blaðið - 17.10.2005, Qupperneq 4
20 I MATUR
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 MaAIÖ
ryGœti það veríð betra?"
-Melabúðin bœtir enn við sig tryggum viðskiptavinum á sínu fimmtugasta starfsári
Oft er talað um að ákveðið andrúms-
loft eða stemmning einkenni Vesturbæ
Reykjavíkur. Henni er erfitt að lýsa eða
fanga með orðum svo vel sé en kannski
mætti ímynda sér að viðhorf íbúa borg-
arhlutans til hans taki nokkuð mið af
rómantískum hugmyndum um líf í
smábæjum og -þorpum á síðustu öld.
Sá sem vildi skilgreina og skilja ítar-
lega hvað felst í meintum anda Vestur-
bæjar gæti gert margt vitlausara en að
hefja rannsókn sína í Melabúðinni en
þar má segja að hverfisstemmningin
birtist hvað skýrast og jafnvel kristall-
ist í vinalegu viðmóti starfsfólks og
viðskiptavina.
I það minnsta bar ekki á öðru þegar
fulltrúa Blaðsins bar að garði fyrripart
miðvikudags í síðustu viku. Starfsfólk-
ið rölti raulandi milh bása og brosti við
glaðlegum viðskiptavinum sem týndu
hráefni í máltíðir næstu kvölda úr þétt-
skipuðum hillum og ofan í körfurnar
sínar. Ilmurinn af hinum fræga grill-
aða kjúklingi lá í loftinu og frystivöru-
borðið gaf frá sér lágvært suð.
50% afsláttur í þrjá mánuði
og loka svo sjoppunni!
Melabúðin hefur alla tíð verið fjöl-
skyldufyrirtæki, nokkuð sem aðstand-
endur hennar vilja meina að eigi ríkan
þátt í velgengni verslunarinnar. Hún
var stofnuð af Guðmundi Júlíussyni
fyrir rétt tæplega hálfri öld, nánar til-
tekið þann 4. júlí árið 1956, en nú sjá
tveir synir hans, þeir Pétur Alan og
Friðrik Ármann, um reksturinn. Að-
spurður vill Friðrik ekkert gefa út um
hvort eða hvernig fimmtugsafmælinu
verði fagnað: „í gamni hef ég sagt fólki
að við verðum með 50% afslátt af öllu
í þrjá mánuði og lokum svo sjoppunni.
En það verður varla,“ segir Friðrik og
hlær.
Verslunin hefur verið rekin í sama
húsnæði frá upphafi, en var þó Htið
eitt minni um sig ffarnan af, þar sem
hún deildi plássinu með mjólkurbúð.
Friðrik segir: „Þegar hún var aflögð
tókum við yfir þann hluta hússins
og við þá breytingu varð verslunin sú
önnur stærsta á landinu. Nú er þetta
bara krækiber í helvíti miðað við ris-
ana, kæmist fyrir í mjólkurkæli sumra
þeirra."
Þegar Melabúðin hóf störf skar hún
sig frá öðrum hverfisverslunum með
því að hafa kjötborð, en á þeim tíma
var venja að kjötmeti væri sótt í þartil-
gerðar sérverslanir. Samkvæmt Frið-
riki hafa ekki orðið mikil stakkaskipti
á rekstrinum ffá upphafi, umffam það
sem eðlilegt gæti talist. „Það má segja
að í áranna rás hafi verslunin þróast í
að vera meiri sælkerabúð með áherslu
á gott vöruúrval og hátt þjónustustig.
Við erum með ótrúlega mikið úrval,
það er með ólíkindum hvað hægt er að
koma hér fyrir af vöru og við reynum
að vera með á nótunum hvað varðar
nýjar og spennandi tegundir, sérvöru
og annað þvíumlíkt. Við höfum oftar
en ekki verið á undan öðrum með ým-
w
7°0% VIÐ^ 0öö<^
^rJURTAOLlu^^^
79^4e(NlNGUMlt^
Létt með smjörbragði
www.smyrja.is
islegt sem hefur síðar orðið vinsælt og
erum stolt af því.“ Friðrik tekur fyrir
að giska á hve margar vörutegundir er
að fmna í þessari litlu verslun en segir
þó að það hlaupi á einhverjum þúsund-
um og fullyrðir að Melabúðin standi
yfirleitt fr amar stærri verslunum hvað
varðar vöruúrval. „I grænmetisborð-
inu einu eru nær 200 tegundir, svo
dæmi sé tekið. Pældu í því.“
Hvort heldur ráðsmenn eða ráðherrar
Friðrik vill sem sagt meina að vel-
gengni Melabúðarinnar byggi að
mestu á góðu vöruúrvali, sanngjörnu
verði og vinalegu viðmóti. „Fólk er
mikið að sækja í kjötborðið okkar og
ferska fiskinn, verðið þar er lægra en
í öðrum sambærilegum verslunum
og úrvahð jafnvel enn betra. 1 kjötborð-
inu finnur þú svipað úrval og í stærstu
verslununum að viðbættri sérstakri
áherslu á ferskleika hráefnisins sem
við stillum þar upp. Fyrripart vikunn-
ar leggjum við meiri áherslu á fisk og
fiskrétti, sem taka þá meirihlutann af
borðinu. Þegar Uða fer á vikuna tekur
kjötið svo smám saman yfir og undir
helgina er það allsráðandi - steikur,
naut og lamb. Svo getur fólk sagt okkur
til hvernig það vill fá matinn sinn með-
höndlaðan, við marinerum, kryddum
og skerum eftir óskum viðskiptavinar-
ins. Sé fólk með sérþarfir reynum við
að bregðast við þeim eftir bestu getu,
ég hef til dæmis útvegað kanínukjöt
við nokkur tækifæri.
