blaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 20
42 I JÓLAGJAFAHANDBÓKIN LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 blaöiö Sköpunargáfan látin njóta sín í pakkagerð Einfaldir en glœsilegir pakkar Órjúfanlegur hluti jólanna eru glæsi- lega skreyttir jólapakkar sem vekja jafnan mikla gleði, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Sumum finnst tímasóun að leggja mikið upp úr inn- pökkuninni sjálfri en það er óneitan- lega skemmtilegt þegar pakkarnir eru fallegir. Hægt er að fara margar leiðir í innpökkuninni utan þess að kaupa hefðbundinn innkaupapappir og slaufur. Það er um að gera að nota ímynd- unaraflið þegar pakkarnir eru skreyttir því það gerir hvern og einn pakka einstakan. Ekkert er bannað og allt er leyfilegt enda er innpökk- unin þeim mun skemmtilegri ef hún vekur kátínu þiggjandans. Dagblöð eru alltaf tiltæk og sér- staklega hentug til innpökkunar. Margir telja dagblöð ekki vera nógu fín til að innihalda jólapakka en slíkur pakki kemur ótrúlega vel út. Auk þess er hægt að skreyta hann með fallegum borðum og öðru slíku. Útkoman ætti þá að vera fróðlegur og litríkur pakki. Einnig væri hægt að nota tímarit í sama tilgangi þó þau séu heldur stífari. Pakkinn yrði þá glansandi fínn. Draumar maryvftiiiínar Höfundur Herdís Egilsdóttir og spenna Draumar marglyttunnar segir frá baráttu góðs og ills. Óþokkinn Syrtir berst gegn konungi sínum og ætlar sér að taka völdin og segja mönnum stríð á hendur. En það er Fráinn litli sem reynir að koma vinum sínum til bjargar. Herdís Egilsdóttir er fyrrverandi kennari og þjóðþekktur rithöfundur. Glæsiiegar litmyndir eru eftir Erlu Sigurðardóttur, myndlistarmann. Hér er á ferðinni einstaklega falleg bók fyrir börn á öllum aldri. Bókin sem allar stelpur verða að lesa! Bryndís Jóna Magnúsdóttir, 24 ára frá Keflavík, er ný og fersk rödd í íslenskurh unglingabókmenntum. Hér er á ferðinni flott og kúl bók um stelpu sem þjáist af mikilli ástsýki og feimni og tilraunum hennar til að næla í Danna, sætasta strákinn í skólanum ... Hér kemur 9. bókin í hinum geysivinsæla bókaflokki GÆSAHÚÐ eftir Helga Jónsson. Símar: 660 4753 • 462 4250 www.tindur.is • tindur®tindur.is Bliai JOSBBOl í könnun sem Landskerfi bókasafna gerði fyrir árið 2004 lenti Gæsahúð í 3. sæti yfir mest lesnu bækurnar í öllum flokkum. I flokki barna- og unglingabóka var Gæsahúð í 1. sæti. mdur Pakki sem er listaverk Það er alltaf gaman að láta sköpun- argáfuna njóta sín og enn fremur að láta sköpunargáfu barna njóta sín. Hægt er að kaupa brúnan um- búðapappír sem fæst til dæmis í Ikea og skreyta hann með alls kyns listaverkum, hvort heldur sem er barnanna eða foreldranna. Pappír- inn verður ægifagur auk þess sem hann mun þá eiga sér framhaldslíf þar sem ótrúlegt er að þiggjandinn hendi honum. Auk þess er vitanlega hægt að skreyta pakkann enn meira. Einnig gæti verið fallegt að láta lista- verkið standa eitt og sér. Það er líka hægt að pakka gjöfinni inn í vatns- litapappír sem börnin geta málað á. Efnilegur pakki Flestir eiga alls kyns efnisbúta heima hjá sér, oftar en ekki í alls kyns litum og gerðum. Það kemur ótrúlega vel út að pakka inn í efni, hvort sem það er einlitt eða marg- litað. Auk þess verður pakkinn þá mjúkur og þægilegur viðkomu sem gerir hann enn eftirsóknarverðari í augum þiggjandans. Ef notað er einlitt efni þá gefur það sköpunar- gáfunni lausan tauminn í að skreyta pakkann. Hárskraut og nælur Að endingu má minnast á silkipappír en hann er til í ótal litum. Silki- pappírinn er skemmtilegur enda er hægt að gera svo margt við hann. Að ofan má einnig sjá pakka sem er pakkað inn í einföld hvít blöð. Með fallegri skreytingu lítur hann sér- staklega vel út. A alla þessa pakka er hægt að kaupa alls kyns skraut, kúlur, fígúrur og fleira, til að mynda eru pakkarnir að ofan skreyttir með fallegu skrauti frá Völusteini að Bæj- arlind 14-16. Einnig er hægt að finna til gamlar nælur eða hárskraut til að skreyta með. Með góðu skrauti er auðvelt að skreyta hvaða pakka sem er og ímyndunaraflið fær þá aldeilis að njóta sín. Hagsýnir ættu vitanlega að geyma það skraut sem þeir fá því skrautið er alltaf hægt að nota aftur og aftur. svanhvit@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.