blaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 28
36 IDAGSKRÁ MÁNUDAGUR 24. APRÍL 2006 blaöiö HVAÐSEGJA stjörTiurnar? o Hrútur (21.mars-19. apríl) Það væri ágætt að hemja egóíð í dag og hafa í huga hvemig öðrum líður. Sá sem hefurekki áhuga á öðr- um er lítt áhugaverður sjálfur. ©Naut (20. april-20. maí) Þú ert sérlega yndisleg/ur I dag. Ástvinír sem og aðrir munu heillast upp úr skónum af léttstígum karakter þinum. Rómantikin liggur f loftinu þegar svo ber undir. ©Tvíburar (21. mai-21. jiinQ Þú getur ekki haft áhrif á aðstæður nema að taka þér tíma til þess að meta um hvað málið snýst. Þessu óðagoti verður að linna áður en allir fá nóg af þér. Eyddu smá tfma með fjölskyldunni til að slappa af. ®Krabbi (22. júní-22. júlf) Þú verður að koma þinum skoðunum á framfæri. Sjálfstraustið er i molum og það kann ekki góðri lukku að stýra. Kafðu það hugfast að flestir hafa meira álit á þér en þú og það ekki að ástæðulausu. ®Ljón (23. júlf- 22. ágúst) Vertu sanngjarn bæði í vinnunni og heima fyrir. Þaö mun qreiða fyrir öllum samskiptum og bæta skap þitt. Astvinir þínir munu þá sjá nýja hlið á þér. Meyja (23. ágúst-22. september) Nú er frábær timi til að kafa djúpt ofan I samband þitt við ástvin. Reyndu að muna af hverju þlð vor- uð svona góðir vinir og vinna út frá þvi. Stundum gleymistíllkt í erll dagsins. Vog (23. september-23.október) Kanntu að meta þá ást sem er allt i kringum þig? Farðu út i náttúruna og reyndu að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Leggðu einnig rækt við þína nánustu. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Þú færð svarið við því í dag hvað það er sem hefur verið að halda aftur af þér. Sennilega veistu svarið fyrirfram en vilt ekki viðurkenna það. Það getur ver- ið sársaukafullt að líta i eigin barm. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Þú ert orðin/n þreytt/ur á þessari sífelldu vinnu. Þetta er ekki það sem þú áttir von á þó að þú haf- ir verið varaður/vöruð við. Reyndu að skipuleggja þig betur og þá mögulega getur þú haldið áætlun. Steingeit (22. desember-19. janúar) Þú ert í óvissu i dag og framtíð þin er í enn meiri óvissu. Þú verður að koma þínum málum á hreint ef ekki á illa að fara. Að hugsa um fortiðina er ágæt leið til að fá nýtt sjónarhorn á hlutina. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Reyndu að vinna eins þíns liðs í smá tíma. Það get- ur tekið ótrúlega á að vinna með öðrum og það er gott að geta unnið á sinum hraða. Það þýðir ekki að þú eigir ekki að stóla á aðra í lifinu. OFiskar (19. febrúar-20. mars) Þú ert með stórt verkefni í burðarliðnum og sem betur fer hafa stjörnurnar ákveðið að halda þér við efnið. Þetta verkefni mun sennilega fleyta þér í þá stöðu sem þig hefur lengi dreymt um. ÍSLAND - HELVÍTI Á JÖRÐU Andrés Magnússon Þessa dagana standa menn frammi fyrir hugsanlegu harðæri vegna vanþekkingar útlendinga á íslandi. Nú er ekki loku fyrir það skotið, að einhver innistæða sé fyrir þeirri neikvæðu mynd, sem dregin hefur verið upp erlendis af íslensku efnahagslífi og bankakerfinu hér, en hún er ekki máluð á vegginn af mikilli eða djúpri þekkingu á íslenskum aðstæðum. En hvað með landkynninguna? Er hún einskis nýt? Eða verri en engin? Tímaritið Iceland Review hefur undanfarna fjóra áratugi boðað íslenska fagnaðarer- indið og þegar upplýsingaöld gekk í garð hóf það frétta- útgáfu á Vefnum og er í raun eina íslenska fréttastof- an, sem flytur fréttir frá íslandi á ensku að staðaldri. Þetta geta menn svo betur reynt með því að slá upp íslandi á fréttavef Google, þvi þar er lceland Review eini islenski miðillinn, sem að kveður. En er nema von þó útlendingar séu fullir efasemda um ísland? Þegar ég skoðaði fréttayfirlit Iceland Review um helgina var eiginlega ekki hægt að draga aðrar ályktanir en að ísland sé Helvíti á Jörðu. Fyrst kom frétt um enn eina svörtu