blaðið - 12.05.2006, Page 30
30 IFÓLK
FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 2006 blaðið
20 CM
PERSÓNULEIKI
Nú er að fara af stað fegurðarsamkeppn-
In Ungfrú fsland 2006. Þessi keppnl og
nokkrar svlpaðar hafa verlð umdelldar í
gegnum tíðina og eru enn í dag. Fegurð-
arkeppnir hafa styrkt grundvöll sinn ef
eitthvað er og þykja nú vinsælt sjónvarps-
efni. Eins og í öllum góðum keppnum er
héraðskeppni í Ungfrú (sland og síðan er
það aðalkeppnin þar sem sigurvegarar
héraðskeppnanna koma saman.
Reðuröfund?
Femínistar hafa gagnrýnt fegurðarsam-
keppnir á grundvelli þess að þær hlutgeri
konur. Smáborgarinn er sammála þvf að
keppnin sem slík byggir á afar hæpnu
manngildi. Fegurðarsamkeppnir hafa
hingað til verið tengdar við konur en
Herra (sland fer einnig fram á hverju ári.
Gagnrýnin á hlutgervingu manneskj-
unnar hefur verið fyrirferðamest í sam-
bandi við fegurðarsamkeppnir kvenna
en hún hlýtur einnig að eiga við keppni
karlmanna. Það er að segja ef fyllsta
jafnréttis á að gæta. Gagnrýnendur feg-
urðasamkeppna hafa oft fengið þann
stimpil á sig að vera kynlausar, Ijótarfem-
ínistatruntur og leiðindapúkar. Það eru
að sjálfsögðu haldbær rök og ótrúlegt
að þeim sé ekki beitt víðar í þjóðfélaginu.
Smáborgarinn veltir þá fyrir sér hvernig
megi túlka það að karlmaður stígi fram
og gagnrýni kynbræður sfna. Er þá sömu
orðræðu beitt? Eru það þá eingöngu feit-
ir og Ijótir karlmenn sem gagnrýna fegð-
urðarsamkeppni karla? Er það einungis
reðuröfund?
Heillandi persónuleiki
Smáborgarinn man eftir viðtali við
skipuleggjanda fegurðarsamkeppni fyr-
ir tveimur árum. Skipuleggjandinn var
augljóslega að bregðast við gagnrýni og
sagði að stúlkurnar hefðu verið valdar
inn f keppnina vegna persónuleika og
hæfileika. Það er að sjálfsögðu mýta að
fallegar stúlkur séu heimskar eða hæfi-
leikalausar en Smáborgarann grunar
samt að skarpur persónuleikinn hafi ekki
verið grunnforsenda þess að komast inn í
keppnina, né grunnforsenda þess að fólk
hafi áhuga á henni.
Smáborgarinn skilur reyndar ekki að
heillandi persónuleiki hafi eitthvað með
bikfni-fatnað að gera. En það leggja ekki
allir sama skilning í hugtakið persónu-
leiki, né hvar hann gefur að líta.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstœðisflokki.
Hvar er skuldaklukkan?
„Skuldaklukkan bræddi úr sér! Skuldir Reykvíkinga voru 4 milljarðar á
núvirði þegar R-listinn tók við, en eru núna 65 milljarðar. Þetta er sex-
tánföldun og skuldaklukkan okkar réði hreinlega ekki við þetta. Við er-
um að reyna að koma henni í gang aftur og færustu tölvumenn landsins
vinna dag og nótt við að búa til skuldaklukku sem getur talið nógu hratt
því skuldirnar vaxa með ótrúlegum hraða. Þegar það tekst birtist klukk-
an aftur á www.betriborg.is.“
Sjálfstæðismenn hafa um nokkurra missera skeið verið með svokallaða skuldaklukku á heimasíðu sinni sem sýnt hefur skuldir
borgarinnar hlaðast upp með ógnarhraða. Nú bregður svo við rétt fyrir kosningar að klukkan hefur verið fjarlægð af síðunni.
Stytta af tölvuleikjapersónunni lllidan úr fjölspilunarleiknum World of Warcraft.
Styttan er til sýnis á Electronic Entertainment sýningunni sem stendur nú yfir í Los
Angeles.
Þessi furðulega skepna er úr tölvuleikn-
um Spore sem kemur út á næsta ári. Leik-
urinn verður, eins og myndin sýnir, með
ævintýralegum blæ.
Margir komu við í nýju Fatboy Slim versluninni sem opnuð var við Laugaveg 51 í
blíðviðri á laugardaginn.
Þessi unga kona lét þreytuna líða úr sér I
einum stólanna, en það tók á að ganga um
Laugaveginn ísólinni.
Winner Progress Long Coats
Sjampó fyrir síðhærða hunda
Þessi sérstaka sjampó formúla fýrir síöhæröar(yfir 6cm)
tegundir.hreinsar og styrkir, þökk só sérstökum virkum
efnum sem veita undraveröan árangur; næra og enduriífga
síöhæröan feld. Þessi vara hefur mýkingar, gljá og glans eigin-
leika. Inniheldur Jojoba olíu sem nærir og gefur fallegan glans,
grænmetis trefjaprotein til aö styrkja teygjanleika meöan
unnið er viö feldinn, keratin fyrir húö og E vitamín til aö
endurilfga ofunninn og þreyttan feld. Viö mælum meö vandlegu
eildarvirku hreinsivöru nái
alla leiö aö rótum.
