blaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 1
Sérblað um bíla íylgir Blaðinu ídag | Síður 17-24 Blaöiö/Frikki Um 400 manns í kröfugöngu Nokkur hundruð manns tóku þátt í hátíðardagskrá í tilefni af baráttudegi verkamanna, 1. maí, sem haldin var í miðborg Reykjavíkur í gær. Boðið var upp á hefðbundna dagskri sem hófst með kröfugöngu frá Hlemmi niður Laugaveginn upp úr hádegi í gær, og í framhaldi voru haldnar ræður og boðið upp á tóniistaratriði á Lækjartorgi. Talið er að um 400 manns hafi tekið þátt í göngunni og að um 800 hafi sótt útifundinn. Sjá svipmyndir á bls. 10. Nú ætlum við að stækka Lagersala allt að 100.000 kr. afsláttur Vegna yfirstandandi breytinga á versluninni verða allar vörur seldar með miklum afslætti næstu daga Erlendar skuldir 0R hækka um 5 milljarða Gengisþróun hækkar skuldir Orkuveitunnar. Stjórnarmaður lýsir áhyggjum af framkvæmdagleði fyrirtækisins. Forstjórinn óbanginn. Reuters Dagur án innflytjenda Mikill fjöldi fólks tók þátt í mót- mælum víðs vegar um Bandaríkin í gær þegar þar var haldinn í fyrsta skipti „Dagur án innflytjenda". Efnt var til dagsins til að mótmæla áformum stjórnvalda um að herða löggjöf um innflytjendur. Erlendar skuldir Orkuveitu Reykja- víkur hafa hækkað um 5,2 milljarða á síðustu mánuðum vegna gengis- þróunar, en liðlega 80% skulda 0R eru í erlendri mynt. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í 0R á vegum Sjálfstæðisflokksins, segir þetta áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að framkvæmdagleði fyrirtæk- isins sé síst í rénun. Guðmundur Þór- oddsson, forstjóri OR telur á hinn bóginn að staða fyrirtækisins sé ekki verri en áður; skuldirnar hafi vissulega aukist hratt, en á hinn bóginn nái langtímasamningar um orkusölu í erlendri mynt að vega þær upp. í síðasta ársreikningi OR kemur fram að skuldir fyrirtækisins hafi numið 34,7 milljörðum króna í árs- lok 2005 en þær hafa hækkað tals- vert síðan. Af því eru aðeins um 6 milljarðar í íslenskum krónum. Þorbjörg Helga furðar sig á and- varaleysi forráðamanna OR. „Und- anfarin ár hefur hagnaður Orku- veitunnar að miklu leyti skýrst af gengishagnaði, en þrátt fyrir þau umskipti sem eru orðin í fjárhags- umhverfinu hyggjast forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins bæta í og vilja kaupa grunnnet Sím- ans fyrir 20 milljarða eins og ekkert sé,“ segir Þorbjörg. Hún telur einnig lítið hald í að benda á orkusölu i erlendri mynt til mótvægis, minnst af því komi í kassann í bráð. Aðspurður kvaðst Guðmundur Þóroddsson ekki muna hvaða hlutfall af orkusölu fyrirtæk- isins væri í erlendri mynt. „En við reiknuðum það út að meðan skuld- irnar hefðu hækkað um 5,2 millj- arða á síðustu þremur mánuðum hefði verðmæti langtímasölusamn- inga í erlendri mynt hækkað um 8,5 milljarða,“ segir Guðmundur. Hann minnir á að eiginfjárstaða OR sé sterk og geti hún því lagt í umtals- vert meiri framkvæmdir en þegar eru fyrirhugaðar. Kr. 99.500.- Ath. Aðeins örfáir dagar eftir RefefeTan Skipholtas Sími 688 lÐ&ö www.rekkjan.is OUymnm «kki i Uit okkar ftö RÓ«a Hfi ttð þaö cru litscccöi að fé c6ðan svcfu. VISALan - HAatrftAAa ArtoaoANi*

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.