blaðið - 12.05.2006, Side 6

blaðið - 12.05.2006, Side 6
6IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 blaöiö STARFSNAM Tollskýrslugerð Hagnýtt og ítarlegt námskeið í gerð tollskýrslna, um meðferð allra innflutningsskjala og allar helstu reglur er varða innflutning. Á námskeiðinu er notað nýtt og sérútbúið kennsluefni, kennslubók og ítarefni. Einnig er kennt að nota forrit í tollskýrslugerð í Navision frá Maritech. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að geta; Þekkt fylgiskjöl með vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna Gert tollskýrslur og reiknað út aðflutningsgjöld Notað tollskrána til að tollflokka vörur Haft grunnskilning á fríverslunarsamningum og gildi þeirra Þekkt helstu reglur varðandi innflutning, innflutningstakamarkanir og undanþágur Lengd: 21 kennslustund. Kennt er þriöjudaga og fimmtudaga og er hægt að velja um morgunnámskeið kl. 8:30 - 12:00 eða kvöldnámskeið kl. 18:00 - 21:30. Hefst 16. maí og lýkur 30. maí. Verð: kr. 28.000,- (Allt kennslu- og ítarefni innifalið) Faxafen 10 • 108 Reykiavík • Sími: 544 22 Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoliötsk.is Reuters Ávaxtadýr Börn í Hong Kong stara agndofa á þessa furðuskepnu sem berja mátti augum í Hong Kong. Avaxtadýrið er sköpunarverk ítalska listamannsins Paola Pachetti og var sýning á verkum hans opnuð í borgríkinu i gær. Óeölilegt að kortanotendur einir greiði þóknunargjöld Framkvæmdastjóri Visa ísland segir greiðslukortafyrirtæki hér á landi ekki misnota mark- aðsstöðu sína. Kveður þóknunargjöldin með þeim lægstu sem þekkist í Evrópu. Þóknunargjöld greiðslukortafyr- irtækja hér á landi eru með þeim lægstu í Evrópu að sögn Halldórs Guðbjarnasonar, framkvæmda- stjóra Visa ísland. Hann segir óeðlilegt að kortanotendur einir séu látnir greiða þóknunargjöldin þar sem allir hagnist á þjónustu greiðslukortafyrirtækjanna. Lítil samkeppni Eins og fram kom í Blaðinu í gær benda niðurstöður bráðabirgðar- skýrslu framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins (ESB) til þess að fá- keppni ríki á greiðslukortamarkaði í Evrópu. Að mati skýrsluhöfunda ríkir lítið gegnsæi á markaðinum og krefjast greiðslukortafyrírtækin óeðlilegra hárra þóknunargjalda af kaupmönnum. Þetta veldur því að vöruverð til neytenda hækkar um allt að 2,5%. f máli Sigurðar Jónsson, fram- kvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, kom fram að kaupmenn hér á landi líða fýrir sterka stöðu kortafyrirtækjanna. Kaupmenn þurfa í flestum tilvikum að kyngja þeim kostum sem kortafyrirtækin bjóði þeim enda hafi þeir takmark- aða möguleika á að leita annað. Þá bendir Sigurður á að honum þyki Þrjú greiðslukortafyrirtæki eru starfandi á (slandi. Visa fsland er þar langstærst með um 70% markaðshlutdeild. óeðlilegt að þóknargjaldi sé velt út í vöruverð eins og kortafyrirtækin krefjast. Eðlilegra væri að kortanot- andi greiddi þann kostnað sjálfur. Lág þóknunargjöld Halldór Guðbjarnason, fram- kvæmdastjóri Visa fsland, segir af og frá að kortafyrirtækin hér á landi misnoti markaðsstöðu sína. Hann bendir á að þóknunargjöld íslenskra kortafyrirtækja séu með þeim lægstu í Evrópu. „Það er alltaf hætta á hærri gjöldum þegar færri keppa á markaði. Ég skal alveg taka undir það. Hins vegar er það svo að þóknar- gjöld hér á landi hafa farið lækkandi í gegnum tfðina. Núna eru þau með því lægsta sem þekkist f Evrópu.“ Þá segir Halldór ekkert óeðlilegt við það að kostnaði vegna þóknun- argjalda sé velt út í vöruverðið. Það sé eðlilegra en að kortanotendur einir séu rukkaðir um þau. „Kerfið sem við bjóðum uppá hefur marga kosti í för með sér fyrir kaupmenn. Það býður upp á mikla hagræðingu | hvað varða bókhafd og svo auðvitað § almenn viðskiptaaukning í kjölfar 1 aukinna greiðslumöguleika. Það i er óeðlilegt að kortanotendur einir greiði fyrir þá hagræðingu kaup- manna. Svo má benda á að almennur kostnaður við að halda utanum venjuleg peningaviðskipti er gríðar- legur. Hver á að borga þann kostnað ef maður gerir allt með peningum?" Löggan leitar að nagla- dekkjum mbl.is | Þessa dagana leggja lögreglu- menn á suð-vesturhorni landsins sérstaka áherslu á eftirlit með því hvort enn séu ökutæki á ferðinni á negldum hjólbörðum. Eins og öllum ætti að vera kunnugt er notkun negldra hjólbarða bönnuð eftir 15. apríl. Átakið hófst í fyrradag og svo virðist sem talsvert sé um að bílar séu enn á negldum dekkjum. Alls voru 34 ökumenn kærðir vegna þessa á fyrsta sólarhring átaksins. Sekt vegna þessa brots er 5.000 kr. og því hafa ökumenn á nagla- dekkjum verið sektaðir um sam- tals 170.000 kr á þessum eina degi. Lögregluliðin munu halda áfram að beina sjónum sínum að þessum brotum. Þeir sem enn keyra um á nagladekkjum ættu því að skipta yfir á sumardekk hið snarasta. ísland sam- keppnishæft Island er f fjórða sæti hvað varðar samkeppnishæfi þjóða sam- kvæmt alþjóðlegri könnun sem IMD viðskiptaháskólinn í Sviss stóð að. I könnuninni er tekið til- lit til allmargra þátta sem snerta hagkerfið í heild t.a.m. skilvirkni hins opinbera og innviði hag- kerfis svo fátt eitt sé nefnt. Könn- unin nær til ríflega 60 landa en hún hefur verið gerð síðan 1989. Samkvæmt könnuninni eru Bandaríkin samkeppnishæfasta þjóð í heimi. Hong Kong er f öðru sæti og Singapúr í því þriðja. Ásatrúar- menn í sókn Ásatrúarfélagið er nú sjötta stærsta trúfélag landsins sam- kvæmt tilkynningu sem trúfé- lagið sendi frá sér í gær. Á und- anförnum fimmtán árum hefur félagsmannafjöldi í Ásatrúarfé- laginu tífaldast og eru nú alls 1.003 skráðir í félagið. Að sögn Óttars Ottóssonar, lög- sögumanns Ásatrúarfélagsins, er aukinn áhugi almennings á íslenskri menningu ein helsta skýringin á fjölgun félagsmanna á undanförnum árum. „Það er aukinn áhugi á uppruna okkar og menningu meðal almenn- ings sem skýrir þessa fjölgun að mestu leyti,“ segir Óttar. Heineken.is . ENGAR MÁLAMIÐLANIR, NJÓTUM LÍFSÍNS TIL FULLS!

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.