Ég held að úrvalið hafi ansi mikið
að segja um vinsældir verslunarinnar,
en þjónustan - þ.e.a.s starfsfólkið sem
heldur henni uppi - og öll samskipti
sem eiga sér stað hér í búðinni laða
líka að. Umhverfið er svolftið þannig,
smæðarinnar vegna m.a., að stemmn-
ingin verður náin og persónuleg. Það
er ennfremur meðvituð stefna okkar
að halda því svoleiðis, að sjálfsögðu;
hér standa háir sem lágir saman í bið-
röð við kjötborð eða kassa og spjalla,
hvort sem þar fara ráðsmenn eða ráð-
herrar. Við eigum mjög fastan kjarna
viðskiptavina sem koma hvaðanæva
að úr hverfinu, að sjálfsögðu, en svo
er fólk að koma alls staðar af stórhöfuð-
borgarsvæðinu og jafnvel landsbyggð-
arfólk sem á leið í bæinn og hefur heyrt
orðspor okkar. Þetta er mjög sérstök
verslun."
Rammíslenskar Speltkökur og Kartöflukökur af Ströndum
100 ára hefð og ekkert nema hollusta
DRANGABAKSTUR
KRINGLUNNI
Slmi: 568 6440 I busahold@busahold.is
Stálpottasett á góðu verði
Brúðhjónalistar og gjafakort
búsáhöld
Þú borðar þær með
uppáhalds álegginu,
kannski ylvolgar úr ofninum,
ristaðar, með hvítlauksolíu,
stundum eins og pizzur
...eða eins og Strandamenn,
glænýjar með íslensku smjöri.
Fáðu þér Speltköku og Kartöfluköku í
næstu matvöruverslun.
Hollara brauð finnst varla.
<RsS&r
„Óhugsandi að við flytjum"
Melabúðin grundvallast eins og áður
sagði að miklu leyti á stórum hópi
tryggra viðskiptavina sem sumir hverj-
ir hafa verslað nauðsynjavörur þar allt
frá upphafi. „Það týnist nú reglulega
úr þessum upphaflega kjarna með ár-
unum en alltaf bætast nýir í hópinn
og reglulegum viðskiptavinum okkar
fer fjölgandi með hverju árinu frekar
en hitt, enda er Vesturbærinn alltaf að
stækka [hlær]. Hér er mikið „rennerT
og mér reiknast svo til að verslunina
heimsæki nær þúsund manns dag
hvern. Þessi hraða velta viðskiptavina
auðveldar okkur mikið að halda úrval-
inu góðu, vörunum ferskum og þjón-
ustustiginu háu, en galdurinn á bak
við það er annars að vera alltaf á tán-
um, fylgjast vel með og hafa gott fólk
í vinnu. Kjötiðnaðarmaðurinn okkar,
Unnar Stefánsson, er t.a.m. búinn að
vera hjá okkur í áraraðir og hugsar
mjög vel um kjötdeildina."
-Geta Melabúðarmenn hugsað sér að
stœkka við sigeða jafnvelflytja verslun-
ina?
„Ég sé nú ekki fyrir mér að hægt
verði að stækka búðina meira en orðið
er, það yrði þá að vera á hæðina og það
er alveg óhugsandi að við flytjum. Það
má segja að okkur sé kannski þröngur
stakkur sniðinn en þetta er Melabúðin
og það eru þessi þrengsli og þessi litla
verslun sem fólk er að sækja í - pláss-
leysið á sinn þátt í því að skapa þetta sér-
staka umhverfi sem ríkir hérna inni.“
-Hefur þú eitthvað að segja að lokum?
„Bara yndislegt, lífið er yndislegt í
Vesturbænum. Það er nóg að gera þeg-
ar maður er á hlaupum allan daginn,
þá líður hann fljótt og maður er kátur
í sínu litla hjarta. Þetta er verslun með
gott hjarta og hingað kemur gott fólk í
hundraðatali að heimsækja okkur dag
hvern. Gæti það verið betra?“
haukur@vbl.is