
að eyða einhverjum milljónum í
þetta. Ég er kannski svolítill nirfill
þegar kemur að bílum.“
Blaðamaður endar á því að spyrja
Stefán hvernig prófkjörið gangi.
„Það gengur vel. Bíllinn sér auðvitað
um að bera mig á milli. Það er númer
eitt,“ segir Stefán að lokum og hlær.
Auglýsingar 510 3744
blaðið=