blaðið - 17.10.2005, Síða 6
22 I MATUR
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 blaöió
I ár býður Ht-reforcl Steikhús upp á ^læsilegt
jólahlaðborð sem hefst þann 1 7. nóvember.
Tekið er við pöntunum í sfma 51 I 3350
og á netfanginu herefordC? herefortl.is
HEREFORD
Laugavcgur • 101 Rcykjavík •511 3350 • www.hcreforcl.i
Eymundur Magnússon, stórbóndi
í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, hef-
ur um árabil verið frumkvöðull í
framleiðslu og kynningu á lífrænt
ræktuðum varningi af ýmsum
toga, svo mjög að yfir veturinn
- þegar ekki þarf að huga að akrin-
um - má oftar en ekki finna hann
í einhverjum matvörumarkaða
borgarinnar að troða lífrænu
góðgæti í rotvarnardofna munna
almennings. Og margir komast
á bragðið; fyrirtæki Eymundar,
Móðir Jörð, hefur verið vaxandi
allt frá upphafi og vex enn. Þar er
ekki síst fyrir að þakka einlæg-
um áhuga Eymundar á að kynna
heilbrigðan, lífrænan lífsstíl fyrir
íslendingum og breiða hann út.
Starfsemi Móður Jarðar hófst með
ræktun á kartöflum og grænmeti,
en í kjölfar tilraunastarfsemi Ey-
mundar með kornrækt hefur rækt-
un á byggi til manneldis verið ört
vaxandi þáttur i framleiðslunni. Nú
má finna byggmjöl og bankabygg
frá Vallanesi í verslunum víða um
land og nýjasta viðbótin við vöruúr-
valið eru tilbúnir frosnir grænmetis-
réttir sem hafa hið lífrænt ræktaða
bygg að meginuppistöðu. Þannig
geta þeir sem sitja fastir í asa hvers-
dagsins einnig gætt sér á hollum og
lífrænum mat, vilji þeir það.
Láti fólk sér ekki nægja að neyta
lífræna grænmetissins innvortis býð-
ur Móðir Jörð einnig upp á nokkrar
gerðir af nuddolíum sem vinir og
nánir kunningjar geta makað hver
á annan þegar tilefni þykir til. Þeg-
ar Blaðið ræddi við Eymund var
hann einmitt að undirbúa hópnudd
sem fyrirhugað var helgina eftir, í
kynningarskyni, að sjálfsögðu. „Já,
ég er að fara nudda heilt handbolta-
lið kvenna í Perlunni um helgina á
Apóteka-sýningunni. Ætli það teljist
ekki einhverskonar met?“
10. bekkingarnir brugðust
Um þessar mundir er kartöfluvertíð
hjá Eymundi, en lífrænt ræktuðu
jarðeplin hans hafa notið mikilla
vinsælda og nú ber svo við að hann
annar vart eftirspurn. „Það er bull-
andi sala, ég var einmitt að hringja
í búðirnar í morgun - allir voru
búnir með kartöflurnar og vildu
meira. Við erum að rembast við að
ná þeim upp, en það hefur gengið
erfiðlega, bæði vegna veðurs og svo
hefur mannskapurinn sem ég stóla
yfirleitt á - 10. bekkingar að safna í
ferðasjóð - ekki sýnt þessu mikinn
áhuga í ár. Okkar viðskiptavinir
munu þó vonandi fá sitt, lífrænu
kartöflurnar eru mjög vinsælar og
þeir sem á annað borð smakka þær
vilja helst ekkert annað. Bragðið af
þeim er líka öðruvísi, þar sem þær
vaxa hægar við lífræna ræktun verða
þær bragðmeiri að öllu leyti.“
Þegar Eymundur og félagar hafa
náð kartöflunum úr jörðinni taka
vetrarverkin við hjá Móður Jörð,
en þau felast aðallega í pökkun á
hinum og þessum afurðum, auk
markaðsstarfs. „Grænmetið selur
sig nú að mestu sjálft, en bygg-vör-
urnar þarf að kynna fyrir fólki. Ég
reyni að kenna fólki að nota banka-
bygg í stað hrísgrjóna, bý til grauta,
byggotto [nafnið skýrir sig sjálft]
og brauð úr byggmjöli og leyfi fólki
að smakka og sannreyna að bygg er
góður valkostur og gengur í allar
uppskriftir. Sem korn hefur bygg
marga jákvæða eiginleika; það er
t.d. mun betra fyrir maga og melt-
ingu og stuðlar að lægra magni kó-
lesteróls í blóði. Það nýjasta hjá mér
eru tilbúnu grænmetisréttirnir, sem
hafa mælst vel fyrir“
Að eiga valkost í frystinum
-Nú hefurþú talað fyrirþví sem
kallað er „Slow-food" (rólyndisbit-
ar). Gætirðu sagt aðeinsfrá því
fyrirbæri og hvernig skyndiréttirnir
fara saman viðþann hugsunarhátt?
