blaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 2
18 I BÍLAR ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 blaöiö Volkswagen: Nýog endurbœtt ný bjalla Volkswagen setur á markað í september nýja bjöllu sem feng- ið hefur nokkra andlitslyftingu. Útlitsbreytingin felst í því að kominn er sléttur kantur í utan- verð brettin, ljósum hefur verið breytt og ný efni notuð í innrétt- ingu. Þá hefur verðið einnig ver- ið lækkað eilítið. Þá verða álfelgur staðalútbún- aður á bflunum sem og fram- og hliðarloftpúðar. Einnig er geislaspilari staðalbúnaður og rafmagns rúðuupphalarar, raf- stýrðir speglar, fjarstýrð saml- æsing og þjófavörn. Hægt er að fá enn aflmeiri VW bjöllur og ekki víst að gömlu góðu bjöllurnar hefðu borið slík- an kraft. Þannig má fá 148 hest- afla, 1,8 lítra túrbó útgáfu en 170 hestafla, 2,5 lítra V5 útgáfan er ekki lengur í boði. Verðið á túr- bó-útgáfunum erlendis verður sem svarar tæpum 2,2 milljón- um króna, en ómögulegt er að segja fyrir um hvað hún kostar þá hingað komin. Lúxusjeppar: Dýrir, en meiui tá líka mikið fyrir peninginn Undanfarin ár hefur jeppaeign Islendinga stóraukist og ræð- urþar vafalaust margt. Fleiri hafa ráð á því að eignast og eiga stóra jeppa nú en áður, þannig að vafalaust eru margir sem hafa látið verða af þvi að uppfylla þarfir sínar á því sviði. Aðrir hafa öryggi sitt og sinna efst i huga, en jepparnir eru í senn sterklega byggðir og ólíklegri til þess að lúta duttlungum óblíðr- ar veðráttu landsins. Þá má ekki gleyma því að jeppamennska er orðin að áhugamáli hjá þúsundum manna, sem hafa gaman af bílum og náttúru landsins. Að lokum eru sjálfsagt margir, sem festa kaup á glæsilegum jeppum sem stöðutákni og margir þeirra hafa vísast aldrei farið út fyrir borgarmörkin. Síðustu ár hefur þó sérstaklega fjölgað svokölluðum lúxusjeppum, sem eru í senn kraftmikil torfæru- tæki og eðalvagnar. Þetta eru glæsi- lega hannaðir bílar, þar sem ekkert er til sparað hvað varðar kraft, ör- yggi og þægindi. Verðið er enda oft eftir því og þeir dýrustu geta kost- að hátt á annan tug milljóna. Vilji menn kaupa dýrari bíla er svo alltaf hægt að bjarga því með aukabún- aði á borð við demantsskreyttri gír- stöng eða innbyggðu heimabíói. List og verkfræði Einn glæsilegasti lúxusjeppi heims er vafalaust Porsche Cayenne og hefur honum verið lýst sem hníf- jafnri blöndu listar og verkfræði. Það er ekkert út á hann að setja sem jeppa, en uppruninn leynir sér ekki heldur, því hann er öðrum þræði sportbíll. Viðtökurnar hér á landi hafa heldur ekki látið á sér standa. Mörgum hefur verið hugleikið að vita hvað slíkir eðalvagnar kosta, en verðið hefur ekki legið fullkomlega fyrir, enda er hver og einn þeirra jafnan sniðinn að þörfum kaupand- ans. En þegar betur er að gáð kann Cay- enne ekki að vera jafndýr og marg- ur hyggur, þó vissulega megi lengi bæta við. Porsche Cayenne S, sem er með 340 hestafla 4,5 lítra V8 vél, kostar til dæmis 7.450 þúsund krón- ur. Það er vissulega ekki gefið, en er ekki heldur óviðráðanlegt verð. En síðan má líka segja að það sé ekki svo mikið þegar haft er í huga hvað fæst fyrir þetta verð. Cayenne S er aðeins 6,8 sekúnd- ur í hundraðið og hefur 242 km há- markshraða. Um gæðin þarf ekki að efast, en síðan er líka alls kyns hátækni og staðalbúnaður, sem fer langleiðina með að skýra verði. Þar má nefna PSM Porsche stöðugleika- kerfi, PTM Porsche gripstjórnar- kerfi, ABD gripstýring, TCS sjálf- virk spólvörn, ítengt fjórhjóladrif, loftkældir diskar á öllum hjólum. sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum, 18 tommu léttmálmsfelgur og svo framvegis. öryggisbúnaður er eins og hann gerist bestur, en einnig er mikið af þægindabúnaði á borð við akst- urstölvu, leðursæti, rafstillanlega framstóla, hljómtæki með 4 x 18 w mögnurum og 12 hátölurum og hanskahólf með kælingu. Allur þessi búnaður fer langleið- ina í að útskýra verðið, en síðan eru menn líka að fá Porsche og það eitt finnst mörgum mikils virði. Þann- ig að kannski lúxusjeppi á borð við Cayenne S sé ekki svo dýr eftir allt saman. Velkomin i stærstu varahlutaverslun landsins Bílanaust hf - Bíldshöfða 9 - sími 535-9000 - www.bilanaust.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.