blaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 19.04.2006, Blaðsíða 28
36 I DftGSKRÁ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 blaöið HVAÐSEGJA STJÖRNURNAR? OHrútur (21.mars-19. apríl) I dag er góður dagur til að hrinda ýmsum hug- myndum í framkvæmd. Þú finnur eitthvað vaxa innra með þér og það veitir þér hlýju í amstri dags- ins. Það verður að hlúa að líkama og sál. ©Naut (20. april-20. mai) Ástvinur þinn er að hugsa til þín og er glaöur yfir því að hafa fundið þig. Stundum leynist ást þar sem hana er síst að finna. Farðu vel með sjálfa þig og sumarið byrjar vel. ©Tvíburar (21.maf-21.jdnf) Það eru sviptivindar framundan þannig að það borgar sig að búast viö átökum. Ef þú vilt eiga möguleika á að þrauka óveðrið verður þú að forð- ast kastijósið. ©Krabbi (22.jdni-22.jdl0 Þú ert sérlega yndislegur (dag. Þokki þinn hefur tekið stórstígum framförum. Það eru ófáir hausar sem snúa sér á götunni þegar þú gengur framhjá. Láttu ekki athyglina stíga þér til höfuðs. ®Ljó„ (23. jdlí- 22. ágdst) Einhver reynir að nálgast þig i dag. Ekki loka þig af heldur fagnaðu þeim áhuga sem þér er sýndur. Það tekur tíma að kynnast einhverjum meira en rétt á yfirborðinu. Sönn vínátta getur ekki verið einungis á yfirborðinu. Meyja J (23.ágúst-22.september) I dag færðu hvatningu úr óvæntri átt Þess vegna veistu ekki alveg hvernig þú átt að taka þeirri hvatn- ingu. Nýttu hvatninguna þér til framdráttar í stað niöurrifs. Vog (23. september-23.oktdber) Þú veist ekki alveg hverjum þú getur treyst þessa dagana. I slíkum tilfellum er best að reiða sig á gömlu vinina. Ástvinir geta verið of tengdir til að ræða málin á skynsamlegum nótum. Sporðdreki (24. oktdber-21. nóvember) Það er ekkert sem þú getur gert í málunum þannig að slepptu því bara. Láttu berast aðeins með vind- inum og reyndu að sætta þig við það sem þú færð ekki breytt. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Þú ert ótrúlega fær þegar kemur að mannlegum samskiptum en þú verður að passa þig á þvi að mis- nota ekki vald þitt Fátt spillir meira en vald og því skal beita því af yfirvegun og sanngirni. ©Steingeit (22. desember-19. jandar) Mestu máli skiptir að hætta ekki í miðju kafi. Ást- vinir þínir þurfa á því aö halda að þú fylgir þvi eftir sem þú byrjaðir á. Reyndu frekar að hægja á þér ef þérfinnst hraðinn of mikíll. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Þú verður að taka stóra ákvörðun i dag. Þú hefur gert það áður þannig að það er engin ástæða til að fara á límingunum. ©Fiskar (19. febrdar-20. mars) Það væri óskandi að þessi dagur yrði fljótari að líða. Allir eru a móti þér og þú hefur sifelldar áhyggjur. Þetta er bara lágt sjálfsmat og þú verður að taka þigáefekkiáilla aðfara. PP*PfPPf i 1 í ■É Épti IHÍ * WSmmBSm WmaUm wmsmm HANDHAFAR „FJÓRÐA VALDSINS" Andrés Magnússon Friðrik Þór Guðmundsson er gamalreyndur refur í blaðamennsku og einn hinna fáu í stéttinni, sem sérstaklega hefur sinnt rannsóknarblaðamennsku. Þessa dagana fæst hann við lokaverkefni í meist- aranámi í blaðamennsku við Háskóla íslands og í tengslum við það sendi