blaðið - 17.10.2005, Síða 1
blaðid
Matur
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005
Slátrarar bretti upp ermarnar
,Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í ferskt slátur, þeir sem hafa
áhuga á því þurfa að bretta upp ermarnar,“ segir Sigurður Reynalds-
son, innkaupastjóri matvöru hjá Hagkaupum, en á föstudag mun hinn
árlegi sláturmarkaður Hagkaupa í Skeifunni renna sitt skeið þetta
haustið. Markaðurinn er, eftir því sem Sigurður fær best vitað, sá eini
sem starfræktur er á höfuðborgarsvæðinu enda mun nokkuð umstang
fylgja slíkum. „Salan er það lítil, miðað við fyrirhöfnina sem fylgir, að
ekki er mikið pláss fyrir samkeppni á markaðinum.“
18
Are you hungry tonight?
18................
Culinaria
matreiðslubækurnar
20................
Melabúðin enn í sókn
22................
Eymundur og
lífræna ræktunin
24................
Hvað má geyma
matvæli lengi?
Ekki að eftirspurnin eftir slátrinu
sé átakanlega lítil. „Nei, það liggur
við að hér séu biðraðir alla morgna.
Hér er oft mikið líf og fjör á þess-
um árstíma - þeir sem á annað
borð eru duglegir að taka til hend-
inni heima við slást um uppskeru
dagsins þegar sláturbíllinn rennur
í hlað. Slátrið hefur þar langstærst
vægi en innmaturinn mjatlast með,
vélinda og slíkt. Það er mjög sterk-
ur kjarni sem tekur slátur á hverju
ári en þróunin er að vísu á þann veg
að það fækkar alltaf aðeins milli
vertíða, um u.þ.b. fimm prósent
eða svo. Nýliðun í greininni er ekki
næg til að mynda mótvægi við þá
sem detta út vegna aldurs.
Að vísu kemur á móti að farið er
að selja tilbúið, frosið slátur, blóð
og lifur sem búið er að setja í vam-
bir og þarf ekki annað en að henda
í pott. Það hæfir sjálfsagt betur
nútímafjölskyldunni sem vill gera
hlutina á einfaldari og hreinlegri
máta - fólk virðist ekki vilja eyða
meira en tíu mínútum, korteri á
dag í matseld og þá er hæpið að
það taki sér heilan dag í að hræra,
sauma og sjóða. Ég skýt á að eftir
svona tíu ár munum við standa
frammi fyrir því að salan verði það
lítil að það borgi sig varla að reka
svona markað,“ segir Sigurður.
Hverfur varla alfarið úr
okkar matarmenningu
Samkvæmt honum er algengast að
fólk á fimmtugs- og sextugsaldri
standi í sláturgerð. „Svo er algengt
að ungir foreldrar og krakkar sem
eru kannski nýbyrjaðir að búa taki
þátt í þessu með fjölskyldunni, læri
inn á hefðina. En maður hefur á
tilfinningunni að þau muni lík-
legast ekki standa í þessu mikið á
eigin spýtur. Þrátt fyrir að slátur
sé ódýr matur - gott ef ekki var
reiknað út einhvern tímann að fjög-
urra manna fjölskylda gæti étið sig
sadda fyrir um 300 krónur - fylgir
því talsverð vinna sem flest nútíma-
fólk er ekki tilbúið að standa í. En
ég held að það eigi aldrei eftir að
hverfa úr okkar matarmenningú'
-En er slátur yfirhöfuð sérstaklega
hollur matur?
„Við skulum segja að slátrið hafi kom-
ið íslensku þjóðinni í gegnum hörð
ár frá fornu fari og hljóti þar af leið-
andi að vera bráðhollt.“
haukur@vbl.is
(góða veísCu gjöra skaC...
með fersku íirdefnífrá
JjaCCalam6í