blaðið - 12.05.2006, Side 8

blaðið - 12.05.2006, Side 8
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 blaðiö Rannveig Rist, forstjóri Alcan, og Cynthia Carrol, forseti álframleiðslusviös Alcan, skrifa undir samninginn. Orkusamningur undirritaður Fulltrúar Alcan og Orkuveitu Reykja- víkur skrifuðu í gær undir samning sem tryggir Alcan 200 MW raforku vegna fyrirhugaðrar stækkunar ál- vers fyrirtækisins í Straumsvík. Sam- kvæmt samningnum, sem metinn er á rúmlega 60 milljarða króna, verður orkan tilbúin um mitt ár 2010. Viðræður milli Alcan og Orkuveit- unnar hafa staðið yfir frá því á síð- asta ári. Með samningnum nú hefur Alcan tryggt sér um 40% þeirrar orku sem fyrirtækið þarf ef verksmiðjan í Straumsvík verður stækkuð en við- ræður standa yfir við Landsvirkjun um þau 60% sem enn eru ótryggð. Atvinnuleysi mælist 1,3% Rúmlega 42 þúsund atvinnuleysis- dagar voru skráðir á landinu öllu í aprílmánuði síðastliðnum. Það jafngildir því að ríflega 2000 manns hafi verið án vinnu í mánuðinum, sem þýðir um 1,3% at- vinnuleysi. Þetta er nokkuð minna atvinnuleysi en í marsmánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Vinnumálastofnun. IANANDERSON ®UU Beðið eftir stráknum: Laura Bush, eiginkona George Bush og Barbara, móðir hans, bíða eftir að forsetinn snúi aftur til Hvíta hússins eftir stutta heimsókn til Flórída í gær. Viðurkennir óróleika George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir þjóðina hafa miklar áhyggjur af írak og olíuverði en biður hana um þolinmæði. George Bush, forseti Bandaríkjanna, viðurkennir að það sé óróleiki og stríðsþreyta í bandarísku þjóðinni. Forsetinn segir þetta ástand til komið vegna gangs mála í írak og ört hækk- andi olíuverðs. Forsetinn, sem hefur aldrei mælst óvinsælli í skoðanakönn- unum, viðurkenndi þetta fyrir blaða- mönnum í Flórída-ríki á dögunum. Forsetinn var á ferðalagi um ríkið til þess að safna fé í kosningasjóð repú- blikana fyrir þingkosningarnar í nóv- ember auk þess sem hann reyndi að afla umbótum ríkisstjórnarinnar á heilbrigðiskerfinu fylgis. Á fundinum með blaðamönnum sagði Bush að það væri skiljanlegt að órói væri i Bandaríkjamönnum en hann ítrekaði trú sína á því að ástandið í Irak myndi batna. Hann sagði íraka hafa djúpstæða þörf til þess að búa við lýðræði og þess vegna væri hann sannfærður um að áætlanir um að festa slíka stjórn- skipan í sessi myndu ganga upp. Hins vegar væri nauðsynlegt að Bandaríkjamenn sýndu þolinmæði gagnvart skuldbindingum stjórn- valda í írak. Einnig ítrekaði forset- inn að ríkisstjórnin myndi gera það sem í hennar valdi stendur til þess að halda olíuverði viðráðanlegu fyrir bandaríska neytendur. Segir bróðir sinn „ein- stöka mannveru" Yngri bróðir George Bush, Jeb, er ríkis- stjóri í Flórída. Forsetinn var spurður hvernig honum litist á að bróðirinn fylgdi í fótspor hans og færði sig úr stóli ríkisstjóra yfir í embætti forseta Bandaríkjanna. George Bush sagðist sannfærður um að Jeb, bróðir hans, yrði frábær forseti þar sem að hann væri „einstök mannverá'. Jeb Bush hefur ekki lýst því yfir að hann hyggist bjóða sig fram til forseta í framtíðinni. Þrátt fyrir það telja margir líklegt að hann íhugi al- varlega að feta í fótspor bróður síns. Hann lýkur öðru kjörtímabili sínu í janúar næstkomandi en má ekki bjóða sig fram í embættið aftur. Jeb Bush er, ólíkt bróður sínum, vinsæll meðal kjósenda um þessar mundir. I könnun sem var gerð í síðasta mánuði töldu 55% íbúa rík- isins að ríkisstjórinn stæði sig vel í starfi á meðan aðrar kannanir sýna að aðeins 31% Bandaríkjamanna eru sáttir við hvernig forsetinn stendur sig. Bandarískur forseti hefur aldrei mælst með minna fylgi í fimmtíu ár. Stjórnmálaskýrendur telja óvin- sældir forsetans slíkar að þær verði helsta ástæða þess að repúblikanar tapi þingmeirihluta sínum í kosning- unum i nóvember. Benedikt páfi XVI tók á móti Hugo Chavez í Vatikaninu í gær. Páfi veitti Chavez áheyrn Hugo Chavez, forseti Venesúela, fékk áheyrn hjá Benedikt páfa XVI í Vatikaninu í gær. Sam- kvæmt tilkynningu talsmanns Vatikansins, eftir 35 mínútna fund Chavez með páfa, lýsti sá síð- arnefndi áhyggjum sínum vegna ástands kaþólsku kirkjunnar í Venesúela og brýndi fyrir forset- anum rétt Vatikansins til þess að velja biskupa landsins. Benedikt páfi lýsti einnig yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra breytinga á menntakerfi Venesú- ela en þær fela meðal annars í sér að kristinfræðikennslu verður hætt í skólum og nafni Kaþólska Háskólans í Santa Rosa verði breytt þannig að vísunin í trúar- legar rætur skólans verður afmáð. Fóstureyðingar bárust einnig í tal og bað páfinn forsetann enn- fremur um að heilbrigðiskerfi landsins virði réttinn til lífs. Gagnrýni kirkjunnar Allar götur frá því að Hugo Cha- vez komst til valda árið 1999 hefur hann átt í útistöðum við yfirvöld kaþólsku kirkjunnar, en kirkjunnar menn í Venesúela hafa verið helstu gagnrýnendur forsetans. Chavez hefur brugðist við því með að reyna að stemma stigu við völdum kirkjunnar i landinu, en yfir 90% íbúa Venesú- ela eru kaþólskir. Hann hefur meðal annars sagt að kaþólska kirkjan sé „krabbamein" á samfé- laginu. Þrátt fyrir þetta þá vitnar Chavez oft og iðulega í Biblíuna i ræðum sínum og dæmisöguna um úlfalda, ríka manninn og nál- araugað er í sérstöku uppáhaldi hjá forsetanum. Chavez heldur einnig þeirri kenningu oft á lofti að Jesú hafi verið sósíalisti og byltingarmaður. Áheyrnin er liður í þvi að minnka spennuna í samskiptum forsetans við kaþólsku kirkjuna. Meðan á áheyrninni stóð færði Chavez páfanum málverk af suður-amerísku byltingarhetj- unni Símon Bólivar. Chavez sagði páfanum að Bólivar hefði í raun verið kristinn maður en ekki guðleysingi eins og almennt er talið. SJÓNARHÓLL piltar stúlkur börn eldri konur eldri karlmenn STÓRAR konur STÓRIR karlmenn Gleraugnaverslun Reykavíkurvegur 22 220 Hafnarfírði 565-5970 STÆRRI VERSLUN MEIRA ÚRVAL konur karlmenn hfont. MiNiMA Ljósm. Guöbjörg Hassing

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.