blaðið

Ulloq

blaðið - 12.05.2006, Qupperneq 14

blaðið - 12.05.2006, Qupperneq 14
blaði Útgáfufélag: Árog dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. KÓLNANDI SAMBÚÐ Ufar hafa risið með Bandaríkjamönnum og Rússum og halda ýmsir því fram að þíðan i samskiptum ríkjanna sé á enda. Bandarískir ráðamenn með Dick Cheney varaforseta í broddi fylkingar hafa á undanliðnum dögum látið ummæli falla um stjórn Vladímírs Pútíns, Rúss- landsforseta, sem telja verður afar afdráttarlaus. Þeirri gagnrýni svaraði síðan Rússlandsforseti á miðvikudag þegar hann vændi ráðamenn vestra um að taka pólitíska hagsmuni fram yfir mannréttindi og lýðræði við fram- kvæmd utanríkisstefnu Bandaríkjanna. George W. Bush, Bandaríkjaforseti, sagði eftir fyrsta fund sinn með Vlad- imír Pútín árið 2001 að hann hefði fengið tækifæri til að „skynja sálarupp- lag“ hans. Þar færi maður sem teldi sig afar skuldbundinn þjóð sinni og væri staðráðinn að vinna henni gagn. Þróunin í samskiptum ríkjanna hefur ekki orðið með þeim hætti sem vonir stóðu til árið 2001. Við framkvæmd utanríkisstefnu Bandaríkjanna hefur skipulega verið þrengt að Rússum með beinum stuðningi við pólit- íska byltingarmenn í nágrannaríkjum þeirra sem Pútín og undirsátar hans telja enn rússneskt áhrifasvæði. Að auki hafa Bandaríkjamenn markvisst unnið að því að treysta stöðu sína í fyrrum Mið-Asíulýðveldum Sovétríkj- anna, sem eru afar mikilvæg í hernaðarlegu tilliti. Pútín og mönnum hans þykir sem Bandaríkjamenn hafi það á stefnuskrá sinni að leysa upp hið gamla áhrifasvæði Rússa og minnka sem frekast er unnt skriðþunga þeirra í heiminum. Á sama tíma hefur það komið í ljós, sem áhugamenn um efnið hafa raunar lengi vitað, að í Rússlandi hefur þróast fram sýndarlýðræði. Pútín og menn hans hafa hrifsað til sín öll völd í landinu og staðið fyrir stór- brotnu sjónarspili ekki síst fyrir kosningar þar sem stjórnvöld hafa stofnað heilu flokkana til þess að láta líta út fyrir að í landinu hafi raunverulegir lýðræðislegir stjórnarhættir verið innleiddir. Því má raunar halda fram að Pútín sjálfur sé pólitískur tilbúningur. Þetta hafa Bandaríkjamenn nú gert sér ljóst. Þeir Pútín og Bush eiga það sameiginlegt að vera í vörn þessa dagana. Bush nýtur lítils álits og stuðnings á heimavelli og vandfundinn er sá for- seti Bandaríkjanna sem heimsbyggðin hefur lagt viðlíka hatur á. Fram- ganga mannsins í embætti hefur verið með ólíkindum. Pútín stendur frammi fyrir því að veldi hans er á fallanda fæti. Rússum fer ört fækkandi og meðalævilengd karla hefur styst um ein sjö ár á undra- skömmum tíma. Rússar eiga við gríðarlegan vanda að etja á mörgum sviðum samfélagsins og hnignunareinkennin eru víða greinanleg. Þessar aðstæður eru ekki fallnar til að tryggja stöðugleika í samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aflalsími: 510 3700. Símbréfá fréttadeild: 510.3701. Símbréfáauglýsingadeild: 510.3711. Netfflng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur. NÝJASTA BÓK ÓLAFS TEITS! 1890 kr.heimsend Bóksala Andríkis • www.andriki.is 14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 blaðiö JP HUtiPi-PÍ BflRfl GRENJANPr HFDVi HVÁÍ ERU Lí KA MÖIVWUR VKKAR fð P/ELA MEf> M í'm YkKUR HlítcA TÍMUNUM SAIVlAN fl BEliSíNSrðfi í Góp/I VE-DRÍ WU EETiR RP SjÁ SlBLóTflWi Litháen - ísland I Eftir nýlega dvöl við kennslu í Lit- háen hef ég komist að niðurstöðu: Litháen er Island fyrir nokkrum ára- tugum. Bæði eru ísland og Litháen tiltölulega nýfrjáls ríki og hafa á grýttri vegferð frá höftum til frjáls- lynds lýðræðis hampað gullöld sinni frá því áður en þær misstu yfirráðin í hendur erlends valds. Að horfa framan í hina litháísku þjóð er eins og að skoða mynd af sjálfum sér frá því maður var lítill. Brotakennd sjálfsmyndin er enn að mótast. Litháar óttast enn um einstakan menningararf sinn í ógnarstórum hnattvæddum heimi. Af þeim sökum hafa þeir tilhneig- ingu til að loka sig af frá erlendum áhrifum. Speglun smáríkja Þegar umrótið í Litháen er borið saman við samfélagsþróunina á íslandi birtist athyglisverð mynd. íslendingar hafa nefnilega þurft að kljást við sömu púka í eigin höfði og Litháar eru að kljást við nú. Sökum ótta um afdrif íslenskrar menningar tók það okkur langan tíma að opna þjóðfélagið gagnvart útlöndum að fengnu sjálfstæði. Ekki er langt síðan að samfélagið var bundið á klafa alls konar hafta og leyfisveit- inga sem áttu að vernda það sem