blaðið - 30.08.2005, Side 9
blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005
BÍLAR I 25
betur sem Opel, ætlar að kynna
Opel Twin Top, sem er með inndrag-
anlegum hörðum toppi. Það sem er
óvenjulegt við hann er að toppurinn
er í þremur hlutum og leggst saman
bak við aftursætin.
Hægt verður að fá hann með i,6,
i,8, og 2,o lítra vélum, en sú síðast-
nefnda skilar 200 hestöflum. GM
segir að bíllinn hafi verið hannaður
sem blæjubíll frá grunni, þannig að
grindin er sterkari en gengur og ger-
ist um marga blæjubíla, sem eru lít-
ið annað en afskornir farþegabílar.
Honda Civic: Nýr bíll, sama nafnið
Honda kynnti hugmyndir sínar um
áttundu kynslóð Honda Civic á bíla-
sýningunni í Genf, en endanlegri
útgáfu verður hleypt af stokkunum
í Frankfurt. Að útliti verður Civ-
ic ekki ósvipuð öðrum Hondum í
smærri kantinum og það segir sína
sögu að sá sem stýrði hönnun og
smíði nýja Civicins er sá sami og
bar ábyrgð á Honda Jazz, sem hefur
farið sigurför um heiminn. Lögun-
in er nánast framúrstefnuleg, en að
innan hefur tekist einstaklega vel að
nýta rýmið til hagræðis og þæginda
fyrir ökumann og farþega.
Civic verður með 1,8 Htra bens-
ínvél, en svo má fá 1,4 eða 2,2 lítra
dísilvélar. Hægt verður að fá sex gíra
beinskipta útgáfu af nýja Civicnum,
en Honda ætlar augljóslega að gera
hann að einum glæsilegasta bíln-
um í sínum stærðarflokki og því er
hann hlaðinn staðalbúnaði. Menn
eru farnir að venjast því að flestir
bílar stækka með árunum og nýjum
útgáfum. Þetta á ekki við um nýja
Civicinn, en hann verður minni og
lægri en fyrirrennarinn. Á hinn bóg-
inn er hann eilítið breiðari en áður.
Fiat sækir í sig veðrið
2277
567
NYJA BILAHOLLINN
| v/ Breiðhöfða • www.notadirbilar.is
FORD ESCAPE LTD luxury-comfortpakki árg 05 km 19 ssk
leður lúga krókur og fl verð 3.390 litir: SVARTUR, GRÁR,
SILFUR.
Nýja Bllahöllin - Bllkjarninn Eirhöfða, 110 Reykjavlk
www.notadirbilar.is
Smábíll alþrif
Fólksbill aíþrif
Jepplingur alþrif
Jeppar alþrif
Eftir erfiðleika undanfarinna ára
hefur Fiat mjög sótt í sig veðrið og
það er ekkert slegið af. I Frankfurt
verður kynntur til sögunnar nýr
bíll: Grande Punto, en það er - eins
og nafnið bendir til - stóri bróðir
Fiat Punto. Punto hefur selst í sex
milljónum eintaka, síðan hann var
kynntur til sögunnar fyrir 12 árum,
en Grande Punto er þó ekki ætlað
að leysa hann af hólmi. Punto verð-
ur áfram framleiddur, en Grande
Punto er fyrir þá sem vilja aðeins
meira. Hönnunin er eins ítölsk eins
og hugsast getur, bæði að utan og
innan, en vélaraflið er í stíl við hina
evrópsku hneigð: 2 bensínvélar og 4
dísilvélar með túrbó.
Skoda gefur í
Islendinga hafa líkt og aðrir orðið
varir við ótrúlega endurfæðingu
Skoda á síðustu árum. Skoda er raun-
ar fornfrægur bílaframleiðandi, en
eftir fall járntjaldsins keypti Volks-
wagen fyrirtækið og hefur gert
Skoda að eftirsóttum og ódýrum
bíl með þeim árangri að verksmiðj-
urnar anna ekki eftirspurn. I Frank-
furt verður kynntur nýr Skoda, sem
verður hraðskreiðasti bíll verksmiðj-
unnar til þessa. Þetta er Octavia vRS,
sem fá má sem hlaðbak eða skutbíl.
I honum verður 200 hestafla 2 lítra
túrbóvél með beinni innspýtingu,
sem kemst á hundrað kílómetra
hraða úr kyrrstöðu á 7,3 sekúndum,
en hámarkshraði verður um 240
km/klst.
Glænýr Honda Civic verður byggður á þessum framúrstefnulega hugmyndabíi.
Von er á nýjum Audi jepplingi, sem er með afar alvörugefið grill.
Opel Astra með harðri blæju.
Fiat Grande Punto.
Opel kynnir blæjubíl
Blæjubílar hafa af augljósum ástæð-
um aldrei notið almennra vinsælda
á íslandi, en þó hefur meira sést
af þeim upp á síðkastið en nokkru
sinni fyrr. Ekki síst á það við um
blæjubíla með hörðum toppi. Evr-
ópudeild GM, sem við þekkjum
HPI Savage fjarstýrður bensínbíll.
Fáanlegur með þremur vélastærðum 3,5,4,1 og 4,6cc.
Tómstundahúsið
Nethyl 2,
sími 5870600,
www.tomstundahusid.is