blaðið - 10.04.2006, Side 5
blaðiö MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006
MATUR I 21
Morgunmatur að hœtti Jamie Oliver
Kokkurinn heimsfrægi, Jamie Oliver,
hefur leikið við hvern sinn fingur frá
því að hann kom fyrst fram á sjónar-
sviðið og er orðinn einn vinsælasti
kokkur heimsins í dag. Þó svo að
Jamie sé mest í flókinni matargerð og
miklum kræsingum á hann einnig
skemmtilega morgunrétti í handrað-
anum sem auðveldir eru í matseld.
Einhverjum konunum þætti nú ekki
amalegt að fá Jamie til að matreiða
morgunmatinn á hverjum morgni,
en þar sem það er víst ótækt verða
uppskriftir frá honum að nægja í
bili.
Beyglur með laxi og rjómaosti
Beyglur að vild
lOOgrafrjómaosti
Smátt skorinn graslaukur að vild
Safi úrtæplega hálfri pressaðri sítrónu
Ferskur og malaður svartur pipar
lOOgrreykturlax
Blandaðu saman rjómaostinum, gras-
lauknum, sítrónusafanum og svarta
piparnum. Smakkið á blöndunni og
bætið við kryddi og sítrónusafa eftir
þörfum. Beyglurnar eru skornar í
miðju og síðan í tvennt, þannig að
hver beygla skiptist í fjóra bita. Osta-
blandan er smurð í fremur þykku lagi
á hvern bita og svo eru laxsneiðarnar
settar ofan á. Gaman er að rúlla sneið-
unum upp á fallegan hátt og skreyta
síðan snittuna með graslauk. Að
lokum kýs Jamie að pensla nokkrum
dropum af olíunni eftir þörfum. Þá
getur verið skemmtilegt að spæla egg
og skreyta diskinn ásamt kálblöðum,
tómötum og öðru sem fangar augað
og passar vel við réttinn.
Ekta amerískar pönnukökur
3 stór egg
120 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
110 ml mjólk
Salt eftir hentugleika
Aðskiljið eggin og setjið rauður og
hvítur í sitthvora skálina. Blandið
hveitinu, lyftiduftinu og mjólk-
inni saman við eggjarauðurnar og
hrærið varlega. Kryddið eggjahvít-
urnar með salti og hrærið þar til þær
verða fremur stífar. Þá er þessu öllu
blandað saman.
Hitið pönnuna á miðlungshita og
setjið olíu í eldhúspappír og dreifið á
pönnunni. Hefjist þá handa við steik-
inguna. Látið hverja köku brúnast
aðeins á fyrstu hliðinni - þar til hún
verður gulllituð og hefur komið sér í
ákveðið form. Á þessum tímapunkti
getur verið gott að setja pínulítið
hveiti á óbökuðu hliðina, áður en
henni er snúið við. Haldið svo áfram
að steikja þar til báðar hliðar hafa
tekið á sig fallegan lit.
Pönnukökurnar er gott að bera
fram með sýrópi og smjöri eða hverju
sem bakaranum dettur í hug!
Smáauglýsingar
510-3737
Auglýsinqadeild
510-3744
blaðið=