ís- lenskt þótti, - til að mynda tunguna, lambakjötið og búkstóra heildsala. Líkindin eru raunar með ólík- indum. Eins og íslendingar vilja Lit- háar vita hvað útlendingum finnst um þá. Útlendingar sem hingað rata fá gjarnan spurninguna: How do you like Iceland? Ég hafði alltaf haldið spurninguna séríslenska, en eins og á við um flest annað, svo sem sviðaát og álfatrú, er fátt á Islandi sem ekki er líka til í öðrum löndum. Mér þótti því eiginlega bara heimilislegt hvað ég var oft spurður: How do you like Lithuania? Og auðvitað þótti mér Lit- háen alveg æðislegt. Annað svar kom ekki til greina, ekki frekar en hjá þeim útlend- ingum sem mæta sama barnslega eftirvæntingarsvipnum við sömu spurningu á íslandi. Álit útlendinga skiptir okkur Is- lendinga miklu og þegar kemur að umfjöllun um ísland erlendis eiga íslenskir fjölmiðlar til að breytast í almannatengla í þjónustu íslensks hégóma. Þannig hafa ýmsir verið á barmi heimsfrægðar þótt fáir útlend- ingar kunni deili á viðkomandi. Ég hafði því enga sérstaka hugmynd um hvað Litháar vissu um þátt ís- lands í sjálfstæðisbaráttu þeirra. 1 dag er helsta minni atburðarins hér á landi skopleg bjórauglýsing sem gerir grín af öllu saman. Frumkvæði íslendinga skipti Litháa máli En strax í upphafi dvalar minnar kom í ljós að grín býr ekki í hugum Litháa þegar þeir minnast þessa. Þeir muna vel þá stund þegar ísland, fyrst þjóða, viðurkenndi Litháen sem fullvalda ríki. Sovéskir skrið- drekar höfðu umkringt þinghúsið í Vilnius og sauðdrukknir rússneskir hermenn sveifluðu byssum sínum í allar áttir. Á þeirri stundu skipti öllu að um- heimurinn kæmi til bjargar. Viður- kenning íslands færði Litháum þá von í brjóst, eins og gestgjafar mínir voru óþreytandi við að fullvissa mig um. Það gladdi auðvitað hégómlegt íslendingshjartað. Eins og Island hefur Litháen allt til brunns að bera, góða menntun, trausta innviði og heppilega legu. Hristi þeir af sér hlekki fortíðar mun þeim farnast vel, þótt það kosti þá kannski að þurfa að lifa við þýska túrista sem þegar eru farnir að raða sér á sólbekkina eftir endilangri ströndinni og súpa þar regnhlífa- kokteila úr plaströrum. Höfundur er dósent í stjórnmála- frœði við háskólann á Bifröst Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Otrúleg uppákoma forsetafrúarinnar Dorrit Moussaiev í fsrael hefur fengið marga til þess að klóra sér í hausnum. Til dæmis kom mörgum á óvart að eigin- kona forseta lýðveldisins væri ekki íslenskur rfRis- borgari, en frú Dorrit segist ekki hafa viljað sækja um neina undanþágu til þess að öðlast hér ríkisborgararétt. Slíkar undanþágur eru þó alvanalegar, en þær felast í því að Alþingi samþykkir lög um veit- ingu ríkisborgararéttar til þeirra, sem ekki upp- fylla lagaskilyrði svo sem um búsetu hér á landi eða ámóta. Þetta þarf þó ekki að vefjast mikið lengur fyrir frú Dorrit. Næsta þriðjudag getur hún hins vegar sótt um íslenskan ríkisborgara- rétt og fengið vandræðalaust með stimpli frá Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, en 16. maí eiga hún og herra Ólafur Ragnar þriggja ára brúðkaupsafmæli. Fyrst og fremst undrast menn þó um- mæli frú Dorrit í fsrael, þar sem hún komst að því að framkoma tollvarða (sinn garð væri skýringin á gyðingahatri, sem hún virtist raunar sjálf taka undir. Þegar heim var komið reyndi hún að skýra mál sitt með bví að hún hefði átt við fsraels- menn, ja raunar ekki alia (sraelsmenn, sem heimur- inn allur hataði. í framhaldinu lýsti hún því yfir að Jerúsalem ætti að vera alþjóðaborg undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Ekki þykir þó öllum sú hugmynd frábærog rifja upp hvernig alþjóðaborgum á borð við Shanghai og Tanger hefur reitt af í sögunni. Um ráðsnilld Samein- uðu þjóðanna þarf svo vart að fjölyrða. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, mun hafa komið þetta frumkvæði forsetafrúarinnar í utanríkismálum nokkuð á óvart og ekki kannast við að stefnubreyting gagnvart Jerúsalem hafi verið sam- þykkt í ríkisstjórn. Spurt er hvort raunin sé sú að frú Dor- rit átti sig ekki á stöðu sinni, því þjóðhöfðingjafrú geti vitaskuld ekki átt neinar prívatskoðanir, sem hún heldur fram í fjölmiðlum eða við erlenda embættismenn. Ur stjórnkerfinu heyrist að vilji frú Dorrit að komið sé fram við sig af þeirri nærgætni sem sæmir eiginkonu þjóðhöfðingja; væri henni næraðhagasérsemslík.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.