blaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 blaAÍÖ Ráðist að sam- kynhneigðum Skemmtistaður í Rússlandi hefur neyðst til að aflýsa einu stærsta skemmtikvöldi fyrir samkynhneigða, sem haldið er þar í landi, vegna háværra mótmæla. Á annað hundrað nýnas- istar, ásamt þjóðernissinnum og fjölda eldri borgara höfðu safnast saman til að mótmæla og hentu glerflöskum, eggjum og öðru lauslegu að gestum og hindruðu aðgang þeirra að staðnum. Óeirðarlögreglaþurfti að stöðva mótmælin og fylgja þeim sem inni á staðnum voru i skjól, en engin alvarleg meiðsli hlutust. Nokkrar vikur eru í að yf- irvöld Moskvuborgar ákveði hvort leyfa eigi fyrstu Gay Pride- göngu borgarinnar. Talsvert er um fordóma gagnvart samkyn- hneigðum í Rússlandi og er talið að atvikið geti orðið til þess að yfirvöld treysti sér ekki til að leyfa gönguna. Segir öfgahópa hafa sölsað 1. maí undir sig Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands, segir það ljóst að timi sé kominn til þess að breyta fyrirkomulagi hátíðar- halda á baráttudegi verkalýðsins í.maí. Hann segir mætingu í kröfu- gönguna í Reykjavík í gær hafa verið hrikalega og að ýmsir öfgahópar séu orðnir fjölmennari en verkamenn- irnir sem dagurinn er helgaður. „Við lögðum það til fyrir rúmu ári síðan að breyta fyrirkomulaginu á þessum degi, á þeim forsendum að það væri augljóst mál að félagsmenn- irnir væru að hugsa um eitthvað annað en kröfugöngur" Guðmundur bendir á að öll verkalýðsfélögin í borginni leigi sali og bjóði félags- mönnum í kaffi þar sem þeir mæta með sínar fjölskyldur. „Við vorum með um 400 manns í kaffisamsæti í gær og ég held að VR hafi verið með um 1.000 manns á Broadway.“ Guðmundur segist hafa bent á það í fyrra að það væri augljóst að menn vildu ekki eyða þessum degi í kröfu- göngu, heldur vildu þeir hafa eitt- FRAMURSKARANDI U A C I/ I I VIÐSKIPTAFRÆÐl n AorVULI tölvunarfræði Umsóknarfrestur rennur út 29. maí VIÐSKIPTAFRÆÐI TÖLVUNARFRÆÐI TÆKNIFRÆÐI VERKFRÆÐI IÐNFRÆÐI LÖGFRÆÐI STÆRÐFRÆÐI ÍÞRÓTTAFRÆÐI KENNSLUFRÆÐI LÝÐHEILSUFRÆÐI FRUMGREINASVIÐ Háskólinn í Reykjavík býður metnaðarfullt oq spennandi nám með áherslu á hagnýt verkefni og sterk tengsl við atvinnulífið. Hringdu og fáðu sent upplýsingaefni eða bókaðu tíma hjá námsráðgjafa í síma 599 6200. Kíktu á www.ru.is tn 1 42 j s **s Í^j| Jpk t hvað annað fyrir stafni sem væri fjölskylduvænna. „Því bentum við á að það væri miklu nær að nýta peningana sem til falla hjá félögunum og slá Guðmundur saman 1 að leigja Laugardalshöllina og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, og vera með góða dagskrá í dalnum. Þetta var sam- þykkt í fyrra en þá var það bara ekki hægt vegna endurbóta á Laugardals- höllinni.“ Guðmundur segir að því hafi verið ákveðið að fresta þessu um ár, en þegar á hafi reynt hafi ákveðnir forsvarsmenn verkalýðsfé- laganna risið upp á atfurlappirnar og barist gegn breytingum. Ekki verið að setja daginn niður „Ég spáði því í fyrra að ef menn breyttu þessu ekki þá myndi sú hætta skapast að menn færu að snið- ganga kröfugönguna algjörlega sem væri mjög pínlegt fyrir verkalýðs- hreyfinguna. Það sýndi sig í gær ljós- lega og mætingin var hrikalega léleg. Ætli það hafi ekki verið um 400-500 manns á torginu." Guðmundur bendir á að víðast hvar annarsstaðar á landinu hafi þessu verið breytt á þann hátt að hátíðahöld fara fram í íþróttahúsum í bæjunum. „Það er ekkert verið að setja daginn niður með því að hætta þessari kröfu- göngu heldur er verið að samsama sig við það sem félagsmennirnir vilja.