blaðið

Ulloq

blaðið - 12.05.2006, Qupperneq 22

blaðið - 12.05.2006, Qupperneq 22
22 I ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 blaðiö „Við enduðum í 2.-3. sæti í fyrra og þess vegna er kannski ekkert óeðli- legt að okkur sé spáð öðru sætinu núna. Við ætlum okkur náttúrlega að vera í efri hlutanum,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, um spána. Mikils er vænst af Skagamönnum í ár, enda hefur liðið styrkt sig veru- lega, en Ólafur segist litlar áhyggjur hafa af þeim væntingum. „Við finnum litið fyrir utanaðkomandi pressu. Ég held að mesta pressan sem við finnum fyrir sé sú sem við setjum á okkur sjálfir. En það er bara gott mál ef aðrir halda að við séum með svona sterkt lið, þá hljóta þeir að ótt- ast okkur,“ sagði Ólafur og hló. Bræðurnir Bjarni og Þórður Guð- jónssynir eru heimkomnir úr at- vinnumennskunni og þá er Arnar Gunnlaugsson genginn að nýju til liðs við í A frá KR. Ólafur sagðist hæst- ánægður með liðsstyrkinn. „Þeir eru að koma ágætlega út. Reyndar hefur Þórður átt við smávægileg meiðsli að stríða, en Bjarni er að standa sig vel og Arnar hefur verið að standa sig vel í vorleikjunum. Svo fengum við Arna Thor frá HK og hann hefur lika verið að standa sig vel. Það er góð búbót að fá þessa miklu reynslu inn í hópinn,“ sagði Ólafur. Hann sagði Skagaliðið hafa fulla burði til þess að ná langt í ár. „Við stefnum að því að verða eitt af þremur efstu liðunum, það er alveg klárt. Það kæmi mér ekki á óvart að FH, KR og Valur verði þau lið sem munu veita okkur mesta samkeppni," sagðiÓlafur. VINNUVELANÁMSKEIÐ NÁMSKEIÐ VIKULEGA Staðstetning Mjódd www.ovs.is flkn- ngirTTmiirgteknliiin phf UPPLYSINGAR OG INNRITUN I Sl'MA 894 2737 Eyjamönnum er spáð fallsæti og sagði Guðlaugur Baldursson, þjálf- ari ÍBV, alls ekki sáttur við það því liðið ætlaði sér allt annað en að falla úr Landsbankadeildinni. „Þetta er auðvitað bara spá. Við höfum áður lent i því að þurfa að afsanna spár og ætlum okkur að sjálfsögðu gera það aftur núna. Við teljum okkur vera með sterkari mannskap en síðasta sumar og ætlum okkur að gera betur en þá,“ sagði Guðlaugur, en liðið hafnaði þá í áttunda sæti eftir að hafa verið í fallbaráttu allt tímabilið. Vestmannaeyingar hafa misst fjöl- marga leikmenn en á meðal þeirra sem komið hafa í þeirra stað er landsliðsfyrirliði Úganda, Andrew Mwesingwa. „Hann er nýlega kominn til landsins en hann lofar nokkuð góðu,“ sagði Guðlaugur og kvaðst á heildina litið mjög sáttur við erlendu leikmennina sem munu hreiðra um sig í Eyjum í sumar. „Er- lendu leikmennirnir eru að koma vel út og ég bind mun meiri vonir við er- lendu leikmennina í ár en í fyrra.“ Aðspurður hverjir yrðu meistarar sagði Guðlaugur: „Eg held að FH taki titilinn, eftir baráttu við lA og Val.“ Willum Þór Þórsson, Val: „Liðið hefur þróast mikið" Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, taldi spána vera í takt við það sem menn búast við fyrir sumarið. Hann . sagði ótímabært að setja stefnuna á ís- landsmeistaratitilinn. „Auðvitað vilja allir vinna mótið. Við höfum fulla trú á því og vonum að við getum blandað okkur í toppbaráttuna, en það hefur aldrei verið farsælt að einblína á það svona snemma. Við getum ekki verið að hugsa lengra en bara næsta leik,“ sagðiWillum. Valsmenn hafa misst sterka leik- menn en sömuleiðis fengið sterka leikmenn til sín. Willum sagði erfitt að meta hversu sterkt liðið væri i ár samanborið við tímabilið í fyrra. „Við höfum notað veturinn vel, liðið hefur þróast mikið og við erum á réttri leið. Við eigum að geta spilað svipaðan fót- bolta og í fyrra og ætlum okkur sann- arlega að vera í efri hlutanum," sagði Willum. Hann