hann út spurningalista til hóps kollega. Eg var meðal svarenda og hafði gam- an af, enda margar spurninganna áleitnar og vel þess virði fyrir blaðamenn að velta fyrir sér. Ein spurninganna fjallaði um það hvort æskilegt væri að blaðamenn litu á sig sem „fjórða valdið" í samfélaginu öðrum valdhöfum til aðhalds. Ég svaraði Friðriki Þór eitthvað á þá lund að þó ég teldi æskilegt og í eðli fjölmiðla að vera öðrum að- hald teldi ég það óæskilegt að blaðamenn litu á sig sem sérstaka handhafa slíks valds, enda hefði eng- inn kosið þá eða skipað til þess. Að því leyti væru fjölmiðlungar sem hver annar borgari, munurinn er sá að þeir hafa óvenju háværar raddir og reyna eftir fremsta megni að brjóta viðfangsefni dagsins til mergjar, spyrja þeirra spurninga er máli skipta og greina frá þeim af sanngirni svo allir skilji. Hjal um „fjórða valdið“ væri því líklegast til þess að valda innistæðulausu drambi hjá stéttinni og við vitum öll hvað kemur næst. En með störfum sínum eru blaðamenn samt óhjá- kvæmilega að sinna gæsluhlutverki í þjóðfélaginu. Vandinn væri að venju hver ætti að hafa gát á gæslu- mönnunum. I fyrri tíð var það aðhald tvenns konar: frá lesendum og frá öðrum miðlum. Eftir að fríblöð- in komu til sögunnar er aðhald lesenda hins vegar mun minna en áður eða hvernig eiga menn að segja upp blöðum á borð við Fréttablaðið og Blaðið? Und- ir venjulegum kringumstæðum kæmi aðhald aug- lýsenda í staðinn, en því er varla að heilsa ef helstu auglýsendur eru sama viðskiptaveldið og á annan hvern fjölmiðil. Sem aftur leiðir að því að aðhald frá öðrum fjölmiðlum er minna vegna samþjöpp- unar eignarhalds. Er til lausn á þessu? Ekki augljós og fljótt á litið virðist algerlega sneitt hjá þessum vanda í drögum að nýju fjölmiðlafrumvarpi. LAUGARDAGUR SJÓNVARPIÐ 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Disneystundin 18.01 Stjáni (43:52) 18.23 Sígildar teiknimyndir (29:42) 18.30 Sögur úr Andabæ (53:65) 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljós 20.30 Tískuþrautir (8:12) Kynnir í þátt- unum er fyrirsætan Heidi Klum og meðal dómara er hönnuðurinn Mi- chael Kors. 21.15 Svona er lífið (8:13) Meðal leik- enda eru Sean Faris, Jon Foster, Chris Lowell, Missy Peregrym og Kelly Osbourn e. 22.00 Tíufréttir 22.20 íþróttakvöld 22.35 Formúlukvöld Hitað upp fyrir kappaksturinn í San Marínó um helgina. 23.00 John Adams (John Adams: Americ- an Classic) 23.55 í Drungadal (Sleepy Hollow) 01.35 Kastljós 02.25 Dagskrárlok SIRKUS 18.30 Fréttir NFS 19.00 ísland í dag 19.25 Þrándur bloggar Fyrsta videobloggstjarna (slands 19.30 My Name is Earl e. 20.00 Friends (13:24) 20.30 SirkusRVK 20.55 Þrándur bloggar 21.00 My Name is Earl 21.30 Invasion (15:22) 22.15 Bikinimódel íslands 2006 22.45 "bak við böndin" 23.15 Þrándurbloggar 23.20 Friends (13:24) e. 23.45 Sirkus RVKe. 5TÖÐ2 06.58 fsland í bítið 09.00 Bold and the Beautiful 09.20 Ífínuformi20os 09.35 Oprah Winfrey 10.20 My Sweet Fat Valentina 11.10 Strong Medicine (3:22) 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Neighbours 12.50 (fínuformi2005 13.05 Home Improvement (11:25) 13.30 George Lopez (8:24) 13.55 Whose Line Is it Anyway? 