blaðið - 10.04.2006, Side 6

blaðið - 10.04.2006, Side 6
22 I MATUR •pfr”jr.......................... Sniðugar vörur í eldamennskuna MÁNUDAGUR 10. APRÍL 2006 blaöiö • ¥•« • »ví¥í• • *v« •’« « *v*v»w» • •••*■*• •V1*'« 0OOS JÍÍÍ4A .0Í HUOAGU wlAiVi uSÓðáiiU Nauðsynlegar vörur í eldhúsið þitt Það er ekki nóg að eiga bara hnífa, diska, potta og aðrar hefðbundnar eldhúsvörur. Til þess að skapa réttan anda í eldhúsinu þarf að hafa í huga ýmsar sniðugar vörur sem komið geta að góðum notum þegar listrænt eðli kokksins lætur á sér kræla. Hér gefur að líta nokkrar frá- bærar vörur sem Blaðið kynnti sér í eldhúsleiðangri sínum. Fallegur granít-mortél fyrir ferska kryddið Það hefur verið mikið í tísku undanfarið að nota ferskt krydd í mat- seldina og margir sælkerar kjósa þann kost fremur en annað krydd. Þegar að matseldinni kemur þarf oft að merja kryddjurtirnar og þá eru réttu tólin nauðsynleg. Þetta granít-mortél úr versluninni Pipar og salt á Klappastígnum er einkar veglegt og glæsilegt í útliti. Varan er sérstaklega góð og þægileg í notkun, enda hágæðavara úr góðu og traustu efni. Eins er mortélið mjög sniðugt þegar verið er að búa til pestó og aðrar olíur. Þá er ekki verra að það er afar fallegt og setur skemmtilegan svip á eldhúsborðið. Eitthvað sem allir kryddáhuga- menn verða að eignast. Selst í fjórum stærðum, á verðbilinu 1.900 - 3.900 krónur, en sá stærsti er 20x14 cm. ' ili . jj .jí . - ....... '"'‘'UiiUUMJU Frábœr lausn með Footloop Fyrir þá sem hafa átt í erfiðleikum með að halda saman fylltu kjöti, fiski, læri eða öðrum vefjum er nú komin stórsniðug lausn undir nafninu Footloop. Varan, sem kemur á markað hérlendis eftir páska, leysir tannstöngla og önnur snæri af hólmi í elda- mennskunni og mun án efa verða eitt af nauðsynleg- ustu hjálpartækjum eldhússins. Footloop er notað til þess að halda allri matvöru saman, auk þess sem hún getur komið að góðum notum við alla eldhúsiðju. Varan þolir allt að 365 gráðu hita og nota má hana á pönnuna, ofninn, örbylgjuna, pottinn eða frystinn. Þar að auki er auðvelt að þrífa hana í sápuvatni eða uppþvottavél og hún brotnar ekki eins og oft vill verða með tann- stönglana. Frábær lausn fyrir alla kokka. Footloop mun fást í Sipu á Laugavegi ásamt fleiri verslunum og mun kosta um 1600 krónur. Sumardiskur heimilanna í ár ASA postulínsdiskurinn í Duka heyrir til þessara fallegu vara sem gera mikið fyrir heimilin. Diskurinn er þriggja hæða og hentar vel fyrir berin, smákök- urnar, ávextina, konfektið og allt sem fólki dettur í hug. Þar sem sumarið er að nálgast getur verið sniðugt að fjárfesta í einum slikum og setja á sólpallinn eða inn í stofu, en með fallegum berjum eða öðru þvíumlíku er diskurinn sannkölluð sumarskreyting og mikið fyrir augað. Þá er ekki úr vegi að gefa disknum gaum þegar kemur að gjafakaupum, og að sjálf- sögðu er hann tilvalinn í brúðargjöfina. Diskurinn fæst í Duka, Kringlunni, og kostar 9.900 krónur. Reiknaðu út kaloriurn- ar og kólesterólið Netverslunin daggir.is hefur ýmsar skemmtilegar vörur á sínum snærum og er þessi næringarvigt eflaust ein sú áhugaverðasta. Vigtin sýnir næringarinnihald matarins eftir skammtastærð og reiknar út kaloríur, kolvetni, sykur, fitu, trefjar, natríum og kó- lesteról. Einnig núllar vigtin sig á milli hráefna, þannig að hægt er að vigta tegundirnar í sitt hvoru lagi þó svo að þær blandist saman í skálinni. Auk þess umreiknar vigtin þyngd vökva úr grömmum í millilítra og getur þannig auðveldað alla reikninga við bakstur og eldamennsku. Næringarvogin er mjög smekkleg, með skýrum skjá og úr ryð- fríu stáli. Hún nýtist einnig sem venjuleg vog og mælir allt að þrjú kíló. Fæst á heimasíðunni daggir.is, nú á sérstöku kynningarverði, eða 9.900 krónur. Grillpannan frá Look er lykilat- riði 1 sumar Það er algjör nauðsyn að eiga góða grillpönnu í sumar. Með þessari 3-4 manna grillpönnu frá Look er hægt að grilla allt kjöt, fisk, kjúkling og græn- meti. Pannan er þannig úr garði gerð að hráefnið verður laust við fitu og önnur leiðindi, svo að heil- brigðið er í hávegum haft og maturinn gómsætur sem aldrei fyrr. Þeir sem ætla að nota blíðskap- arveður sumarsins og grilla góðan mat ættu svo sannarlega ekki að láta pönnu sem þessa framhjá sér fara. Hollur og góður matur með George Foreman grillinu George Foreman grillið þarf vart að kynna, en þetta vinsæla grill hefur tekið sér bólfestu í stórum hluta heimila hér á landi. Það sem er hvað merkilegast við grillið er að grillflöturinn hallar og því lekur fitan af matnum og hann verður hollari en ann- ars. Þá má taka fram að öll eldun tekur sérstaklega stuttan tíma og á grillið má setja hvað sem er; kjöt, fisk, kjúkling, grænmeti og hvaðeina annað. Það þarf því engan að undra að grillið hefur selst í yfir 70 milljónum eintaka um heim allan og virðist ekk- ert lát vera á vinsældunum. George Foreman grillið kostar um 7-8.000 krónur í verslun. Lífrœn og bragðgóð ólífu- olía frá La Selva Kaldhreinsaða ólífuolían frá La Selva er eitthvað sem öll eldhús verða að eiga. Olían er lífræn, laus við öll aukaefni og gefur hráefninu himneskt bragð auk þess sem æðar neytandans verða hamingjusamar. LaSelva búgarðurinn, sem spannar yfir 850 ekrur, er staðsettur í Toscana héraði Italíu, en það er rómað fyrir fegurð sína og gróðursæld. Síðan 1980 hefur LaSelva ræktað og unnið lífræna vöru samkvæmt ströngustu stöðlum Evrópu um lífræna ræktun og útkoman er m.a. þessi sérstaka olía. Þeir sem vilja hollt og gott hráefni í mataræðið ættu svo sannarlega að eignast La Selva olíuna, sem er með þeim betri sem fæst á markaðnum.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.