blaðið - 19.04.2006, Page 24

blaðið - 19.04.2006, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 blaöiö 32 l Avísun á bœkur Vika bókarinnar hefst á morgun, miðvikudaginn 19. apríl og stendur til þriðjudagsins 25. apríl. í tilefni þess fær hvert heimili á landinu senda þúsund króna ávísun sem gildir sem innborgun á bækur sem gefnar eru út af íslenskum bókaútgef- endum. Til að ávísunin teljist gild þarf að kaupa bækur fyrir að lágmarki 3000 krónur. „Þessi hugmynd hefur augljós- lega verið vítamínsprauta fyrir ís- lenska bókaútgefendur sem aldrei áður hafa á þessum árstíma sent frá sér jafn margar bækur. Ég held að ég geti fullyrt að aldrei hafi út- gáfan verið jafn metnaðarfull og nú,“ segir Bryndís Loftsdóttir vöru- stjóri íslenskra bóka hjá Pennanum Eymundsson. „Ég giska á að í apr- íllok verði komnar 150-200 bækur sem gefnar hafa verið út á þessu ári. Það er örugglega búin að vera jólastemmning í prentsmiðjunum á undanförnum dögum, unnið nótt við dag til að koma þessu öllu á pappír og í band.“ 99.................... Fyrír nokkrum árum virðist þó einhver snill- ingurinn hafa fengið þá séríslensku hugmynd að lengja þennan alþjóða dag í heila viku. Þá fór að skapast svigrúm til að gera hitt og þetta. Dagur verður að viku Hinn alþjóðlegi Dagur bókarinnar er 23. apríl sem er afmælisdagur William Shakespeare, og reyndar einnig Halldórs Laxness. Hér á landi hefur ekki einungis verið haldið upp á Dag bókarinnar heldur haldin Vika bókarinnar. Bryndís lýsir þróuninni á þennan hátt: „Ég man fyrst eftir því að Auður Jónsdóttir. Hef ur flutt sig til JPV útgáfu. Auður til JPV útgáfu Auður Jónsdóttir rithöfundur hefur ákveðið að flytja sig til JPV útgáfu en bækur hennar hafa áður komið út hjá Máli og menningu. Auður hefur þegar skipað sér á bekk með helstu rithöfundum landsins. Síðasta skáldsaga hennar, Fólkið í kjallaranum, hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2004 og var ennfremur tilnefnd til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Auður Jónsdóttir er fædd 1973 og hefur þegar sent frá sér þrjár skáldsögur, en fyrsta skáldsaga hennar, Stjórn- laus lukka, var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Auður hefur einnig sent frá sér þrjár barnabækur en ein þeirra, Skrýtnastur er maður sjálfur, er bók fyrir börn um Halldór Laxness, afa Auðar. Hún var kosin besta barna- bókin í kosningu íslenskra bók- sala 2002 og hlaut viðurkenningu Upplýsingar - félags bókasafns- og upplýsingafræðinga sem besta fræðibókin handa börnum 2002 og var loks tilnefnd til Islensku bókmenntaverðlaunanna. Auður vinnur að nýrri skáld- sögu um þessar mundir en ekkert hefur verið ákveðið um útgáfutíma hennar. Bryndís Loftsdóttir. Er önnum kafinn þessa dagana við að undirbúa Viku bókarinnar sem hefst á morgun. BlaöiÖ/Frikki Dagur bókarinnar hafi dúkkað upp í bókabúðum fyrir rúmlega tíu árum. Vel má vera að hann hafi verið haldinn í hundrað ár en þetta var í fyrsta skipti sem ég varð vör við hann. Mig minnir nú að þetta hafi verið hálf klaufalegt í fyrstu, aðeins var talað um Dag bókar- innar sem er alþjóðlegur. Hér á Is- landi gekk hann þó oftar en ekki illa upp þar sem þessi dagsetning 23. apríl virðist svo gjarnan lenda á rauðum dögum, um páska eða á sumardeginum fyrsta. Lítið var gert úr deginum í nokkur ár, kalda- stríðsleg plaköt voru send í versl- anir og á bókasöfn deginum áður og tekin jafn harðan niður aftur. Fyrir nokkrum árum virðist þó einhver snillingurinn hafa fengið þá