blaðið - 23.05.2006, Page 1

blaðið - 23.05.2006, Page 1
| SÍÐUR'Í7r24 Fást á þjónustustöðvum Frjálst, óháð & ókeypis! Aukablað um fjár- mál heimilanna og viðskipti fylgir Blaðinu í dag Þakmálun Húsamálun í síma: 844-1011 eða á www.thakmalun.is 114. tölublað 2. árgangur þriðjudagur 23. maí 2006 Sjálfstætt Svartfjallaland Samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu að slíta sambandi við Serbíu | SÍÐA10 Afturelding gefin út í Þýskalandi Afturelding, glæpasaga Viktors Arnar Ingólfssonar, kemur út í Þýskalandi í næsta mánuði. Viktori Arnari hefur verið afar vel tekið í Þýskalandi. Saga hans, Flateyjargáta, kom út í þýskri þýðingu í fyrra og hefur selst mjög vel. Bókin hefur enda hlotið afar lofsamlega dóma gagnrýnenda. Hafa þýskir sjón- varpsmenn m.a. komið hingað til lands til að kynna sér sögu- svið bókarinnar. Út- gefendur Viktors Arnar í Þýskalandi binda vonirvið að Afturlendingu verði ekki síð- ur vel tekið. SfÐA 32 Ráðamenn leitast við að tryggja friðinn í Palestínu Abbas forseti boðar til sáttafundar en teikn eru á lofti um að fylkingar búi sig undir átök. Átök brutust út á ný á Gaza-svæðinu í gær þegar til bardaga kom á milli herflokka sem hlynntir eru ann- ars vegar ríkisstjórn Palestínu og forseta sjálfstjórnarsvæðanna hins vegar. Gífurleg spenna ríkir á Gaza- svæðinu og ráðamenn hafa neyðst til að lýsa yfir því að allt verði gert til að koma í veg fyrir að út brjótist borgarastríð. Félagi í Al-Aqsa herdeildum píslar- votta, sem hliðhollar eru Mahmud Abbas forseta, var skotinn til bana í gær í bænum Abassan á suðurhluta Gaza. Talið er að þar hafi verið að verki vopnaðir menn sem tilheyra öryggissveitum Hamas-samtak- anna er fara nú fyrir ríkisstjórn Palestínu. Talsmaður Fatah-hreyfingar Abbas forseta sagði vígamenn Hamas hafa drepið manninn. Kvað hann annan mann hafa særst í átök- unum. Á vefsíðu Hamas var á hinn bóginn fullyrt að liðsmenn hreyfing- arinnar hefðu sært tvo menn í skot- bardaga sem brotist hefði út þegar félagar í Fatah hugðust ræna einum af foringjum öryggissveita Hamas. Síðar um daginn féll óbreyttur, jórdanskur borgari í skotbardaga nærri þinghúsinu í Gaza-borg og sjö Palestínumenn særðust. Valdabaráttan sem braust út eftir sigur Hamas á Fatah-hreyfingunni í þingkosningunum í janúarmán- uði hefur nú ítrekað getið af sér skot- bardaga á Gaza-svæðinu og á Vest- urbakkanum. Reynt hefur verið að ráða af dögum tvo hátt setta embættismenn Fatah, yfirmann leyniþjónustunnar og foringja ör- yggissveitanna. Sökum þessa eld- fima ástands hefur forseti Palestínu lýst yfir því að ekki verði liðið að spennan geti af sér borgarastríð. Hið sama hafa talsmenn stjórnar Hamas gert. „Yfir þá rauðu línu sem borgarastríð er, áræðir enginn að fara,“ sagði Abbas forseti eftir að hafa átt fund með Tzipi Livni, utan- ríkisráðherra ísraels, í Egyptalandi. Hefur forsetinn boðað fulltrúa allra fylkinga og hreyfinga í Palestínu til fundar á fimmtudag. Ghazi Hamad, talsmaður ríkis- stjórnar Hamas, sagði „ákveðna aðila“ vilja skapa upplausn og rjúfa einingu þjóðarinnar. Áhyggjur fara nú mjög vaxandi af því að valdabarátta forseta og ríkisstjórnar í Palestínu leiði til borgarastríðs. Nicholas Pelham sem tilheyrir International Crisis Group, hugveitu sem sérhæfir sig í að leggja fram lausnir á sviði alþjóð- legra deilumála, segir yfir allan vafa hafið að mikil hætta sé á að til alls- herjarátaka komi á milli herflokka Hamas og Fatah-sveita Abbas for- seta. „Greinilegt er að allir eru að búa sig undir að sáttaviðræður fylkinga fari út um þúfur. Hreyf- ingarnar eru allar að búa sig undir þann möguleika að átök brjótist út,“ segir Pelham. Bankar upplýsi almenning Kuldinn beit hressilega í Reykjavík og víða á landinu í gær. I miðborg Reykjavíkur voru menn venju fremur fljótir i ferðum er þeir skutust á milli húsa. Áfram er spáð köldu veðri en útlit er fyrir að úr rætist um næstu helgi þegar landsmenn ganga að kjörborðinu. . jeau. Nærri lætur nú að hver fjögurra mannafjöl- skyldaíland- , inu greiði 18 þúsund krónur í vexti á mánuði vegna yfirdráttarlána. Meðalvextir á yfirdráttarlánum eru nú um 21%. Pétur Blöndal alþingismaður segir bankana bera siðferð- islega skyldu til að upplýsa almenning um þennan mikla kostnað. Mjög skorti á að það sé gert auk þess sem beinlínis villandi upplýsingum sé í sum- um tilfellum haldið að fólki. | SÍÐA 2 - hreinar línur

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.