14.20 Amazing Race (4:14) 15.15 20/20 - First Deadly Sin (20/20 Bandarískur fréttaskýringaþáttur um fyrstu dauðasyndina; hégóma. Svo virðist sem útlitið skipti okkur á meira máli og má merkja það æ vaxandi fegurðardýrkun og að lýtaaðgerðir eru nú algengari og öfgakenndari en þær hafa nokkru sinni áður verið. f fréttaskýringa- þættinum verður könnuð betur þessi fegurðardýrkun mannsins og þeirri spurningu velt upp hvort við séum endanlega búin að gefa okkur hégómanumávald. 2005. 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.20 Bold and the Beautiful 17.40 Neighbours 18.05 TheSimpsons (11:23) 18.30 Fréttir, íþróttir og veður 19.00 ísland í dag 19.40 Strákarnir 20.05 Veggfóður (12:18) 20.50 Oprah (52:145) 21.35 Medium (5:22) (Miðillinn) 22.20 Strong Medicine (4:22) 23.05 Stelpurnar (12:24) 23.30 Abandon (Hvarfið) 01.05 The Reunion (Bekkjarmótið) 02.45 Stepfather, The (1:2) (Stjúpinn) 03.55 Stepfather, The (2:2) (Stjúpinn) 05.05 The Simpsons (11:23) 05.30 Fréttir og ísland f dag 06.35 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 5KJÁR 1 07.00 6 til sjö e. 08.00 Dr.Phile. 08.45 Heilogsæl e. 16.05 Innlit / útlit e. 17.05 Dr. Phil 18.00 6 til sjö 19.00 Cheers 19.25 Fasteignasjónvarpið 19.35 The Drew Carey Show e. 20.00 Homes withStyle 20.30 Fyrstu skrefin Umsjónarmaður þáttarins er Guðrún Gunnarsdóttir söngkona. 21.00 Queer Eye for the Straight Guy 22.00 Law&Order:SVU 22.50 Sex and the City - 6. þáttaröð 23.20 JayLeno 00.05 Closeto Home e. 00.50 Cheers e. 01.20 Fasteignasjónvarpið e. 01.30 Óstöðvandi tónlist 5ÝN 07.00 Meistaradeildin með Guðna Bergs 07.20 Meistaradeiidin með Guðna Bergs 07.40 Meistaradeildin með Guðna Bergs 08.00 Meistaradeildin með Guðna Bergs 18.00 Meistaradeiidin með Guðna Bergs 18.30 Meistaradeild Evrópu (Villarreal - Arsenal) Bein útsending frá leik Villarreal og Arsenal í undanúrslitum í Meistara- deild Evrópu. 20.35 Meistaradeildin með Guðna Bergs 20.55 Sænsku nördarnir 21.45 Meistaradeild Evrópu 23.25 Meistaradeildin með Guðna Bergs 23.45 US Masters EN5KIBOLTINN 14.00 Wigan-AstonVillafrá 16.00 Charlton - Porstmouth frá 17.04 18.35 Birmingham - Biackburn b. 20.45 Everton - Tottenham frá 15.04 22.45 Arsenal-WBAfrá 15.04 00.45 Dagskrárlok STÖÐ2-BÍÓ 06.00 Eurotrip 08.00 Beethoven's sth 10.00 The Curse of the Pink Panther (Bölvun Bleika pardusins) 12.00 Duplex (Grannaslagur) 14.00 Beethoven's sth 16.00 The Curse of the Pink Panther (Bölvun Bleika pardusins) Frábær gamanmynd. Hinn snjalli Clouseau er týndur og allt er lagt í sölurnar til að finna kappann. Rannsóknarlögregluforinginn Clif- ton Seigh erfenginn til verksins en hér er ekki allt sem sýnist. Dreyfus, fjandvinurClouseaus, á hlut að máli en hefur auðvitað ekki heppnina með sér frekar en fyrri daginn. Að- alhlutverk: Ted Wass, David Niven, Robert Wagner, Herbert Lom. Leik- stjóri: Blake Edwards. 1983. Leyfð öllum aldurshópum. 18.00 Duplex (Grannaslagur) Aðalhlutverk: Drew Barrymore, Ben Stiller, Eileen Essel. Leikstjóri, Danny Devito. 