blaðið - 23.05.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 23.05.2006, Blaðsíða 12
12 I BÍLAR ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2006 blaðið Blæjubílar hafa af augljósum ástæðum aldrei notið verulegra vinsælda á Islandi. Ekki einu sinni hlýnandi veðrátta undanfarin ár og loforð heimsendaspámanna um að gróðurhúsaáhrifin breyti fslandi í suðurhafaparadís hafa megnað að brey ta þessu. En samt kemur einn og einn dagur, þar sem menn vildu gjarnan sigla niður Laugaveginn í opnum bíl, eða rúnta út í Nauthólsvík og taka blæjuna niður. Endrum og sinnum. Jafnvel þó menn séu kannski mestanpart að láta sig dreyma um að veðrið sé betra en það er. Vilji menn láta slíkt eftir sér er Volvo C70 nákvæmlega bíllinn, sem þá vantar. Þetta er tveggja dyra bíll með hörðum toppi, en með því að styðja á hnapp fer ótrúlegt gangverk af stað; hlutar toppinn í sundur og pakkar honum ofan í skottið á 30 sekúndum. Og þá hefst leikurinn. Tilfinning Þó þetta sé sænskur bíll er tilfinningin við að aka honum líkust því, sem menn þekkja af amerískum bílum. Maður finnur fyrir massanum, hann er gegnheill, öruggur og fer áfram á skriði. Tilfinningin við að aka honum stýrist þó fyrst og fremst af því að þetta er þrátt fyrir allt blæjubíll og það er alveg magnað að þjóta um bæinn með vindinn í hárinu og eyrnakuldann leiðir maður bara hjá sér. Það er gaman! Akstureiginleikar Sem fyrr segir er þetta nánast amerískur bíll að aka, enda gerir Volvo ekki síst út á þann markað. Þegar honum er gefið inn segir Varahlutir Auhahlutir BMW - Benz - Opel www.blfreld.ls Bestu fáanlegu gæöl frá ÞýzHalandl VERÐÖRY6GI Besta verðið mlðað vlð sambærlleg gæðl EHta xenonsett í alla bíla framhjóladrifið talsvert til sín, þannig að það er smá sláttur í stýrinu, sem menn læra fljótlega að varast. Á malbikinu er hann skemmtilegur við að eiga, tala nú ekki um á 18 tommu felgum, en maður þarf að hafa hugann betur við aksturinn á mölinni. En hann getur verið svolítill klunni, beygjuradíusinn er ekki frábær og stundum þarf maður að hafa aðeins fyrir honum. Vél og drif Það er hægt að fá C70 með tveimur tegundum véla, 2,4 lítra venjulegri vél eða 2,5 lítra túrbóútgáfu, eins og blaðamaður reyndi. Ég mæli ótvírætt með túrbóútgáfunni, hún hefur karakter og hljóðið í vélinni er nógu góð ástæða til þess að taka toppinn niður við flest tækifæri. Notast var við sjálfskiptan bíl, sem ég held að sé óhætt að mæla með líka. Sá beinskipti er með ofurnæma kúplingu og togið í fyrsta gír er þannig að menn geta lent í vandræðalegum brottförum, þegar mest nauðsyn er á töffaraskap. Raunar er athyglisvert að það er smáhökt í þeim sjálfskipta líka á þessu svæði. Það er eitthvað sem frændur okkar Svíar mættu laga. Útllt Þetta er ótrúlega snotur coupé og þegar toppurinn er farinn situr eftir snaggaralegur sportbíll. Raunar er ég ekki frá því að það mætti lengja hann aðeins að framan til þess að fá rétt hlutföll fram, en hann má víst ekki verða öllu lengri. Eitt enn, þessi bíll verður eiginlega að vera hárrauður til þess að njóta sín til fulls. Rými Rýmið fram í er alveg frábært, þó það geti verið smámál að smokra sérundir stýrið ef það er stillt mjög neðarlega. Hins vegar er ekki alveg nógu auðvelt að komast aftur í, nema náttúrlega menn hafi toppinn niðri og stökkvi einfaldlega inn í bílinn eins og vera ber. Plássið aftur í er þannig að tveir fullorðnir geta vel komist þar fyrir, en ég myndi nú ekki bjóða i að sitja þar aftur í í miklum langferðum. Fyrir krakka er það hins vegar ekkert mál. Farangur Farangursrýmið er hins vegar annað mál. Skottið fer nánast allt undir toppinn og það er ekki mikið eftir fyrir farangur. Þar má þó koma fyrir smærri töskum, vel flötum. Þegar toppurinn er upp er ástandið skárra, en ekki miklu. En hver kaupir svona bíl til búslóðaflutninga? Öryggi Það á ekki að þurfa að ræða öryggið þegar Volvo er annars vegar. Það er fyrsta flokks. Sérstyrkt grind er umhverfis farþegana, sérstök veltivörn gerir ráðstafanir er bíllinn fer að halla of mikið, þannig að engu skiptir hvort toppurinn er uppi eða niðri. Loftpúðar eru nánast út um allan bíl og allt í himnalagi á þeim vígstöðvum. Rekstur og viðhald Volvo hafa verið í góðum málum þegar kemur að rekstri og viðhaldi, en eyðslan er þó sæmileg: 9,1 lítri á hundraðið. En það gæti verið verra í ljósi þess að þetta er nánast sportbíll. Nytsemd og gæði Auðvitað er erfitt að halda því fram að bíllinn hafi mikla nytsemd á Islandi, en ég held líka tæpast að nokkur maður kaupi sér hann sem fyrsta bíl. En ef hann á annan fyrir má vel ræða um það. Og verðið er hreint ekki slæmt miðað við það, sem menn eru að kaupa: Flókna og fallega smíð, fulla af aukahlutum. Ef menn vilja verja peningum í skemmtilegan bíl, sem verður hreint einstaklega skemmtilegur á góðum sumardögum, þá kemur Volvo C70 sterkur inn. andres@bladid. net Volvo C70 Brimborg Verð: 4.977.000 Blæjubíll Eldsneyti: Benzín Lengd: 4,583 m Breidd: 1,82 Hæð: 1,40 Þyngd: 1725kg Dyr:2 Vélarstærð: 2500 cc Hestöfl: 220 Kostir: Þrælskemmtilegur, pægilegur og öruggur. Blxjubill ogþó ekki. Gallar: Takmsrknð notagildi miðaö við Islemka veðrðttu. Það erstundum smó sldttur i stýrinu og hann er nokkuð þungur. Niðurstaða: betto erekki bili fyrir hvern sem er, en efmaður vill njóta lifsins með stxl, svo eftirsé tekið getur verið gott oð hufu þennan við höndina.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.