“ Máli sínu til stuðnings bendir Guðmundur á að álíka margir hafi mætt í kaffi hjá Rafiðnaðarsamband- inu eins og mættu í kröfugönguna í miðbænum. Hann segist munu tala áfram fyrir því að fyrirkomulagi dagsins verði breytt. „En við vildum ekkert vera að kljúfa okkur út úr þessu og þess vegna mættum við í gönguna í gær.“ Öfgahópar með 1. maí í gíslingu? Annað sem Guðmundur segir að hlotið hafi töluverða gagnrýni er sú þróun að utanaðkomandi öfgahópar mæti í gönguna. „Ég aétla ekki að fara telja þessa hópa upp en þeir eru orðnir meira áberandi heldur en verkalýðurinn í 1. maí göngunni. Auðvitað hafa þessir aðilar rétt á að mæta þarna og vekja athygli á sínum málum en þegar þeir eru orðnir meira áberandi en verkalýðs- félögin þá finnst manni nú tími til að staldra við.“ Guðmundur segist ekki vera að tala fyrir því að leggja baráttudag verkalýðsins niður. Þvert á móti vilji hann hefja hann til meiri virðingar. „Ég held að það geti verið miklu sterkara fyrir hreyfing- una ef 5-6.000 manns myndu mæta í Laugardalinn og þannig væri hægt að koma boðskapnum á framfæri til miklu stærri hóps en mætir á Lækj- artorgið. Mér finnst að hreyfingin eigi að samsama sig við vilja unga fólksins og fjölskyldufólksins og við vitum hvað þetta fólk vill, það mætir ekki í kröfugöngur." WM ÉMm Jw í- HÁSKÓLINN í REYKJAVÍK. R'E Y KJAVlK^U N IVERSIT Y Goð veiðx 1 Elliðavatni Segja má að stangveiðitímabilið hafi hafist fyrir alvöru í gær, 1. maí, en þá var opnað fyrir veiði í fjölmörgum þekktum veiði- vötnum hringinn í kring um landið. Eitt vinsælasta og dynt- óttasta vatn landsins, Elliðavatn, er eitt þeirra. Á vef Stangveiðifélags Reykja- víkur, www.svfr.is í gær segir að vel hafi veiðst þennan fyrsta veiðidag. „I Elliðavatni var margt um manninn eins og svo gjarnan á opnunardaginn. Þó nokkrir voru með afla, sem mest megnis var urriði og heyrðum við mest af tólf urriðum hjá sama veiði- manninum. Sá hafði vaðið langt út á vatn frá engjunum við bæ- inn Elliðavatn," segir á vef Stang- veiðifélags Reykjavíkur i gær. Maður sem lífði af árásina er fluttur á sjúkrahús í borginni Jammu. Fjöldamorð í Kashmír íslamskir vígamenn myrtu 22 hindúa og særðu fimm í árás á þorp í Kashmír-héraði á Ind- landi í gær. Að sögn talsmanns lögreglu stilltu árásarmennirnir fórn- arlömbum sínum upp fyrir framan heimili þeirra og skutu þau. Enginn hafði í gær lýst yfir ábyrð á ódæðinu. Árásin var gerð á afskekkt þorp 1 Doda-héraði um 170 kíló- metra frá borginni Jammu í Kashmír. Vopnahlé hefur verið í gildi með Pakistönum og Ind- verjum frá árinu 2003 og er þetta mannskæðasta árás sem gerðu hefur verið frá því að því var komið á. Meira en 60.000 manns hafa týnt lífi frá því að aðskilnaðarsinnar hófu vopn- aða baráttu fyrir því að samein- ast Pakistan árið 1989. Á miðvikudag munu fulltrúar hófsamra aðskilnaðarsinna í Kashmír og Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, funda í Delhí. Er búist við því að á þeim fundi muni leiðtogarnir í Kashmír kynna æltun um hvernig leiða megi deiluna um héraðið til lykta. Indverjar hafa sakað Pakistana um að hafa ekki leyst upp þjálfunarbúðir vígamanna á pakistönsku landi þrátt fyrir að tvö ár séu nú liðin frá því að ríkin hófu friðarferli vegna Kashmír. 5K0ÐAÐU HEIMINN BORGARTÚNI 29 1105 REYKJAVÍK | ICELAND | WWW.EXIT.IS | TEL. +354 562 2362 | FAX. +354 562 9662

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.