blaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 16
16 I MATUR
MÁNUDAGUR 24. APRÍL 2006 blaðió
Viðbúin, tilbúin - plokk-
fiskur og steinbítssteik!
Úlfar á Þremur Frökkum býður þremur reyklausum hetjum í mat.
Þeir eru ótal margir kostirnir
sem fylgja því að hætta þeim leiða
ósið að reykja.
Einn af þessum kostum er sá að
bragðlaukarnir taka kipp og vakna
til lífsins sem aldrei fyrr. Stundum
hefur það reyndar þær afleiðingar
að fólk borðar full mikið og fitnar
því fyrir vikið, en oftast fæst bara
miklu meiri gleði út úr hverjum
munnbita.
Til að kanna hvort bragðlauk-
arnir hefðu ekki tekið við sér eftir
að drepið var í bauð einn fremsti
matreiðslumaður landsins, Úlfar
Eysteinsson á Þremur Frökkum,
þremur félögum úr átaksverkefninu
Viðbúin, tilbúin, stopp að koma og
láta reyna á bragðlaukana i hádeg-
inu. I boði hafði hann hráan hval-
sashimi úr langreið ásamt hráum
laxi, síðan var borið fram grænmeti-
skjötseyði með nýbökuðu brauði og
aðalrétturinn var plokkfiskur með
rúgbrauði og steinbítspiparsteik
með piparsósu. Sverrir Einarsson,
starfsmaður hjá Póstinum, Svava Eg-
ilsson myndlistarkona og Páll Ólafs-
son starfsmaður á auglýsingastofu
hafa nú öll verið reyklaus í mánuð
og þau tóku hraustlega til matar síns
á meðan þau ræddu breytingarnar
sem orðið hafa á lífi þeirra eftir að
þau hættu að reykja.
margret@bladid.net
HVAÐ ER NÚ ÞETTA? Sverrir hafði aldrei borðað með prjónum áður og tók því til við að
snæða hið íslensk/japanska sashimi með hníf og gaffli.
Sverrir:„Ég er ekki orðin„fanatískur" ennþá og læt það ekki pirra mig þó aðfólk sé að reykja
I kringum mig, en þegar það kemur alveg upp að mér með sígarettuna og byrjar nánast að
blása ofan í hálsmálið þá getur það farið (mig. Svo er ég orðinn mjög lyktnæmur allt í einu
- gekk framhjá stubbahúsi um daginn og fann lyktina gusast upp í vitin og ég verð að segja að
mér fannst hún ekki góð. Kostirnir við að vera hættur að reykja eru svo margir að það er varla
hægt að telja þá alla upp. Eitt kemur mér þó strax til hugar er tímasparnaður og tillitssemi.
Ég legg ég það til dæmis í vana minn að keyra reglulega út á land og stundum tek ég dóttur
mína, sem er fimmtán ára með mér. Hún sagði það reyndar ekki við mig með berum orðum en
ég fann að henni fannst miklu þægilegra að pabbi væri ekki lengur reykjandi út um gluggann.
Svo þarf maður ekki að stoppa jafn oft og áður. Sígarettur taka frá manni tíma af því að maður
var alltaf að stopþa til að fá sér kaffi og sígarettu."
Svava: „Ég var alltaf vön að fá mér sigarettu
þegar ég virti fyrir mér verkin sem ég var
að vinna í. Þá steig ég svona nokkur skref
til baka og horfði á málverkið á meðan ég
beið eftir því að málningin þornaði. Núna
þegar ég er hætt að reykja þá veit ég ekki
alveg hvað ég á að gera við þessar aðstæður,
en þetta lagast eflaust fljótlega. Ég setti
mér reyndar líka það markmið að missa tíu
kíló um leið og ég hætti að reykja af því
mig langar ekki til að falla í þessa gryfju að
þyngjast eins og svo margir gera. Frekar
vil ég fara hina leiðina og tók því sykur og
hveiti úr mataræðinu. Þetta gekk Ijómandi
vel í byrjun en svo fór ég að baka og þá fór
maður aðeins að smakka á bakstrinum, en
það smakk stóð ekki lengi.
Páll:„Ég vinn á vinnustað þar sem getur
verið rosalegt stress og mikil læti.Til að
kúpla mig út úr þessu þá var ég alltaf að
fara fram til að fá mér að reykja og„hugsa
málin". Svo drakk ég alltaf kaffi á meðan ég
hugsaði. Kannski tólf til þrettán bolla á dag
með tveimur skeiðum af sykri út í. Það er
ekki flókið reikningsdæmi að finna út hversu
mikill sykur fór ofan f mig á dag, svo ekki sé
minnst á kaffið. í dag er ég aiveg hættur að
fara út til að„hugsa“ hvernig ég á að vinna
vinnuna heldur geri ég bara hlutina strax.
Svo drekk ég um það bil tvo til þrjá bolla af
góðu kaffi á dag, í staðinn fyrirtólf til þrettán.
Það sér það hver maður að þetta getur ekki
haft annað en góð áhrif á heilsuna."
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Flokkur Innlausnartímabil Lokagjaldagi Árgreiðslumiði nafnverð Innlausnarverð*
1995 1.fl. B 10 ár 2.5.2006 kr. 50.000 kr. 73.291
1995 l.fl. B 10 ár 2.5.2006 kr. 100.000 kr. 146.582
1995 l.fl. B 10 ár 2.5.2006 kr. 1.000.000 kr. 1.465.824
* Innlausnarverð er höfuðstóll og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram hjá Lánasýslu ríkisins, Borgartúni 21, 2. hæð,
hjá Seðlabanka fslands, Kalkofnsvegi 1 Reykjavík, og bönkum og sparisjóðum um land allt.
Reykjavík, 22. apríl 2006
ISLENSK/JAPANSKA Sashimi úr langreið er eðalmatur.
ILMURINN ÚR ELDHÚSINU Á meðan reykleysingjarnir dreyptu á grænmetiskjötseyði kraum-
aði plokkarinn í pottinum og steinbíturinn á pönnunni.
SVONA GERUM VIÐ Hinn alvani veitinga-
maður stöðvaöi Sverri af í miðju fjöri og
kenndi honum hvernig á að bera sig að
þegar borðað er með prjónum. Eftir að hann
náði tökum á þessari japönsku menning-
ararfleifð rann hvalkjötið Ijúflega niður og
bragðlaukarnir brostu sínu breiðasta.
Varöan
veitir þér frítt
greiðslumat
Kynntu þér hvað við getum gert meira fyrir þig á landsbanki.is.
Landsbankinn
Njóttu þess aö vera í Vöröunni