„Ég er nú á þvi að buffið falli vel
inn í það, enda er uppruni þess og
innihald í takt við þá hollustu sem
talað er um. Með því erum við að
reyna að koma til móts við fólk
sem ekki hefur tíma til að elda, þó
ég segi nú að það sé það sama og að
hafa ekki tíma til að lifa. Þannig get-
ur það átt hollan valkost i frystinum
þegar mikið er að gera og þarf ekki
að leita á náðir óhollra skyndirétta
sem ekki innihalda þá næringu sem
við þurfum á að halda.
Slow Food hreyfingin hóf göngu
sína á Ítalíu, en starfar nú á alþjóða-
vísu og hefur breiðst hratt út síðustu
misseri meðal sælkera allra þjóða.
Hugsunarhátturinn gengur út á að
fólk gefi sér tíma til að elda og njóta
matarins, en einnig er lögð áhersla á
varðveislu bragðs og tegunda og því
reynt að sporna við massaræktun
og erfðabreytingu sem geta haft nei-
kvæð áhrif á gæði hráefnis. Reynt er
að vernda máltíðina og tryggja að
hún haldist skrautleg og næringar-
rík um ókomna tíð. Samtökin Nýja
norræna eldhúsið, Det nya nordiska
köket, sem ég sótti ráðstefnu hjá í
L.jmuMuui uy jwiiui ■■um^ wuwnsa rffciniifa ifjt|yaiiiMluilli
Svíþjóð nýverið, eru mjög í takt við
þessa hreyfingu.“
Norrænt svar við hrísgrjónum
Að sögn Eymundar var mikið um
dýrðir á ráðstefnunni, en þangað
fór hann í fylgd matreiðslumeistar-
anna Hákons Más Örvarssonar hjá
Vox og Friðriks Sigurðssonar, sem
starfar hjá utanríkisráðuneytinu.
„Þarna koma meistarakokkar sam-
an og funda með framleiðendum
með það markmið að finna nýja
samstarfsfleti og jafnvel ný hráefni
eða hráefni sem hafa gleymst með
árunum. Við erum svolítið að skoða
hvaða bragðtegundir við höfum hér
á norðurlöndunum og hvaða jurtir
og matvæli er hér að finna sem hafa
jafnvel gleymst með árunum og eru
þess í stað sótt þvert yfir hnöttinn.
Matreiðslumeistararnir sýndu bygg-
inu mínu mikinn áhuga og þótti
áhugavert að hafa norrænt svar við
hrísgrjónum. Margir hafa notað það
mikið allt frá ráðstefnunni í fyrra.
Það er mjög sniðugt að tengja sam-
an framleiðendur og medalíukokka
á þennan máta, þar sameinast fag-
aðilar um að gera betur, tryggja
betri gæði bæði á hráefnunum og í
úrvinnslu þeirra. Það er í raun stór-
merkilegt, því þessir kokkar eru all-
ir þvílíkir meistarar að maður hefði
ímyndað sér að erfitt væri fyrir þá
að gera mikið betur en þegar er.“
-Að lokum, hver er uppáhaldsmatur-
inn þinn?
„Ég er mikil árstíðaræta, þ.e.a.s.
vil ég velja mér mat eftir því hvaða
hráefni eru fersk hverju sinni
- nokkuð sem tilheyrir vissulega
Slow-food hugsunarhættinum. Þeg-
ar ég er að taka upp kartöflur vil ég
helst borða þær nýjar og spriklandi
með íslensku smjéri, svo dæmi sé
tekið. Þannig að uppáhaldsmatur-
inn minn fer mikið eftir því á hvaða
tíma árs þú hittir á mig.“
Ef einhver áhugi er fyrir því mætti
birta þessa uppskrift Eymundar að
„Byggotto" aftan við þetta, í svona
kassa eða eitthvað.
Byggotto að
hætti Eymundar
Magnússonar
3 dlBankabygg
1 mskjurtasait
150-300 ml sólþurrkaðir tómatar
3-4 msk grænt pesto eða annað
pesto eftir smekk.
9 dl vatn
Aðferð:
Byggið er soðið með jurtasalti í u.þ.b.
40 minútur eða 15 mínútur t.d. að
kvöldi, -þá er slökkt undir og látið
standa á hellunni og klára sig yfir
nóttina. Eftir að byggið er soðið eru
tómatarnir skornir smátt og bland-
að í byggið ásamt pestóinu. Borið
fram heitt eða kalt sem meðlæti
með öllum mat eða létt máltíð.
haukur@vbl.is
GfMiTeíVstnki
GRÆHA TEIÐ!
Græna teduftið frá Pharma Green er engu líkt. Hvert bréf
inniheldur 1 g af kjarnaseyði úr teblöðum (Camellia sinesis).
Til að varðveita náttúrulegt jafnvægi efnanna f teblöðunum
er kjarnaseyðið virkjað með vatni en ekki alkábóli eða öðrum
leysiefnum. Svo magnað að það rlfur I!
HIMNESK
HOLLUSTA
Sundaborg 5
104 Reykjavfk
s. 554-7273
Eykur orku I Eykur olnboitingu
Vatnslosandi I Mlnnkar sykurlöngun I Styrklr ónæmlskorflö www.hlmnaskt.ls
„Fólk sem heiur ekki tíma til að
elda hefur varla tíma ttl að liian
-Eymundur Magnússon í Vallanesi um rólyndisbita og lífrœnt grœnmeti afýmsu tagi