séríslensku hugmynd að lengja þennan alþjóða dag í heila viku. Þá fór að skapast svigrúm til að gera Smásagnasamkeppni Mannlíís Tímaritið Mannlíf í samvinnu við Hið íslenska glæpafélag beinir sjónum sínum að sakamálum í smásagnasamkeppni ársins 2006. I fyrra gaf Mannlíf út fylgirit með sex hrollvekjum sem valdar höfðu verið bestu innsendu sögurnar. Gríð- arleg þátttaka var í keppninni og bár- ust yfir 70 sögur. í ár er komið að flokki sakamála- sagna. Dómnefnd Mannlífs og Hins íslenska glæpafélags mun velja þrjár bestu sögurnar og verða þær verðlaun- aðar ogbirtar við hlið sakamálasagna frá nokkrum af bestu höfundum landsins í þeim geira í fylgiriti Mann- lífs, Nýjar íslenskar sakamálasögur, í júlí næstkomandi. Verðlaun fyrir bestu söguna eru 50 þúsund krónur. Fyrir næstbestu söguna eru veittar 30 þúsund krónur og þá þriðju bestu 20 þúsund. Önnur verðlaun verða kynnt síðar. Hámarkslengd innsendra sagna er 2500 orð og rennur skilafrestur út 20. maí næstkomandi. Sögurnar skal senda á netfangið mannlif@frodi.is. hitt og þetta. I verslunum fór að bera á sérstökum tilboðum í Viku bókarinnar og íslenska vorbókaút- gáfan fæddist með trukki. Einnig voru gefnar út nýjar íslenskar bækur í nokkur ár sem viðskipta- vinir bókaverslana fengu gefins þegar þeir keyptu sér bækur. Svo var boðið upp á alls kyns uppá- komur og viðburði í bókabúðum, á bókasöfnum og hingað og þangað um landið. Reynt var að þema- tengja vikuna með misgóðum ár- angri, einna best var salan þegar hún var tengd við spennusögur og barnabækur en minnst var hún nú þegar hún var helguð ljóðlistinni." Gróska í kiljuútgáfu Mikil gróska er í bókaútgáfu hér á landi og bókaunnendur hafa ekki komist hjá þvi að verða varir við hversu kiljuútgáfa hefur aukist. „íslenskar bækur eru bókstaflega að sprengja allar hillur í búðunum hjá okkur, meira er um frumút- gáfur í kilju en nokkru sinni fyrr auk þess sem skemmri tími líður nú frá útgáfu metsölubóka í hörðu bandi þangað til ódýrari kiljuút- gáfa er komin í verslanir,“ segir Bryndís. Avísunin, sem er nú komin eða á leið á heimili landsmanna, gildir til 3. maí. „Ég hvet alla til að nýta sér ávísunina góðu, líta við í næstu bókabúð og kynna sér úrvalið," segir Bryndís og bætir við: „Við skulum líka muna eftir börnunum, gefa þeim tíma af lífi okkar til að lesa með þeim og spjalla við þau um alla þá leyndardóma sem í bók- unum býr.“ Nýtt smá- sagnasafn JPV útgáfa hefur sent frá sér nýja bók eftir Pál Kristin Pálsson sem heitir Það sem þú vilt. Það sem þú vilt hefur að geyma sex smásögur. Þær eru í senn fjöl- breyttar og samstæðar hvað varðar stíl og efni, en í þeim öllum er spurt áleitinna spurninga um bröltið á okkur mannfólkinu - og eins og vera ber er lesandanum látið eftir að svara fyrir sig. Páll Kristinn Pálsson fæddist í Reykjavík árið 1956. Það sem þú vilt er níunda bók hans. Páll Kristinn hefur einnig skrifað fjölda greina og viðtala fyrir blöð og tima- rit, unnið að þáttagerð fyrir sjónvarp og útvarp og skrifað handrit að kvik- myndum og sjónvarpsmyndum. SU DOKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu 4 7 6 5 1 8 9 2 3 8 2 3 9 6 4 1 7 5 5 9 1 2 3 7 4 6 8 7 5 4 6 8 3 2 9 1 9 6 8 t 4 2 5 3 7 3 1 2 7 5 9 8 4 6 6 8 7 4 2 5 3 1 9 1 4 5 3 9 6 7 8 2 2 3 9 8 7 1 6 5 4 Su Doku þrautin snýst um að raöa tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 9 3 1 4 8 9 5 7 6 8 6 2 7 5 3 1 8 8 1 3 6 1 6 8 4 9 7 1 2 9 5 2 4 SHOP-1S @6610015

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.