blaðið - 12.05.2006, Qupperneq 18
18 I TÍSKA
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 blaðið
Islensk framleiðsla á hágœðaúrum
Quentin Tarantino ogEli Roth keyptu sér úr afgerðinni Js Watch co Reykjavík sem er íslenskframleiðsla.
Sigurður B. Gilbertsson fram-
leiðir íslensk úr ásamt Júlíusi
Heiðarssyni og Grímkeli Pétri
Sigurþórssyni en línan heitir Js
Watch co Reykjavík og eru þau
til sölu hjá Gilberti Ó. Guðjóns-
syni, úrsmiði á Laugaveginum.
Sigurður segir hugmyndina að
framleiðslunni hafa kviknað fyrir
um tveimur árum en fyrirtækið
í kringum framleiðsluna var
stofnað í nóvember í fyrra.
„Við hönnum úrin sjálfir. Salan
hefur farið fram úr öllum vænt-
ingum og við höfum varla undan að
framleiða. Núna eru aðeins herraúr
í línunni en í næsta mánuði eru
væntanleg á markað kvenmannsúr í
þessari íslensku framleiðslu.“
Sem dæmi um vinsældir úranna
má nefna að kvikmyndaleikstjór-
arnir Quinten Tarantino og Eli Roth
keyptu sér úr af þessari gerð. Sig-
urður segir nokkuð um að erlendir
ferðamenn kaupi þessi íslensku úr
þrátt fyrir að stykkið af því kosti
um 75 þúsund krónur. „Þetta er ekki
hátt verð miðað við gæði og eru úr af
samsvarandi gæðum erlendis á mun
hærra verði. Js Watch co eru mjög
endingargóð og eiga að geta gengið
í arf kynslóð eftir kynslóð.“
Sigurður segir að gangverk úranna
sé svissneskt og að þau séu sjálftrekt.
„í úrin er notað nikkelfrítt hágæða-
stál sem er ofnæmisprófað og glerið
er úr safír sem þýðir að það hefur
mikla hörku og ekkert sem getur
Gull- og silfursmiðjan Erna
Skipholti 3 - s. 552 0775 - www.erna.is
Bpennandi
förðunarnám
5kráning er hafin á sumar- □□
hau5tnámskeið Förðunarskóla rifka.
Afar lifandi og áhugavert nám sem býöur upp á mörg spennandi atvinnutækifæri.
Förðunarskóli rifka var áður þekktur undir nafninu Förðunarskóli NO NAME, hefur
nú starfað óslitið í 10 ár. Á þessum tíma hefur skólinn útskrifað yfir 1000 förðunar-
fræöinga sem margir eru starfandi við fagið og allan þennan tíma hefur skólinn
verið í fararbroddi í föröunarkennslu.
Tísku- og ijósmyndaföröun, 14 vikur.
Sumarnámskeiö 15. maí 2006. Morguntímar eingöngu.
Haustnámskeiö 11. september 2006. Morgun- og kvöldtimar.
Útlitsnámskeiö fyrir 13-16 ára.
Veldu nám við þitt hæfi:
• Tísku- og Ijósmyndaförðun 6 eða 14 vikur
• Kvikmynda- og leikhúsförðun
• Úðaförðun/brúnkumeöferöir
• Kvöldnámskeið í dag- og kvöldförðun
Hafðu samband 1 s(ma 565-2300. sendu póst á:
skollðrlfka.ls eða skráðu þlg á www.rtfka.ls rifka
rifka. Make-Up School. MAKE UP
Hjallabrekku 1. 2DO Kópavogl SCHOOL
Gilbert Ó. Guðjónsson, úrsmiður, skoðar handverkið á gangverkinu.
rispað þau nema demantur. Kassinn byggjum á reynslu þeirra fyrirtækja
utan um gangverkið er framleiddur sem við verslum við en framleiðandi
í Þýskalandi og ólarnar í Austur- gangverksins hefur framleitt þau frá
ríki og allt er þetta framleitt eftir árinu 1793.“
okkar hönnun og hugmyndum. Við
101 línan mun einnig verða fáanleg í kvenmannsúrum
Áhersla á klassísk og tímalaus úr
Sigurður segir að allt efni í úrin sé
frá Evrópu og síðan eru þau sett
saman á íslandi. „Úrin frá okkur
eru fullkomlega samkeppnishæf við
þekkt merki sem nota sömu gang-
verk og við. Þá leggjum við áherslu
á að viðskiptavinir geti talað við
fólkið sem setur úrin saman sem er
önnur upplifun en áður hefur boðist
hér á landi.“
Þegar kemur að útliti úranna segir
Sigurður að áhersla sé lögð á að fram-
leiða tímalaus og klassísk úr. „Þessi
úr eru ekki ósvipuð þeim sem voru
framleidd fyrir 50 árum síðan og út-
lit þeirra mun halda áfram að vera
i gildi um ókomin ár. Litur ólanna
er ýmist svartur eða brúnn en í fram-
tíðinni verður hægt að fá litaðar ólar,
sérstaklega á dömuúrin. Þá fram-
leiðum við sérstök kafaraúr sem eru
vatnsþétt niður á 200 metra dýpi og
eru með vatnsþéttar leðurólar."
Sigurður segir að úr séu helsti
skartgripurinn sem karlmenn bera
og því mikilvægt að eiga nokkur úr
til að nota við hin ýmsu tækifæri.
„Karlmenn eru smám saman að læra
þetta en kvenmannsúrin eru oft
mjög falleg og í raun armband og
skartgripur í leiðinni.“
hugrun@bladid.net
Haldið upp
á 150 ára af-
mœli Burberry
I tilefni 150 ára afmælis Bur-
berry er kominn á markað nýr
dömuilmur sem heitir Burberry
London. Burberry ilmirnir hafa
verið með þeim söluhæstu á
markaðnum undanfarin ár. Þess
má geta að aðal hönnuðurinn hjá
Burberry, Christopher Bailey, var
valinn besti hönnuðurinn árið
2005/2006 á British Fashion Aw-
ards í London.
Burberry London fæst i 100,50 og
30 ml flöskum og einnig er hægt
að fá sturtusápu og húðkrem í
sömu línu.
Nýja ilmvatnið Burberry London kemur f
fallegum umbúðum og utan um flöskuna
er hið vinsæla köflótta efni sem einkennir
Burberry línuna.
Burberry London sturtusápa og húðkrem.