skýrsluna frá Danske Bank, síðan önnur um „hryllilegt" stefnuleysi stjórnvalda í málefnum landnema, þá frétt um að þriðjungur íslendinga vilji kjósa þjóðernisflokk, loks ein jákvæð um sumardaginn fyrsta, svo fregn um að krónan og kauphöllin hefðu haldið áfram að hrapa niður í hyldýpið, enn frétt um níu sjóræningjaskip á Reykjanesskaga (svo!), eftir henni fregn um að pen- ingaþvottur væri vaxandi vandi á Islandi og að lokum frétt um meiriháttar fíkniefnafund í Reykjavík! Ég þorði ekki að lesa lengra. Nú skal ég ekki draga í efa að flest af þessu eru fréttir. En ef þetta er hið eina fréttnæma frá íslandi og framsetningin með þessum hætti er ekki nema von þó útlendingum lítist ekki á blikuna. Það er verið að lýsa einhverjum allt öðrum raunveruleika en við okk- ur blasir og hvað er það? Að því leyti er ljóslega við fleiri að sakast en djöfulinn danskan. SJONVARPSDAGSKRA SJÓNVARPIÐ 15-35 Helgarsportið 16.00 Ensku mörkin 17.05 Leiðarljós 17-50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnið 18.01 Gurra grís (46:52) 18.06 Bú! (10:26) 18.16 Lubbi læknir (8:52) 18.30 Heimskautalíf (2:6) (Serious Art- ic) Bresk þáttaröð um ferðalag átta unglinga á Norðurpólinn. 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljós 20.30 Svona var það (That 70's Show) 21.05 Jörðin (4:5) (Planet Earth) Bresk- ur heimildamyndaflokkur þar sem brugðið er upp svipmynd af Jörð- inni, náttúru hennar og dýralifi. í þessum þætti erfjallað um hella og lífríki þeirra. 22.00 Tíufréttir 22.25 Lífsháski (38:49) 23.10 Spaugstofan 23-35 Ensku mörkin 00.30 Kastljós 01.30 Dagskrárlok SIRKUS 18.30 Fréttir NFS 19.00 fsland í dag 19.25 Þrándur bloggar 19.30 Fashion Television 20.00 Friends (15:24) 20.30 Bakvið böndin 20.55 Þrándurbloggar 21.00 American Idol (30:41) 21.50 American Idol (31:41) 22.20 Smallville e. 23.05 Tívolí Skemmti- og fræðsluþátt- urinn Tívolí er stútfullur af fjöri og fróðleik. Þeir félagar Dóri DNA, Ágúst Bent, Lúlli og Þorsteinn Lár munu fara með áhorfendur á fjöl- marga staði í Reykjavík. 23.35 Þrándurbloggar 23.40 Friends (15:24) e. 00.05 Bakvið böndin STÖÐ2 06.58 ísland f bítið 09.00 Bold and the Beautiful 09.20 Ífínuformi 2005 09.35 Oprah (53:145) 10.20 My Sweet Fat Valentina 11.10 Veggfóður 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Neighbours 12.50 (fínuformi 2005 13-05 Home Improvement (14:25) 13.30 Innocence (Sakleysi) 15.00 Eldsnöggt með Jóa Fel IV 15.35 Tónlist 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.15 Bold and the Beautiful 17.40 Neighbours 18.05 The Simpsons (13:23) 18.30 Fréttir, íþróttir og veður 19.00 ísland í dag 19.40 Strákarnir 20.05 Grey's Anatomy (24:36) (Lækna- Kf) 20.50 Huff (9:13) Fjölskylda Beth kemur til þeirra á jólunum með veikri móð- ur og kappsfullri systur ífararbroddí. Izzy reynir að vera gestrisinn, sér- staklega þegar Russel mætir með óvenjulega dömu upp á arminn. Gail, fyrrum kærasta Byrd, dúkkar einnig upp. Bönnuð börnum. 21.45 The Apprentice - Martha Ste- wart (7:14) Þeir tíu keppendur sem eftir eru þurfa að eiga við það verkefni í kvöld að setja á laggirnar auglýsingaskiltaherferð fyrir Tide toGo blettahreinsinn. 22.30 Derek Acorah's Ghost Towns (8:8) (Draugabæli) 23.15 Meistarinn (17:21) b. 00.00 Prison Break (12:22) (Bak við lás og slá) 00.40 James Dean: Outside the Lines 02.10 Frailty 03.45 Huff (9:13) O 0 Grey's Anatomy (24:36) 05.25 Fréttir og Island í dag 06.30 Tónlistarmyndbönd frá Popp TÍVÍ 5KJÁR1 07.15 6 til sjö e. 08.00 Dr. Phil e. 08.45 Fasteignasjónvarpið e. 15.50 Gametíví e. 16.20 OneTreeHille. 17-05 Dr.Phil 18.00 6 til sjö 19.00 Frasier -1. þáttaröð 19.25 Fasteignasjónvarpið 19.30 The Office e. 20.00 TheO.C. 21.00 Survivor: Panama 22.00 C.S.I. Ungur strákur hverfur skyndi- lega og CSI gengið vinnur hart að þvíaðfinna drenginn aftur. 