blaðið - 19.04.2006, Síða 14

blaðið - 19.04.2006, Síða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. STAÐREYNDIR UM IRAK eira en 60.000 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín. I mars- mánuði voru meira en 1.300 menn drepnir í átökum trúarhópa - og hér ræðir um opinberar tölur, fjöldinn kann að vera mun meiri. Á hverjum degi finnast tugir líka á víðavangi og þá eru ótaldir þeir sem týna lífi í sjálfsmorðsárásum. Þrátt fyrir að þessar staðreyndir liggi fyrir deila menn nú um hvort borg- arastríð ríki í Irak. Ástandið í landinu fellur að öllu leyti undir viðteknar skilgreiningar í þessu efni. Hitt er rétt að enginn hefur formlega lýst yfir borgarastríði í Irak. Heldur einhver því fram að sá sé vaninn? Að minnsta kosti 65.000 írakar hafa flúið heimili sín af ótta við að verða næstu fórnarlömb í átökum trúarhópa í landinu. Þetta eru opinberar tölur, þær koma frá írösku ráðuneyti. Fjöldi flóttafólks hefur tvöfaldast á síðustu tveimur vikum eða svo. Flestir þeir sem flýja búa í höfuðborginni, Baghdad, eða í nágrenni hennar. Margir hafa fengið beinar og óbeinar hótanir um að þeir séu næstir á dauðalistanum. Vissulega kann að vera að dauðasveitir og hryðjuverkahópar, jafnvel erlendir, standi öðrum fremur fyrir þessum hryllingi og að það feli i sér óhóflega einföldun að lýsa borgarastríðinu í Irak sem átökum trúarhópa. En hverju breytir það fyrir óbreytta borgara í landinu nákvæmlega hverjir standa fyrir ógnununum, aftökunum og hryllingnum? Rauði hálfmáninn rekur nú hjálparstarf vegna um 2.000 fjölskyldna í Baghdad. Þar kann því að ræða um tíu til tólf þúsund manns. Fólkið fær mat og húsaskjól; þarna hefur myndast vísir að flóttamannabúðum í höf- uðborg landsins. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna í Jórdaníu reyna nú að fá aukið fjármagn vegna þess að búist er við að fjöldi flóttamanna eigi eftir að aukast stórlega. Stjórnmálamenn í írak og fulltrúar Bandaríkjastjórnar eiga augljósra hagsmuna að gæta í þessu efni. Það hentar þeim engan veginn að viður- kenna staðreyndir. Er ekki með öllu tilgangslaust að deila um hvort borg- arastríð ríki í landi þar sem ástandið er eins og lýst hefur verið stuttlega hér að ofan? Hryllingurinn sem almenningur í Irak upplifir nú er á ábyrgð Banda- ríkjastjórnar. Innrásin í írak var stórbrotið og sögulegt klúður frá upphafi. Bandaríkjamenn geta ekki flúið af hólmi nú; gerist það mun blossa upp allsherjar stríð í landinu með tilheyrandi þjóðernishreinsunum áður en það liðast í sundur. Bandaríkjamenn eru því dæmdir til að glíma við stjórn- leysið. Tilefni til bjartsýni í því efni er vandfundið. Leitin að „útgöngu með sæmd“ er hafin. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur. Heimilisvænir og gómsætir FULLELDAÐIR s ogtilbúnir matfiskur APONNUNA ^ __ ' EÐAÍOFNINN! - Lostæti með lítilli fyrirhöfn 14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 blaöiö Hhuék igJfK-m- 6BRÍ5T Ef ViR HíkkuM LBUViiV HJfl YKKUZ LflSlfiUNÍlKomuM- Rfl FEYÞflST H^LfluNflCtJRR EiWS 06 É6 06 EiNflR (WUR T(L K»Vlfl FMN EÍM SiNNÍ ÖKRÍRflNPÍ UPP EFTíR íflK'NU A YKKUR. Er þetta boðlegt, ráðherrar góðir? Það þarf ekki Sherlock Holmes til að skilja að um árabil hafa allar vís- bendingar hnigið að því að Banda- ríkjamenn færu með viðbúnað sinn af Keflavíkurflugvelli. Bæði forsæt- isráðherrann og dómsmálaráðherr- ann sáu að hverju stefndi. I þessu ljósi er fyrirhyggjuleysi ríkisstjórn- arinnar varðandi öryggismál á haf- inu óviðunandi. Fyrirhyggjuleysi ríkisstjórnarinnar íslendingar hafa byggt björgunar- starf umhverfis Island á nánu sam- starfi við herinn á Keflavíkurflug- velli. Það hefur bjargað hundruðum mannslífa. En þegar Bandaríkja- menn tilkynntu brottför sína kom í ljós að ríkisstjórnin hafði ekki einu sinni vísi að öryggisáætlun. Minn stjórnmálaflokkur, Sam- fylkingin, hafði þó ítrekað brýnt nauðsyn þess að undirbúa að íslend- ingar tækju björgunarstörfin yfir. Á elleftu stundu er ríkisstjórnin nú að reyna að klóra saman í búnað, sem óhjákvæmilegt er að hafa til reiðu, þegar vetur fer í hönd. Björn Bjarna- son bjargar því sem bjargað verður með því að leigja þyrlur og dóms- málaráðuneytið segir sjálft í fréttatil- kynningu að sé „bráðabirgðalausn'. Er þetta boðlegt af ríkisstjórn ey- þjóðar, sem byggir afkomu sína að