blaðið - 30.08.2005, Síða 1

blaðið - 30.08.2005, Síða 1
bBadið— Söluspár: f' Metár i sölu nýrra bila Bjartsýni ríkir hjá bílaumboðum um þessar mundir enda stefnir allt í að sala nýrra bifreiða í ár verði meiri en sést hefur um árabil. Ástæðuna telja menn að sé að leita i almennum uppgangi í þjóðfélaginu og auknum ráðstöfunartekjum heimilanna. Eg- ill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, telur að salan geti orðið um 18 til 19 þúsund bifreiðar á þessu ári. „Bílamarkaðurinn var í lægð árið 2002 en hefur farið vaxandi síð- an þá. Bílar eru háðari kaupgetu en margt annað í þjóðfélaginu og núna með vaxandi ráðstöfunartekjum virðist fólk hafa efni á meiru,“ segir Egill. Gerir ráð fyrir minnkandi sölu á næsta ári Segja má að bílamarkaðurinn hafi náð vissri lægð árið 2001 og 2002 en þá dró úr nýskráningu nýrra bíla um allt að helming frá árunum þar á undan. Hjá bílaumboðunum hafa menn þó ekki áhyggjur af því að sal- an muni detta niður i sömu lægðir, allavega ekki á næstunni. „Einhvers- staðar er vissulega þakið þar sem markaðurinn verður að mestu mett- ur en á móti kemur að í efnahags- legri uppsveiflu er ekki óalgengt að yngri bílar séu endurnýjaðir,“ segir Kristinn Bjarnason, markaðsstjóri P.Samúelsson umboðsaðila Toyota. Hann bendir á að það hafi sýnt sig að bílamarkaðurinn sé bylgjukennd- ur en í dag sé heildaraukning á lín- una og heimilin í landinu ekki að- eins að endurnýja bíla heldur einnig að bæta við bílaflotann. Undir þetta tekur Egill en telur þó að toppnum sé náð. „Flestir bjuggust við að mark- aðurinn mundi ná toppnum á næsta ári en ég held að við séum að upplifa hann núna. Maður les þetta úr hag- tölum og því hvernig ráðamenn tala. Ég geri ráð fyrir því að salan muni minnka um 20% á næsta ári.“ Innflutningur einstaklinga Mikið hefur verið rætt um að ein- staklingar séu í meiri mæli að flytja sjálfir inn sína bíla framhjá umboð- unum. En þrátt fyrir að tölur sýni að slíkur innflutningur fari vaxandi telja menn hjá bílaumboðunum það ekki hafa áhrif á sölu hjá þeim. Þeir benda á að hinn svokallaði „grái markaður" hafi alltafvaxið samhliða vexti hins almenna markaðar og í sumum tilfellum jafnvel hraðar. Því hafi þetta ekki mikil áhrif. Egill segir að hjá Brimborg fagni menn jafnvel því að mikið sé um innflutning á Ford frekar en á öðrum bfltegundum. „Við veitum eigendum Ford þjónustu og seljum varahluti í þær bifreiðar. Bara á þessu ári hefur sala á varhlut- um í Ford tffaldast." Umboðin hirða ekki gengishagnað Bent hefur verið á að innflutning- ur einstaklinga væri eflaust minni ef bílaumboðin hefðu látið neytendur hagnast meira á sterkri stöðu íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjald- miðlum. Þessu neita Egill og Kristinn og telja þvert á móti að umboðin hafi sannarlega mætt neytendum í þess- um máli. „Menn þurfa að horfa á lengra tímabil í þessum málum. Árið 1999 var krónan mjög sterkog veiktist svo skart tveimur árum síðar án þess að bílaverð hafi breyst," segir Egill og bætir við að ættu umboðin að fylgja eftir bæði verðbólgu erlendis og geng- issveiflum ættu bílar að hafa hækkað um a.m.k. 12% sl. fimm ár en það hef- ur ekki gerst. „Sala á Ford bílum hef- ur t.d. aukist til muna og við værum ekki að horfa á svona söluaukningu ef einhver fótur væri fyrir þessu.“ Nýskráning alls Þarafnýskráning notaðra bifreiða Skv. tölum frá BHgreinasambandinu 2000 2001 2002 2003 2004 2005 (jsn-Júl) Ár Allt á einum stað fyrir bílinn þinn... bilaattan.is Smiójuvegi 30 Sími 587 1400 Verslun Verslun • Smurstöð • Bílaverkstæði • Dekkjaverkstæði

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.