blaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 22
30 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 blaöiö Mourinho býðst til að hvíla leikmenn Jose Mourinho segist vilja koma Englandi til hjálpar fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur boðisttilaðhvílaþrjáenskalandsliðs- menn sína í síðustu tveimur leikjum deildarinnar fyrir HM í Þýskalandi í sumar. „Ég vil koma Englandi til hjálpar. Ég er reiðubúinn að leyfa þeim að ljúka tímabilinu núna svo þeir fái einni viku lengri hvíld og geti jafnvel farið í gott frí,“ sagði Mourinho. Umræddir leikmenn eru John Terry, Frank Lampard og Joe Cole. VILTU SKJOL A VERÖNDINA? MARKISUR Dalbraut 3,105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar John Terry og Frank Lampard eru stórkostlegir leikmenn og mega hvíla sig fyrir heims- méistaramótið, segir Jose Mourinho stjóri Chelsea. „Samband mitt við Sven-Göran Eriksson er mjög gott. Ég sagði við hann eftir leikinn við Manchester United að ef hann vildi að það yrði síðasti leikurinn þeirra þá myndi svo vera,“ sagði Mourinho. Shaun Wright-Phillips mun að öllum lík- indum verða í landsliðshópnum á HM en sökum þess hve lítið hann hefur fengið að spila í vetur þarf hann á því að halda að vera með í síð- ustu leikjunum. Terry er sá besti John Terry, fyrirliði Chelsea, var borinn af leikvelli í leiknum gegn United á laugardag en Mourinho segir að meiðsli hans séu ekki alvar- leg. „Hann var lítillega meiddur en þetta voru ekki meiðsli sem munu hafa áhrif til lengri tíma. Hann var sárþjáður en þetta var alls ekki al- varlegt,“ sagði Mourinho og bætti við að hann teldi að almennt séð væru ensku leikmennirnir í frábæru formi. Terry hefur leitt Chelsea til sigurs í ensku úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð og segir Mourinho að tími sé til kominn að farið sé að líta á hann sem þann stórkostlega leikmann sem hann sé. „Fyrir mér er hann besti varnarmaður í heimi og ég held að það sé nánast ómögulegt fyrir hann að bæta sig. Það eina sem þarf að batna er viðhorf dómara í Evrópu til hans. Þeir þurfa að fara að líta á hann sem einn af stærstu leikmönn- unum í boltanum,“ sagði Mourinho og lýsti einnig yfir aðdáun sinni á Frank Lampard. „Frank er ekki eins tilfinningaríkur og viðkvæmur. Hann er frábær skuggi fyrir fyrirlið- ann og hann og John eru óaðskiljan- legir," sagði Mourinho. bjorn@bladid.net •» Skeytin inn Robbie Keane, sóknar- maður Tottenham, ótt- ast að ökklameiðsli sem hann hlaut í leik liðs- ins gegn Bolton um síðustu helgi muni aftra honum frá því að leika lokaleik tíma- bilsins gegn West Ham á sunnu- daginn kemur. „Ég er ekki brot- inn og það er gott, en ég er hins vegar óviss hvort ég verði búinn að jafna mig. Ég þarf að ræða við lækna og sjúkraþjálfara,“ sagði Keane. Sigri Spurs West Ham tryggja þeir sér fjórða sætið sem gefur rétt til þátttöku í Meist- aradeild Evrópu. Þurfa þeir þá að vonast til að erkifjendurnir Arsenal vinni ekki úrslitaleik Meistaradeildarinnar og steli sætinu þannig af þeim. Keane var á dögunum valinn besti leikmaður Tottenham af stuðnings- mönnum liðsins og sagði hann titilinn skipta sig miklu máli. „Ég lék ekki mikið í upphafi leiktíðar en mér hefur gengið vel að undanförnu og það er æð- islegt að hljóta viðurkenningu frá okkar frábæru stuðnings- mönnum fyrirþað," sagði Keane. Undrabarnið Aaron Lennon var valinn besti ungi leikmaður félagsins. Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, segir óráðið hvaða liði hann muni stýra á næsta tímabili. Red- knapp tók við stjórn Portsmouth í desember síð- astliðnum og gerði hálfs árs samning. „Ég hef ekki rætt við neinn um næsta tímabil. Það er í höndum eigenda félags- ins að ganga frá þessum málum,“ sagði Redknapp. Hann hefur gert góða hluti með Portsmouth að undanförnu og á laugardag tryggði liðið sér áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni með 1-2 útisigri á Wigan. Milan Mand- aric, stjórnarformaður Port- smouth, segist ekki vera í vafa um að Redknapp muni vera áfram við stjórnvölinn. „Ég held að það muni ganga vandkvæða- laust að gera nýjan samning við Harry. Það verður bara formsat- riði,“ sagði Mandaric. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist stefna á að vinna Englands- meistaratitilinn á næsta tíma- bili. Byssurnar hafa leikið sinn síðasta heimaleik á Highbury og segir Wenger að draumur sinn sé að fagna Englandsmeist- aratitlinum á sínu fyrsta ári á nýja heimavellinum, Emirates Stadium. „Við höfum verið að leika talsvert verr en Chelsea en við erum hægt en örugglega að nálgast þá. Markmið okkar á næsta tímabili verður að gera betur en Chelsea og endur- heimta titilinn," sagði Wenger, en Arsenal varð síðast Englands- meistari árið 2004.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.