sagðist eiga von á því að deildin í ár yrði langtum jafnari en í fyrra. „Öll liðin hafa bætt sig og styrkt. Það er mikill hugur í öllum liðum, eins og venjulega, og ég á von á þvi að þetta verði mjög jafnt mót,“ sagði Willum. Veislan er að heQast! Spá þjálfara ogfyrirliða Landsbankadeildarinnar var birt á kynningarfundi KSÍ og Landsbankans ígœr. Björn Bragi Arnarsson fékk viðbrögð þjálfara liðanna sem spáð er efstu og neðstu sœtum. Spáþjálfara og fyririiða Magnús Gylfason, Víkingi: ,Rólegur yfir spánni Nýliðum Víkings var spáð neðsta sæti en Magnús Gylfason, þjálfari liðsins, sagðist litlar áhyggjur hafa af því. „Mín viðbrögð við spánni eru bara þau að við ætlum okkur ekkert að falla. Ég var með ÍBV í tvö ár og þá var okkur í bæði skiptin spáð fall- baráttu eða falli en lentum í fimmta og öðru sæti, þannig að ég er alveg rólegur yfir þessari spá,“ sagði Magnús. Hann sagði það koma sér á óvart að Víkingum væri spáð neðsta sætinu þar sem liðið hafi verið að spila vel á undirbúningstímabilinu. Magnús sagðist sáttur með þann mannskap sem hann hefur yfir að ráða og að liðið hafi alla burði til þess að halda sér uppi á meðal þeirra bestu. „Við erum komnir með fínt lið og ætlum okkur bara að standa okkur og hafa gaman af þessu,“ sagði Magnús. Ólafur Þórðarson, ÍA: Reynslu- boltarnir góð búbót Blaðio/trikki Heimir Guðjónsson, FH: „Ætlum að verja titilinn" Landsbankadeild karla 1. FH 268 2.-3. (A 247 2.-3. KR 247 4. Valur 225 5. Keflavík 170 6. Fylkir 150 7.-8. Breiðablik 91 7.-8. Grindavík 91 9. (BV 82 10. Víkingur 79 Landsbankadeild kvenna 1. Breiðablik 187 2. Valur 153 3. KR 152 4. Stjarnan 128 5. Keflavík 73 6. FH 72 7. Fylkir 56 8. Þór/KA 43 Heimir Guðjónsson, aðstoðarþjálfari FH, sagði það ekki koma sér á óvart að sínum mönnum væri spáð titl- inum. „Við erum íslandsmeistarar síðustu tveggja ára og því kannski ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð titl- inum. En við gerum okkur auðvitað grein fyrir því að það þarf að spila mótið og verðum bara klárir í fyrsta leik á sunnudaginn," sagði Heimir, en þá sækir Hafnarfjarðarliðið KR heim í Frostaskjólið. FH varð fyrir blóðtöku eftir síðasta tímabil. Danski sóknarmaðurinn Allan Borgvardt hélt í víking til Nor- egs og Auðunn Helgason mun ekk- ert leika vegna erfiðra hnémeiðsla. Heimir er engu að síður bjartsýnn. „Það er ljóst að það gæti tekið okkur dálítinn tíma að slípa liðið saman, en við höfum fengið góða leikmenn í stað- inn og ég er bjartsýnn á að þetta gangi vel. Við ætlum okkur að sjálfsögðu að verja íslandsmeistaratitilinn," sagði Heimir. FH-ingar hafa fengið til sín annan Dana fyrir timabilið, Allan Dyring, og er honum ætlað að fylla skarð landa síns og nafna. Dyring þykir ekki hafa staðið fyllilega undir vænt- ingum á undirbúningstímabilinu en Heimir segir hann eiga meira en nóg inni. „Það tók Allan Borgvardt tíma að komast í gang þegar hann kom til okkar. Allan Dyring hefur kannski ekki alveg náð að sína sitt rétta and- lit á undirbúningstímabilinu, en við þjálfararnir höfum trú á þvi að hann geti vel leyst hann af hólmi," sagði Heimir. Aðspurður um helstu keppinauta FH í sumar hafði Heimir vaðið fyrir neðan sig og sagði: „Ég held að það verði í A, KR, Fylkir og Valur.“ Guðlaugur Baldursson, ÍBV: „Erum betri en í fyrra" Upplýsingor og skróning á netinu: www.ulfljotsvatn.is - Sparkleikir - Frumbyggjastörf - Ædol - Útilíf - Kassabílaakstur - Sui/d - Fyrir stráka og stelpur 8-1 2 ára - skipt í hópa eftir aldri Krassandi útilífsœvintýri - fjör og hópeflisandi! INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljot$vatn.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.