stórum hluta á sjósókn? Gæslan snupruð Ríkisstjórnin getur ekki skákað í því skjólinu að hún hafi ekki haft vitn- eskju um hvað þyrfti til að tryggja öryggi á hafinu. Áætlun um hvaða búnað þyrfti til að við tækjum örygg- ismálin yfir hefur um árabil verið til hjá Gæslunni - sem gerði hana að eigin frumkvæði strax í tíð fyrrver- andi forstjóra. Forráðamenn Gæsl- unnar hafa því tekið hlutverk sitt af meiri ábyrgð en ríkisstjórnin í þessu efni. a Össur Skarphéðinsson Georg Lárusson, forstjóri Gæsl- unnar, sinnti þeirri sjálfsögðu skyldu stofnunarinnar að greina frá því í nóvember sl. hvaða tækjabúnað Gæslan þyrfti til að taka öryggis- málin yfir - ef herinn færi. Sá veru- leiki blasti þá við öllum. Hann fékk að launum opinberar snuprur frá ut- anríkisráðherra fyrir frumkvæðið. Ráðherrann var svo úr tengslum við veruleikann að hann sagði í samtali við RÚV 23. nóvember að hann hefði ekki beðið um úttekt Gæslunnar. Geir H. Haarde tók sérstaklega fram í samtali við RÚV að það væri „al- veg ótímabært að vera með miklar bollaleggingar" af hálfu Gæslunnar. I umræðum á Alþingi bjargaði dóms- málaráðherrann því sem bjargað varð fyrir ríkisstjórnina þegar ríkis- stjórnin var krafin svara um öryggis- málin - og byggði þá að sjálfsögðu á úttekt Gæslunnar! Dómgreindarbrestur Sjálfstæðisflokksins Staðreyndin er sú, að ríkisstjórnin var algerlega óviðbúin í öryggis- málum þegar tilkynnt var um end- anlegt brotthvarf þyrluliðsins. Hún einblíndi á gamlar og vopnlausar þotur sem voru í augum Sjálfstæðis- flokksins eins og heilagt sakramenti. En þoturnar, sem áður voru í augum Sjálfstæðismanna ómissandi, eru nú óþarfar - og nóg að hafa bara ratsjárstöðvar! Allur málflutningur Sjálfstæðisflokksins síðustu árin hrundi á einni nóttu. Dómgreindar- bresturinn gagnvart vísbendingum um brotthvarf hersins var algjör. Viðbrögðin við frumkvæði Gæsl- unnar á síðasta hausti varðandi ör- yggismál á hafinu eru lifandi vitnis- burður um ótrúlegt fyrirhyggjuleysi ríkisstjórnarinnar - þar sem síst skyldi. Er þetta boðlegt, ráðherrar góðir? Höfundur er 1. þingmaður Reykja- víkur norðurfyrir Samfylkinguna. Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is „Um helgina vargreint frá því að í Reykjavik hefði strætisvagn runnið uppá hringtorg, jeppi oltið og fimm biiar rekist á, hér og þar í borginni. Skýringin á öllu þessu vgr talin vera hálka sem komið hefði óboðin á götur borgar- innarþvert ofan i starfsáætlanir gatnamála- stjóra. Næstafréttáeftirþessum varsvosúað borgaryfirvöld krefðustþess að allir tækju nú nagladekkin undan bílum sínum því kominn væri 15. apríl. Nagladekkjaæsingurinn í Reykja- vík erlítið dæmi um ákafann sem grípursumt fólk þegar einkabílar eru annars vegar. Af hverju má fólk nú ekki aka um á nöglum meðan það býst við hálku á götunum? Mun fólk unnvörpum deyja úr svifryki nema allir aki naglalausir siðustu hálkudaganaV' VtFWÖÐVILJINN (WWW.AN0RIKI.IS), 18.IV.2006. Donald Rumsfeld, varnamálaráð- herra Bandarlkjanna, hefur sætt vaxandi gagnrýni undanfarnar vikur, en nú bregður svo við að það eru ekki síður hægrimenn sem telja best að hann viki og annar, óþreyttur fenginn til þess að leiða hern- aðinn í írak til lykta og Ijúka umbreytingum á Bandaríkjaher vegna breyttrar heimsmyndar og stríðsins gegn hryðju- verkum. Björn Bjarnason, kollegi hans á fslandi, víkur að þessu á vef sínum (www. bjorn.is) og telur að íslend- ingar muni ekki gráta það ákaflega þó Rumsfeld verði látinn fjúka. Er þungt hljóð í Birni í hans garð og þó hann reifi aðallega frammistöðu Rumsfeld í (rak má Ijóst vera að hann telur kauða hafa miklu ráðið um fram- komu bandarískra stjórnvalda í garð (slend- inga síðustu vikur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráð- herra, tjáði sig við fjölmiðla eftir rík- isstjórnarfund í gær og kom ekki á óvart þó efnahagsmálin hafi komið 1 við sögu. Minnti ráðherrann m.a. á að eignir heimilanna hefðu aukist, en hvernig ^ er það, býr fólk ekki ennþá í sömu húsum þó pappfrsvirði þeirra hafi auk- ist? Launin hafa á hinn bóginn ekki aukist að sama skapi, en það er dýrara að tryggja húsin, fasteignagjöldin hafa víðast hækkað og um- fram allt skuldar fólk meira vegna húsnæðis en áður. Það virðist ekki brenna á Halldóri fremur en annað.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.