blaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 4
20 I HÚSBYGGINGAR 4 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 biaðió Nýjungar fyrir helmlUð Pret-A-Porter frá Whirlpool er nýjung í meðhöndlun á fatnaði þannig að krumpuð og rök föt heyra sögunni til. Með tækinu má á stuttum tíma þurrka fatnað, viðra flíkur og losna við krumpur úr fatnaði. Ferlið tekur aðeins um hálftíma. Leggja má tækið saman og geyma til dæmis undir rúmi. Tækið er væntanlegt á markað á íslandi snemma á næsta ári. Frá Philips er komin nýjung sem allir, sem hafa gaman af því að prýða heimilið með myndum, ættu að skella sér á - byltinga- kenndur myndarammi. Ramm- ann má tengja við myndavél eða tölvu og hægt er að láta margar myndir rúlla á skjánum þannig að aldrei er sama myndin í ramm- anum lengur en fólk kærir sig um. Tilvalin uppfinning fyrir alla sem hafa gaman af því að taka myndir og vilja leyfa gestum og gang- andi að njóta - án fyrirhafnar. ■ 0IM Gluggar • Sólhýsi m VHuröir • Svalalokanir Frábær lausn í bæói gamalt og nýtt: Einbýlið, fjölbýlið, sumarhúsið eða hvar þar sem fegurð og gæði njóta sín. Hvítt Gulleik Maghagony Emang/unnrglcr - Oryggisglcr - Spcglar Hnfðu samband og vlð ráðleggfum þér GLUGGA- OG GLERHÖLLIN Æ0«stxaul 30 • 300 Akranes • S«ru <31 2028 • fw: 4313828 Neflang: giertiotltnOaknetis • Hetmasiða www.gicrhoiun is ALLT í VASKINN! SORPKVARNIR FYRIR HEIMIUSVASKA Minna heimilissorp, minni lykt úr ruslafötunni, meiri þægindi! Ávefsíðu okkar, www.kvarnir.is finnur þú bækling um sorpkvarnir fyrir heimili. IKVNRNIR ' Tunguháls 15 • Sími: 564 6070 Svart háglans eða rómantík „Það má segja að í dag eru óskap- lega margir að fara út í miklar andstæður, mjög dökkan við eins og til dæmis dökka eik og svo hvítt háglans með eða svart há- glans sem hefur einnig verið mjög vinsælt. Síðan hefur verið mjög sterkt að hafa hvassar ákveðnar línur. Sem betur fer er engin ein sál í þessu þannig að þetta er mjög fjölbreytt,“ segir Egill Svein- björnsson, sölustjóri hjá Eldaskálanum. Egill segir líka marga vilja hefð- bundnari innréttingar. „Það eru þessar sem kalla má notalegar rómantískar innrétting- ar. Hurðir með frönskum gluggum og heilmiklum útskurði. Þetta er í herragarðsstíl og fer einkar vel í gömlum húsum,“ segir Egill. Hvað áherslubreytingar síðustu ára varðar segir Egill fólk mikið vera að opna eldhúsið til að skapa meira rými. „Það er áberandi breyting að fólk er að opna mikið í eldri húsum sem er verið að breyta, þá er verið að sameina borðstofu og eldhús. Þá er kannski komið 10-12 manna borð sem er alltaf notað í stað þess að hafa lítinn eldhúskrók. Þetta hefur verið kallað alrými," segir Egill. Mikil breyting hefur orðið á gólf- efnum að sögn Egils. „Hiti í gólfum er orðin algeng sjón og gólfflísar, náttúrusteinn og þess háttar. Miklar framfarir hafa líka orðið í korki. Það er verið að nota hann allt að 8 mm þykkan og hann lítur jafnvel út eins og marmari. Þetta er gott efni að standa á, fer bet- ur með fæturna en steinn. Ef maður missir glas eða disk er minni hætta á að það brotni. Eins með lítil börn, þau meiða sig ekki á korkinum ef þau detta. En þegar öllu er á botn- inn hvolft er þetta allt saman bara smekkur hvers og eins, einkunnar- orðin hjá okkur er persónulega eld- húsið,“ segir Egill. ■ Hringrás i tískunni „Eikin er vinsælasta viðartegund- in nú í dag. Þetta er allt frá því sem fólk kallar shakerstíl, sem eru svokallaðar rammahurðir, eða þá að fólk kjósi einfaldleik- ann, slétta eik,“ segir Páll Þór Pálsson hjá Birninum í Ármúla 20. „Hvítsprautaðar höldulausar inn- réttingar eru líka mjög vinsælar, hálfglans eða hálfmatt. Það er líka alltaf mikið um glerskápa, vinrekka og punthillur,“ segir hann. Páll segir helstu brey tinguna vera mikla sveiflu milli viðartegunda. „Það eru tískusveiflur í þessu, allt sem var kemur aftur. Það er hring- rás í þessu eins og útvíðum gallabux- um, þetta kemur allt aftur. Núna er mikið um það, sérstaklega hjá unga fólkinu, að það vill hafa mikið opið rými.“ Athyglisverðustu breyting- una segir Páll vera þá að fólk er farið að hafa leirtauið í skúffum í innrétt- ingum. „Fólk er ekki jafn fast á því Blaölö/FMi að leirtauið fari í efri skápa. Við er- neðri skúffum og við erum farin að um öll alin upp við það að það eigi læra það. Þetta er gjörbreyting mið- alltaf að setja leirtau í efri skápa. Það að við það sem var,“ segir Páll. ■ er siður úti í löndum að hafa leirtau í

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.