blaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 8
24 I HÚSBYGGINGAR ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 blaöiö Stœlar og ör á mœnu borgarinnar Flestir láta sig umhverfi sitt varða að einhverju marki og eru óhrœddir við að láta heyra í sér þegar þeimfinnst eitthvað illa gert á þeim vettvangiy hvort heldur afskiptin felast í skrifum reiðilegra pistla í dagblöð eða á Netið, þá eða bara með reiðilegu muldri og skáskotningu augna þegar gengið erframhjá skipulags- oghönnunarklúðrum. Blaðið hafði samband við nokkra arkitekta ogfékk þá tilþess að nefna dœmi um það sem hefur verið vel og illa gert í hönnun ogskipulagi á höfuðborgarsvœðinu. Blaðið/Steinar Hugi Helgi Bollason Thoroddsen, arkitekt hjá Kanon Bílastæðahús austur af Borgarleikhúsi: Gott! ,Af nógu er að taka enda margt vel gert hér í borg. Ég ákvað að hafa umferðarþema í svörum mínum og vil því nefna bílastæðahúsið við Kringluna, austur af Borgarleikhús- inu. Það er gert af mikilli natni og er mjög fínt, sérstaklega í samanburði við önnur bílastæðahús í borginni." Þess má geta að teiknistofan Gláma/ Kím var samstíga Helga í vali sínu og kallaði húsið „einstakt mann- virki, þar sem hönnuðir hafa náð tökum á öllu sem máli skiptir." Nýja Hringbrautin: Slæmt! ,Nýja Hringbrautin, án efa. Sá verkn- aður að setja svona venjulega hring- braut sem gæti verið hvar sem er á hringvegi eitt í hjarta borgarinnar eru hræðileg mistök. Hérna gæti hæglega verið breiðstræti eða bara eitthvað annað - flest væri skárra. Það var kannski nauðsyn að leggja þessa braut, en áður en ráðist var í framkvæmdirnar hefði þurft að skipuleggja meginlínur Vatnsmýr- arinnar ítarlega.“ Hér sem fyrr er Gláma/Kím samstiga Helga í vali sínu á skipulagsslysum, þau kalla nýju Hringbraut „ör á mænu borg- arinnar“ og „óskiljanlega hálend- ishraðbraut þar sem ætti að vera „b orgarbúle varður“.“ Magnús Skúlason, arkitekt ogforstöðumaður Húsafrið- unarnefndar ríkisins Viðbygging við Alþingishús: Gottl „Við getum alveg tekið viðbygging- una nýju við Alþingishúsið sem dæmi um vel heppnað hús. Ég held að þar hafi vel tekist til, bæði í mæli- kvarða og efni. Húsið er og kurteist gagnvart húsinu sem það tengist, sem og sínu nánasta umhverfi og götumynd. Það er inndregið og treð- ur sér ekki inn í götumyndina við Austurvöll. Svo má ekki gleyma að það styður við starfsemi Alþingis, sem gerir okkur enn frekar kleift að nýta gamla Alþingishúsið áfram.“ Austurstræti 8-10: Slæmt! „Austurstræti 8-io, þar sem nefnd- arsvið Alþingis er til húsa. Gamla Isafoldarhúsið stóð þarna en var illu heilli flutt og þessari nýbyggingu komið fyrir í staðinn. Illu heilli, meðan Isafoldarhúsið var og hét skein sól í Austurstrætið og tengdist húsunum á bak við vel. Nýbygging- in er sérstaklega vont dæmi um verk arkitekta á seinni árum, hönnun sem virðast ekki taka tillit til um- hverfisins og er jafnvel með hreina „arkitektóniska“ stæla, sem lýsa sér í notkun alls kyns áberandi forma án tilefnis. Það lætur bera á húsinu þar sem ætti ekki að bera á því og eyk- ur á ókurteisi þess. Svona lagað eru bara stælar.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.