blaðið - 30.08.2005, Side 4

blaðið - 30.08.2005, Side 4
20 I BÍLAR ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 blaðiö Hvað skal skoða á notuðum bílum? Bílasala á íslandi hefur sjald- an verið meiri, en um leið er framboð notaðra bíla afar mikið. Verð þeirra hefur raunar lít- ið lækkað enn sem komið er, enda hafa margar fjölskyldur notað tæki- færið til þess að bæta við öðrum eða þriðja bílnum á heimilið. Eins hafa margir notfært sér lágt gengi Banda- ríkjadals til þess að kaupa sér notað- ar drossíur að vestan. En það er vandi að kaupa sér not- aðan bíl. Flestir eru þeir þrifnir og stífbónaðir áður en þeir eru settir á sölu og seljendurnir reyna oftast að bæta verstu vankantana, a.m.k. þá sýnilegu. Viti menn ekki þeim mun meira um bíla er rétt að athuga notaðan bíl af kostgæfni áður en spírurnar eru lagðar á borðið. Best er auðvitað að fá bílvirkja eða a.m.k. bíladellukarl til þess að skoða gripinn með sér. Þeir geta þá bent á það sem kann að vera að, áætla kostnað við viðgerðir eða aukið viðhald í framtíðinni og mjög sennilega geta athugasemdir þeirra orðið til þess að lækka verðið. En menn geta athugað margt sjálf- ir án þess að vera útlærðir í faginu. Það er ekki nóg að sparka í dekkin og skella hurðum, þó það sé vissulega góð byrjun. Hér á eftir fer gátlisti að fyrirmynd FÍB yfir það helsta, sem ástæða er til þess að athuga. VATNAGARÐAR 38, GEGNT IKEA SÍMI 517 0000 - FAX 517 0005 - PLANID@PUNID.IS • Er lakkið skemmt eða séstryð? • Notið ísskápssegul til að athuga hvort gert hafi verið við með plast- fylliefnum. Segullinn dregst aðeins að járni. • Bendir eitthvað til að bíllinn hafi skemmst í árekstri? • Bankið í bretti þar sem þau eru fest og í kringum Ijósin, því þar er mikil hætta á ryði. • Athugið ryðmyndun og frágang ryðvarn- ar í hjólbogum. • Móða innan á bílrúðum í þurrviðri getur verið vísbending um ryð. • Athugið hvortyfir- bygging hafi skekkst. • Falla hurðirvel aðstöfum? • Er framrúða rispuð eða skemmd eftir steinkast? • Lyftið gólfmottum, mottu í skotti og gáið undir varadekkið til þess að leita að ryði. • Er hlaup í stýri? • Athugið smurþjónustubók. Þefið afteppum, myglu- lykt getur bent til leka. Skrúfið rúðurnar upp og niður, athugið slit í lömum með því að lyfta undir hurðir. Athugið kælivatn á vél - engin olía má vera í vatn- inu. Olía í kælivatni gæti bent til þess að -"head- pakkning"sé léleg eða að blokkin sé sprungin. Eru óhreinindi eða olía utan á vélinni? Athugið hvort dropar séu undirbifreiðinni. Kanna þarfhvort um sé að ræða vélarolíu, bensín, bremsu- vökva, kælivatn eða ann- að. Sé leki getur viðgerð verið kostnaðarsöm. Athugið dekkin. Mynstur- skorurnarskulu vera a.m.k. 1,6 mm á dýptþarsem þeir eru mestslitnir og dekkin eiga öll að vera sömu gerð- ar. Skoða þarfhvort hjól- barðarséu misslitnir. Ekki má vera hlaup í hjólum. Eru felgur dældaðar? Það getur verið ábend- ing um að bílnum hafi verið ekið óvarlega. Ræsið vélina. Hlustið eftir óeðlilegum hljóðum. Athugið útblásturs- kerfið. Erþað óryðgað, eru fyllingar í því eða festingar lausar? Stígið fast á bremsuna. Fótstigið á ekki að fara alveg í botn, heldur á að vera gott bil niður að gólfi. • Lítur bifeiðin almennt út fyrir að vera illa hirt? Það getur gefið vísbend- ingu um að annað ástand sé ekki í lagL • Athugið rafgeymi, er útfelling við pólana? • Mælið olíu á vélinni. Lítil eða óeðlilega þykk olía bendir til að vélin sé mjög slitin. Athugið demparana með því að ýta á brettið yfir hverju hjóli. Haldi bíllinn áfram að fjaðra geta höggdeyfar verið bUaðir eða ónýtir. • Athugið kílómetramæli. Berið álestur saman við almenntútlitogaldur bifreiðarinnar. Reikna má með að meðalakstur sé frá 15.000-18.000 km á ári. Allar nánari upplýsingar i simum 866-5354 og 533-2100 Auglýsingadeild 510-3744 blaði6= Alhliða lausn í bílafjarmögnun . $ LYSING Suóurlandsbraut 8 to8 Reykjavík s: 540 1500 www.lysing.is HÖFÐAHÖLLIN Vagnhöfða 9 - Sími 567-4840 og 660-0565 BÍLASALAN m fc BILASALAN.IS . o ' Range Rover 4.4 3/2002 ek 54.000km 20" felgur, Navigation, TV, Leður, lúga, hiti (stýri Lán 4.900.000,- Verð 7.900.000.- , Tilboð 7.2900.-

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.