blaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 3

blaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 3
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 HÚSBYGGINGAR119 /rs - V. Heilsunudd þegar þér hentar Með fullkominni tölvustyringu og hátækni nuddbúnaði framkallar Rongtai RT-H09 nuddstóllinn áhrifaríkt nudd frá toppi til táar. Með því að styðja á hnapp á meðfylgjandi fjarstýringu velur þú það nuddkerfi sem þér hentar hverju sinni. Stóllinn nuddar þig líkt og fagmaður þegar þú vilt og þar sem þú vilt. Rongtai nuddstóllinn er hannaður með þig og þínar þarfir í huga. Við bjóðum þér að koma í nudd í verslun okkar að Skúlagötu 63 til að sannfærast. Málningarráð Taka tillit til birtu og lýsingar Þegar mála skal hús þá er það aðeins flóknara ferli en svo að henda hvaða lit sem er á vegginn. Velta þarf fyrir sér alls kyns hlutum eins og hvaða litur hentar húsgögnum, íbú- um og gluggum. Ásgeir Sæmundsson, málara- meistari hjá Slippfélaginu, seg- ir að birtan skipti mestu máli þegar litir eru valdir. „Ef þú velur liti sem eru dökkir og það er mikil birta inni hjá þér þá virka þeir ljósari og öfugt. En ef það er léleg birta þá virkar liturinn ennþá dekkri. Það skiptir líka miklu máli hvernig lýsing er, hvort það sé halógen eða ekki. Þegar málað er þá er aðalatriðið að átta sig á hvernig liturinn líti út heima hjá viðkom- andi. Birtan og lýsingin verður að hafa áhrif á litavalið. Stærð herbergis getur líka skipt máli en skiptir ekM mestu máli í litavali. Það er birtan sem skiptir meira máli,“ segir Ásgeir og bætir því við að vitanlega taki hann tiU.it til birtunnar þegar hann málar heima hjá sér. Ásgeir segir að litir séu ennþá í tísku i málningu. „Svona á staka veggi. Litirnir eru að breytast, það er alltaf ákveðin tíska í gangi. í dag eru grænir og grábrúnir litir í tísku.“ Ekki mála í Ijótum lit Aðspurður um hvort sálffæði lita, 6 Það sparar bæði tíma og peninga að nota prufudósir eins og að blár henti í svefnher- bergi því hann sé róandi, sé rétt segist Ásgeir hafa heyrt slíkar sög- ur. „En ég veit ekki hvort þær séu sannar. Eg myndi bara velja þann lit sem mér líst best á sjálfur. Þetta er svo einstaklingsbundið hvaða litur hverjum finnst flottur." Þegar Ásgeir er beðinn um góð málningarráð segir hann að það sé erfitt að gefa einhverja eina ráð- leggingu. „Það er misjafnt eftir aðstæðum og fer fyrst og fremst eftir birtu og hvaða litum þú hefur áhuga á. Þú þarft að finna út hvaða litir þér finnast flottir og ljótir enda ferðu ekki að mála í lit sem þér finnst ljótur, Svo er um að gera að fá sér prufudósir og prufa fyrst.það er mjög sniðugt og sparar bæði tíma og peninga." svanhvit@vbl.is www.ecc.is SÆNSKU SUMARHUSIN sem Elgur flytur inn eru viðurkennd gæðahús. Þau eru bjáikaklædd eða byggð úr eininga- veggjum. Fulleinangruð heilsárshús. Stærðir 27-110 fm. Ef þú ert að hugsa um hús þar sem gæði og verð fara saman hefur þú samband við okkur. Heimasíður eru www.bjalkabustadir.is og www.stevert.se Þar eru myndir af öllum húsum. Nú er rétti tíminn til að festa kaup og undirbúa sig fyrir næsta vor Afhendingartími stærri húsa er 4 - 5 mánuðir. clgur noÁLKAoúsTAuiR Elgur Ármúla 36, 108 Rvík S 581 4070 sturtukleíar Lækjagötu 34C | 220 Hafnarfjöróur Sími 553 4488 | husheimar@simnet.is húshÉimar Mikið úrval gólfflísa á góðu verði 33x33 cm Verð frá kr: 1500 m2 „Við höfum selt þessa klefa frá því í ágúst í fyrra. Þetta hefur gengið rosalega vel og við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð, sérstaklega þar sem verðlagið er ólíkt því sem áður hefur sést hér á landi. Það er því ekkert skrítið að Islendingar hafi tekið þessu eins og raun ber vitni,“ segir Drífa Alfreðsdóttir, eig- andi fyrirtækisins sturta.is þar sem gefur að líta glæsilega sturtuklefa af öllum stærðum auk nuddpotta og baðkerja. Mestmegnis hefur verið hægt að skoða og kaupa klefana á netinu en núna hefur sýningarsalur verið opn- aður að Reykjavíkurvegi 64 þar sem hægt er að skoða úrvalið. Sturtuklefarnir eru búnir öllum þeim lúxus sem nokkur gæti hugsað sér. „Það er nudd í klefunum, vatns- gufa og útvarp í þeim flestum. Það er lýsing og alls kyns flottheit. Svo er líka gler í klefunum en fólk hefur hingað til oft fengið klefa þar sem er plast. Fólk verður bara að kíkja á heimasíðuna til að sjá það allt,“ segir Drífa. Aðspurð hvers vegna hún ákvað að fara út í innflutning á sturtuklefum segir hún það hafa verið hálfgerða skyndiákvörðun. „Okkur vantaði sturtuklefa og vor- um búin að fá nóg af sturtuklefan- um sem ég hafði keypt hálfu ári áð- ur. Við fórum að þreifa fyrir okkur og duttum niður á þessa verksmiðju í Kína sem bauð okkar að gerast umboðsaðilar á íslandi. Við ákváðum að slá til og þetta bara vatt svona líka upp á sig. Þetta hefur verið ótrú- lega gaman,“ seg- ir Drífa. Hún segir mót- tökurnar hafa verið ótrúlegar. „Við höfum líka passað upp á að þjón- usta kúnnana vel. Það er allur pakkinn, ekki bara að selja heldur þjón- usta líka. Það hefur verið svo gaman að vinna með þetta og vinna með þessu fólki sem hefur haft trú á okkur. Ég hef verið í innflutningi í 20 ár og þetta er ólíkt öllu öðru, það eru allir svo ánægðir og þakklátir. Mót- tökurnar hafa verið framar vonum þannig að við ætlum að halda óttauð áfram,“ segir Drífa.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.