[Winner Progress Short Coats
Sjampó fyrir stutthærða hunda
Þetta er vafalaust mildasta sjampólö I allri okkar llnu, sem undir-
strikar þýðingu rannsókna Ingeya að geta boðið uppá sérhæfða
hreinslvöru fyrir þessa einstaklegu flóknu feldgerð. Virku yfir-
borðsefnin sem notuð enj I þetta sjampó eru grænmetisþykkni og
er þvl algjörlega náttúrulegt. Virku efnin hafa ótrúleg næringar,
vamar og róandi áhrif, þökk sé jurtalækníngamætti ruscus, bal-
dursbrá og salts úr Dauða hafinu. Sérstök vemdar efni sem
þróuð eru úr virkum frumefnunum örva náttúmlegar varnir
ulega, hreinsar það húð og
nærir feldlnn þökk sé E vltaminlnu.
DÝRARÍKIÐ
Grensásvegf s:5686668 • Skútuvogi 16 s:5680020 - Akureyri s:4612540 - www.dyrarikid.is
eftir Jim Unger
7-21
© Jim Urtgcr/dist. by Unitcd Mcdia, 2001
HEYRST HEFUR...
arsonar 1 öjan
O
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
var nýverið viðmælandi
Jóns Ársæls Þórðarsonar í Sjálf-
stæðum íslend-
ingum á Stöð 2.
Sveinar Dags B.
Eggertssonar á
Hallveigarstígn-
um hringdu
samstundis og
kröfðust þess að sínum manni
yrði sami sómi sýndur. Við
því var orðið og er einboðið að
Björn Ingi Hrafnsson, Ólafur F.
Magnússon og Svandís Svavars-
dóttir leggi fram sams konar
kröfugerð...
Peir félagar Hreinn og
Sveinn, Loftsson og Andri
Sveinsson, halda áfram magn-
aðri ritdeilu sinni á síðum
Morgunblaðsins,
þar sem Hreinn
getur ekki leynt
bræði sinni en
Sveinn ekki fyr-
irlitningu sinni.
I þessu samgengi hefur Baugs-
mönnum verið tíðrætt um að
þeir vilji fá réttláta dómsmeð-
ferð frekar en að þurfa að þola
„réttlæti götunnar". I því ljósi
hafa sumir spurt hvort tilgang-
ur skoðanakönnunar, sem unn-
in var fyrir Baug, um afstöðu
almennings til Baugsmálsins
og framhalds þess, hafi ekki
einmitt verið tilraun til þess
að áfrýja málinu til dómstóls
götunnar. Spyrja menn hvað
hafi breyst.
Amiðvikudag bættist Einar
Þór Sverrisson, verjandi
Jóhannesar Jónssonar í Bónus,
í hóp greinahöfunda Mogga
til þess að gera athugasemdir
við fréttaskýringar Kastljóss
um Baugsmálið, hvað sem líð-
ur endurteknum
yfirlýsingum
Baugsmanna upp
á síðkastið um að
málið yrði ekki
frekar rekið í fjöl-
miðlum. í grein sinni hæðist
Einar Þór að því að hvorki Jón
Gerald Sullenberger, Styrmir
Gunnarsson eða rannsakarar
efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra hafi þekkt muninn
á debet og kredit við skoðun
sína á reikningi, sem Jón Ger-
ald framvísaði þegar hann
gerði lögreglu viðvart um hin
ætluðu brot. Einari Þór láist
hins vegar að geta þess að bók-
urum og endurskoðendum
Baugs brást sú bogalist líka,
eins og fram kom við réttar-
hald í héraðsdómi á dögun-
um...
Pólitíkin í Hveragerði hefur
löngum verið utanaðkom-
andi fullkomlega framandi og
nú er enn komin upp óvænt
staða þar. Kjörstjórn sveitarfé-
lagsins úrskurðaði að Kolbrún
Ósk Guðmundsdóttir mætti
ekki taka sæti á lista vinstri-
grænna, þar sem hún hafi ekki
verið búsett í bæjarfélaginu
nægilega lengi. Finnbogi Vikar
Guðmundsson, oddviti listans,
hyggst kæra úrskurðinn og seg-
ir að VG hafi fengið rangar upp-
lýsingar um hvernig haga bæri
framboðinu og búferlaflutning-
um og vill ekki útiloka að það
hafi verið gert viljandi. Sagði
hann í viðtali við NFS í gær að
meirihluti Framsóknar og Sam-
fylkingar svífist einskis í þvi
að reyna að eyðileggja fyrir VG
og nefnir alls -kyns skemmdar-
verk í bænum til vitnis um það.
Það er af sem áður var þegar
rakkar íhaldsins hömuðust
mest á kommúnistum...
KÚKKÚ!