2003. Leyfð öllum aldurshópum. 20.00 Eurotrip 22.00 30, Still Single: Contemplating Suicide (Þrjátíu, enn á lausu: I sjálfsmorðshugleiðingum) Aðalhlut- verk: Christopher may, Terry Gatens, Jill Zimmerman. Leikstjóri, Gregory J. Lanesey. 1998. Bönnuð börnum. 00.00 Fourplay (Ástin er óútreiknanleg) 02.00 Cheech and Chong's Next Movie Aðalhlutverk: Cheech Marin, Tommy Chong. Leikstjóri, Tommy Chong. 1980. Stranglega bönnuð börnum. 04.00 30, Still Single: Contemplating Suicide RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 77,5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9 Mótmœla fyrningu Elektrónískar dansöreindir Fjölmargir breskir lagahöfundar hafa tekið höndum saman um að mótmæla lögum um fyrningu höf- undarréttar. Það mun að sjálfsögðu verða til þess að höfundar hætta að fá stefgjöld og önnur gjöld tengd notkun á hugsmíðum þeirra. Höfundarréttur á tónsmíðum hef- ur verið í gildi í Evrópu síðustu 50 árin eða svo en nú óttast margir að þeir fái ekki að njóta ávaxta erfiðis síns í ellinni. Samtök lagahöfunda hafa einnig bent á að höfundarrétt- ur falli þá oft í skaut fyrirtækja sem hafa ekki endilega áhuga á að fjár- festa í tónlistarmarkaðnum. Tónlistarmenn á borð við -Cliff Richard, Bono og Bruce Welsh úr hljómsveitinni Shadows hafa mót- mælt þessu harðlega og hafa bent á að þetta komi sérstaklega illa við þá sem slógu í gegn snemma á sín- Cliff Richard hefur mótmælt harðlega fyrningu höfundarréttar um ferli en drógu sig fljótlega út úr kastljósinu. Á móti má þó benda að þeir sömu einstaklingar hafa vænt- anlega lifað vel af þessum tekjum í áratugi án þess að hafa þurft að gera mikið annað. Laugardaginn 22. apríl mun Techno. is halda raftónleika á Grand rokk. Fram koma Worm is Green, Tonik, Ruxpin og Kaido Kirikmáe. Raftónlistarmaðurinn Ruxpin (Jónas Þór Guðmundsson) hefur spilað víða erlendis og gefið út fjór- ar breiðskífur og fjölda smáskífa og sú fimmta er rétt óútkomin. Hann hefur verið iðinn við danstónlist í gegnum tíðina og vermt efstu sæti á vinsældarlistum hjá mönnum á borð við Dave Clarke, Lee Burridge og Darren Emmerson hjá Underw- orld. Ruxpin skilur einnig eftir sig fjöldann allan af endurhljóðblönd- unum sveita eins og Sanasol, Gus Gus, AMPOP og Worm is green. Kaido Kirikmáe er einn umfangs- mesti raftónlistarmaður Eistlands. Hann hefur haldið rafsenunni uppi þar í landi og rekur eigið útgáfufyr- irtæki Kuurortrecords. Kirikmae er að spila á Islandi í annað sinn og mun spila „live organic elektró- níska tóna“ en hann spilar einnig með Roni Size á Nasa 19. apríl. Worm is green inniheldur Árna Teit Ásgeirsson, Vilberg Rafstein Jónsson, Bjarna Þór Hannesson, Þor- stein Hannesson og Guðríði Ring- sted. Þau hafa gefð út tvær breiðskíf- ur er nefnast Automagic og þá nýju Pushplay. Tonik er raftónlistarapparat sem hefur margbreytilegan fjölda flytj- enda. Forsprakki Toniks er Anton Kaido Kirikmae á tónleikum Kaldal Ágústsson sem hefur gert raftónlist í meira en 10 ár. Tónleikarnir byrja stundvíslega klukkan 23.00 og kostar 500 krónur inn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.