22.50 Sex and the City - 6. þáttaröð 23.20 Jay Leno 00.05 Boston Legal e. 00.55 Wanted e. Hér eru á ferðinni lög- regluþættir sem eiga enga sina líka. 01.45 Frasier-i.þáttaröðe. 02.10 Fasteignasjónvarpið e. 02.20 Óstöðvandi tónlist SÝN 13.00 NBAúrslitakeppnin 15.00 PGA mótaröðin 18.00 íþróttaspjallið 18.12 Sportið 18.30 Enska bikarkeppnin 20.30 Itölsku mörkin 21.00 Ensku mörkin 21.30 Spænsku mörkin 22.00 Veistu svarið? (Stump the Schwab) Stórskemmtilegur spurn- ingaþáttur þar sem íþróttaáhuga- menn láta Ijós sitt skína. Enginn er fróðari en Howie Schwab en hann veit bókstaflega allt um íþróttir. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir þá semtekstaðslá Schwabvið. 22.30 HM 2002 00.10 ítalski boltinn EN5KIBOLTINN 07.00 Helgaruppgjör e. 08.00 Helgaruppgjöre. 14.00 Man.City-Arsenalfrá 17.04 16.00 Chelsea - Everton frá 17.04 18.00 Þrumuskot 18.50 Fulham-Wiganb. 21.00 Aðleikslokum 22.00 Saga stórþjóðanna á HM: Þýska- lande. 23.00 Þrumuskot e. 00.00 Dagskrárlok STÖÐ2-BÍÓ 06.00 Avenging Angelo (Angelos hefnt) 08.00 Agent Cody Banks (Ungi njósnar- inn) 10.00 Wishful Thinking (Óskhyggja) 12.00 Interstate 60 (Þjóðvegur 60) Að- alhlutverk: Matthew Edison, Paul Brogren, Wayne Robson. Leikstjóri: BobGale. 2002. Leyfð öllum aldurs- hópum. 14.00 Agent Cody Banks (Ungi njósnar- inn) Aðalhlutverk: Frankie Muniz, Hilary Duff, Angie Harmon. Leik- stjóri: Harald Zwart. 2003. Leyfð öllum aldurshópum. 16.00 Wishful Thinking (Óskhyggja) Að- alhlutverk: Drew Barrymore, Jenni- fer Beals, James LeGros. Leikstjóri: Adam Park. 1997. Leyfð öllum ald- urshópum. 18.00 Interstate 60 (Þjóðvegur 60) Að- alhlutverk: Matthew Edison, Paul Brogren, Wayne Robson. Leikstjóri: Bob Gale. 2002. Leyfð öllum aldurs- hópum. 20.00 Avenging Angelo (Angeios hefnt) 22.00 Tears of the Sun (Tár sólarinnar) 00.00 Foyle's War (Stríðsvöllur Foyles) Aðalhlutverk: Michael Kitchen, Ed- ward Fox, Robert Hardy. Leikstjóri: Jeremy Silbertson. 2002. Bönnuð börnum. 02.00 Barton Fink Aðalhlutverk: John Turturro, John Goodman, Judy Da- vis, Michael Lerner. Leikstjóri: Joel &EthanCohen. i99i-Bönnuðbörn- um. 04.00 Tears of the Sun (Tár sólarinnar) RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9 Nylon sinnir samfé- lagslegum skyldum Nylon-stelpurnar hafa stofnað sam- félag á minnsirkus.is þar sem þær blogga og setja inn myndir frá tón- leikaferð sinni með Westlife Eins og komið hefur fram mun Nylon hita upp fyrir hljómsveitina Westlife á væntanlegri tónleikaferð sveitarinnar um Bretlandseyjar. Westlife er án efa ein stærsta popp- hljómsveit sögunnar en tónleikaferð þeirra hefur staðið yfir frá 3. apríl og slást stúlkurnar í hópinn í kvöld. Þær munu opna fyrir Westlife á alls 22 tónleikum sveitarinnar á Stóra- Bretlandi og stendur tónleikaferðin yfir í tæpan mánuð. Allan mánuðinn munu stúlkurn- ar segja ferðasögu sína á minnsir- kus.is/nylon. Þar munu aðdáendur þeirra geta fylgst með ferðalaginu í máli og myndum. Þeir sem eru með minnsirkus.is síðu munu geta fengið allskonar aukafréttir og upp- lýsingar með því að ganga í Nylon samfélagið á Minnsirkus.is. Heppinn meðlimur í Nylon sam- félaginu mun einnig vinna flug, gistingu og miða fyrir 2 á tónleika þeirra á Wembley, 19. maí næstkom- andi. Guðrún og Snorri Már aftur saman á skjánum Gamalkunnugt sjónvarpspar mun birtast á SKJAi í þessari viku. Guð- rún Gunnarsdóttir fær Snorra Má Skúlason til liðs við sig í þættinum 6 til sjö á meðan Felix Bergsson fer í vikufrí. Það verður fjölmörgum aðdáendum Guðrúnar og Snorra gleðiefni að sjá þau aftur saman á skjánum eftir áralangt hlé. í 6 til sjö munu þau taka á móti góðum gest- um, smakka góðan mat og fjalla um málefni hversdagsins á sinn ein- staka hátt. Meðal gesta Guðrúnar og Snorra í þessari viku verða Bogomil Font, Bergþór Pálsson og leikarar frá Leikfélagi Akureyrar. Felix Bergsson er á leiðinni í frí

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.