blaðið - 12.05.2006, Page 10

blaðið - 12.05.2006, Page 10
10 IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 blaðið w Neita að loka fanga- búðum í Guantanamo Goldsmith lávarður, helsti lögspekingur bresku ríkisstjórnarinnar, segir fangabúðirnar setja svartan blett á bandarískar hefðir. Goldsmith lávarður, aðalögmaður bresku ríkisstjórnarinnar, segir Guantanamo-búðirn ar táknmynd óréttlætis. Bandarísk hermálayfirvöld telja mikinn virðisauka falinn í málakunnáttu meðal hermanna. Málakunnátta verðlaunuð Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa vísað á bug hugmyndum breskra ráðamanna að loka Guantanamo- fangabúðunum á Kúbu þar sem grunaðir illvirkjar í hryðjuverka- stríði George W. Bush forseta eru í haldi. Bandarískir embættismenn lýstu því yfir í gær að þar væru í haldi stórhættulegir menn sem myndu á ný gerast ógnvaldar yrði þeim sleppt úr haldi. Goldsmith lávarður, helsti laga- spekingur bresku ríkisstjórnarinnar, sagði á miðvikudag að ógerlegt væri með öllu að sætta sig við tilvist búðanna og kvað þær setja svartan blett á bandarískar hefðir og gildi á borð við frelsi og réttlæti. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur einnig gagnrýnt Bandaríkja- menn fyrir rekstur fangabúðanna við Guantanamo-flóa á Kúbu og þykja þau ummæli til marks um vax- andi spennu í samskiptum ríkjanna. Bandaríkjastjórn hefur ennfremur sætt þungri gagnrýni á alþjóðavett- vangi sökum þeirra. Vitað er að þar hafa menn verið vistaðir árum saman án þess að mál þeirra hafi verið tekin fyrir eða þeir notið lög- fræðilegrar aðstoðar. Því er haldið fram að fangar sæti pyntingum í búðunum en þeim ásökunum vísa Bandaríkjamenn á bug. Táknmynd óréttlætisins Ummæli Goldsmits lávarðar þykja á hinn bóginn þau þyngstu sem breskur ráðamaður hefur látið falla til þessa. Lávarðurinn lýsti búð- unum sem táknmynd óréttlætisins. Minnti hann á að Bandaríkin hefðu verið sem Ijósviti þeirrar stjórnmála- hefðar sem upphefði frelsi og rétt- læti í heiminum. Þessi hefð krefðist þess að búðirnar yrðu fjarlægðar. Fangar í Guantanamo eru skil- greindir sem „óvinveittir vígamenn“ (e. „enemy combatants") og um þá gilda þær sérstöku reglur að réttar- staða þeirra er engin. Haft er fyrir satt að lávarðurinn hafi efasemdir um þessa skilgreiningu. Sean McCormack, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, brást við gagnrýninni, og lýsti )ví yfir að Bandaríkjastjórn myndi íelst af öllu vilja loka Guantanamo- )úðunum einhvern tímann í fram- tíðinni. Vísaði hann til orða sem Bush forseti lét falla í sjónvarpsvið- tali um liðna helgi þar sem hann lét efnislega sömu ósk í ljós. „Enginn vill taka að sér að vera fangabúða- stjóri heimsins," sagði talsmaðurinn. McCormack bætti við að staðreynd málsins væri sú að í Guantanamo væri stórhættulegum mönnum haldið föngnum. Bandaríkjamenn vildu ekki sleppa þessum mönnum úr haldi til þess að mæta þeim síðar á vígvellinum eða gefa þeim tæki- færi til að fremja hryðjuverk gegn óbreyttum borgurum. Talsmaður bandaríska varn- armálaráðuneytisins sagði fyrir liggja að í Guantanamo-búðunum væri að finna sprengjusérfræðinga, þrautreynda og vel þjálfaða hryðju- verkamenn sem og menn sem tilbúnir væru að fórna eigin lífi í sjálfsmorðsárásum. Um 490 fangar eru nú í haldi í Gu- antanamo. Búðirnar voru teknar í notkun í janúarmánuði árið 2002. Bandarískir hermenn sem kunna annað tungumál en ensku eiga nú von á kaupauka. f sumum til- fellum geta laun þeirra hækkað verulega. Bandaríkjaher sárvantar her- menn sem kunna mál heima- manna á átakasvæðum á borð við frak og Afganistan. í krafti nýrra reglna geta hermenn sem tala erlent tungumáf fengið kaup- auka sem getur numið allt að 12.000 Bandaríkjadölum (um 840,000 krónum) á ári. Mest er spurnin eftir hermönnum sem kunna arabísku, pashtu, dari og mandarínsku. Hermenn sem eru á átaka- svæðum geta þannig fengið allt að 1.000 dollara aukalega í laun á mánuði. Þeir sem tilheyra Þjóð- varðliðinu og varasveitum her- aflans fá á hinn bóginn helming þeirrar upphæðar. Samkvæmt núgildandi reglum getur bandarískur hermaður, sem mæltur er á aðra tungu en ensku, mest fengið 300 dollara, um 21.000 krónur, í kaupauka á mánuði. Ellen Krenke, talskona banda- ríska varnarmálaráðuneytisins, sagði í samtali við Reuters-frétta- stofuna að kaupaukinn myndi fara eftir þeim tungumálum sem her- mennirnir töluðu og hversu gott vald viðkomandi hefði á málinu. f máli Krenke kom fram að 247.000 bandarískir hermenn eru nú mæltir á aðra tungu en ensku. Af þessum fjölda hefðu um 20.000 manns fengið tungumálakunn- áttu sína viðurkennda og þar með fengið kaupauka. Upplýsti tals- konan einnig að um 7.000 banda- riskir hermenn töluðu arabísku. Viltu stofna fyrirtæki ...og læra að reka það með góðum hagnaði Nýtt og spennandi verkefni - Enginn stofnkostnaður - Val um rekstrarleiðir - Eigin viðskiptaþjálfi - Vönduð kennslugögn - Glæsileg kennsluaðstaða - 20 ára viðskiplakeríi - Nánari upplýsingar á kynningarfundum Malarnám leyft úr Ing- ólfsfjalli Bæjarstjórn Ölfuss ákvað í gær- morgun að leyfa á áframhaldandi malarnám úr Ingólfsfjalli. Um er ræða tvær milljónir rúmmetra af efni sem tryggir vinnslu næstu 10 árin. Ákvörðun bæjarstjórnarinnar kemur þvert á álit Skipulagsstofn- unar sem hafði lagst gegn frekara malarnámi úr fjallinu. Taldi stofn- unin að slíkt hefði meðal annars í för með sér verulega sjónræna mengun. Að áliti bæjarstjórnar vega efna- hagsleg áhrif þess að loka námunni þyngra en sjónræn áhrif. Þá er bent á að samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins, sem umhverfisráð- herra hafi staðfest fyrir ári síðan, sé gert ráð fyrir áframhaldandi malarnámi.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.