blaðið - 23.05.2006, Qupperneq 28

blaðið - 23.05.2006, Qupperneq 28
36 I DAGSKRÁ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2006 blaöiö HVAÐSEGJA STJÖRÍIURNAR? ®Hrútur {21.mars-19.apnl) Fjarlægðin gerir fjöllin blá en fjarlægðin getur einn- ig máð þau út. Reyndu að muna af hverju þið voruð saman til að byrja með. Ef þú getur rifjað það upp þá er möguleiki á að vinna út frá þvf. ©Naut (20. apríl-20. maí) Þú finnur að það er ekki nema sanngjarnt að deila hinu og þessu með þeim sem maður elskar. Pening- ar eru ekki allt en samhengi þeirra f ástarsambönd- um getur oft verið til trafala ©Tvíburar (21. maí-21. júnO Það er ekki mikil spenna í deginum i dag en eitthvað má marka stjörnurnar. Hafðu ekki áhyggjur af því. Leitaðu þess i stað inn á við og reyndu að finna staðinn sem geymir hina innri ró. ©Krabbi (22. júní-22. júlQ Þú veist ekki einu sinni lengur hvað það er sem þið eruðfúl yfir. Það er oft þannig að upphafiega ástæð- an gleymist fljótt en fýlan verður eftir, eitrandi allt sem skiptir máli í sambandinu. ®Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Ertu alltaf með á nótunum? Þú verður að fara yfir dagskrána til þess að ganga úr skugga um hvar þú stendur gagnvart ýmsum málefnum. Það þýðir ekki fyrir þig að ætla að kjafta þig út úr þessu. «!V Meyja tj (23. ágúst-22. september) Sjálfstraust þitt verður til þess að greiða leið þina í vinnunni. Þú kemst fljótlega að því að gagnvart sjálfstrausti virka engin vopn. Vinnufélagar kunna að meta hreinskilni þína í þessum málum. Vog (23. september-23. október) Það er alltað smella saman þessa dagana og þú ert að átta þig á því í fyrsta sinn. Ekki flýta fyrir þessu ferli með því að ýta á, það gerir bara illt verra. Þú þarft að sýna þolinmæði. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Náinn vinur þarf á hjálp að halda en hann er í vand- ræðum með að biðja um hana. Gefðu vininum smá vísbendingu til að létta undir. Það að biðja um hjálp getur orðið vandamál i sjálfu sér. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Þú fmnur hvað það var mikill léttir að koma þessu verkefni frá þér. Loksins getur lífið haldið áfram á eðlilegum hraða. Þú hefðir gott af því á næstunni að vera meira úti og hugsa í rólegheitum. Steingeit (22.desember-19.janúar) Það er nýtt upphaf i vændum og þú hefur skynjað það í þó nokkurn tíma. Nú ríður á að hika alls ekki og láta vaða. Það er aldrei of seint að breyta til og hver er meistari eigin örlaga. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Það er undir þér komið hvernig málin munu fara. Þó persóna þfn hafi verið móðguð þá er engin ástæða til að sökkva niður á sama plan. Vertu stærri persónan í þessu sambandi. ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) Stundum þarf að fórna einu og öðru til þess að fá sinu framgengt. Þú kannt þá list að deila og drottna. Passaðu þig á því að láta ekki völdin stfga þér til höfuðs því það er fátt vandmeðfarnara. KeraiuiK fyrir alla Rétta gjöfin Útskriftargjafir, kveðjugjafir til kennara... Keramik fyrir alla Laugavegi 48b, sími 552 2882. Sjá nánar: www.keramik.is SPURNINGAR VAKNA Fjölmiðlar Kolbrún Bergþórsdóttir Þráinn Bertelsson, Guðmundur Ól- afsson og Bjarni Harðarson voru meðal gesta í Silfri Egils síðastlið- inn sunnudag. Þeir voru óskaplega skemmtilegir, sem er annað en segja má um frambjóðendur í Reykjavík sem komast langt með að svæfa mann í hvert sinn sem þeir opna munninn. Guðmundur Ólafsson kom mér í nokkuð uppnám þegar hann tilkynnti að Sjálfstæðisflokk- urinn væri einn stærsti jafnaðar- mannaflokkur á Norðurlöndum. Ég er nefnilega skráð í Samfylkinguna og man ekki betur en að hún kalli sig jafnaðarmannaflokk. „Ég verð að muna að spyrja Össur hvort við séum kannski í vitlausum flokki,“ hugsaði ég. Ég komst aftur í upp- nám í auglýsingahléi þegar Dagur B. Eggertsson birtist á skjánum og sagðist vera stoltur af Árbænum og Árbæjarlauginni. Mér var satt að segja stórlega misboðið. Ég vissi ekki að Árbærinn væri sérstakt kjör- dæmi. Ég sé heldur ekki að Árbæj- arlaugin sé eitt- hvað betri en Sundlaug Vest- urbæjar. „Ég verð að muna að spyrja Öss- ur hver sé full- trúi okkar Vest- urbæinga á lista Samfylkingar,“ hugsaði ég. Svo andvarpaði ég því ég skil ekki enn ■ af hverju Samfylk- ingin hafði ekki vit á að gera öss- ur að borgarstjóra- efni sínu. Þá hefði maður skoppað á kjörstað eins og kátur kálfur að vori. sjónvarpsdagskrA 0 SJÓNVARPIÐ 16.40 Útogsuður Gísli Einarsson ferum landið og heilsar upp á forvitnilegt fólk. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Freyr Arnarson. Textað á síðu 888 íTextavarpi.e. 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Fræknir ferðalangar (37:52) 18.25 Draumaduft (12:13) 18.30 Gló magnaða (52:52) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljós 20.20 Mæðgurnar (12:22) A 21.05 Takatvö (2:10) Nýsyrpa af hinni vin- sælu þáttaröð Töku tvö, þarsem Ás- grímur Sverrisson ræðir við íslenska kvikmyndagerðarmenn. Stjórn upp- töku: Jón Egill Bergþórsson. Textað ásíðu 888 íTextavarpi. 22.00 Tíufréttir 22.20 Víkingasveitin (3:4) (Ultimate Force) Atriði ( þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.20 Dýrahringurinn (4:10) (Zod iaque) 00.10 Kastljós 00.55 Dagskrárlok [■ SIRKUSTV 18.30 Fréttir NFS 19.00 fsland í dag 19.30 Sirkus RVK e. Sirkus Rvk er í umsjá Ásgeirs Kolbeinssonar 20.00 Friends (8:23) 20.30 Tívolí Dóri DNA, Ágúst Bent, Lúlli og Þorsteinn Lár munu fara með áhorf- endur á fjölmarga staði í Reykjavík. 21.00 BernieMac(7:22) 21.30 Supernatural (15:22) 22.15 Men of Honor (Heiðursmenn) . Bönnuð börnum. 00.20 ExtraTime-Footballers'Wive 00.45 Friends(8:23)e. oi.io Tívolí STÖÐ2 06.58 fsland í bítið 09.00 Bold and the Beautiful 09.20 ffínuformi 2005 09.35 Martha 10.20 My Sweet Fat Valentina 11.10 Missing (16:18) 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Neighbours 12.50 Ifinuformi 2005 13.05 Home Improvement 4 13.30 Jack Osbourne - Adrenaline Rush (3:3) 14.20 Amazing Race (1:15) 15.15 Supernanny (5:11) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.20 Bold and the Beautiful 17.40 Neighbours 18.05 TheSimpsons (7:22) 18.30 Fréttir, íþróttir og veður 19.00 fsland í dag 19.50 Strákarnir 20.15 Amazing Race (9:14) 21.00 LasVegas (13:22) 21.45 Prison Break (17:22) (Bak við lás og slá) 2005. Bönnuð börnum. 22.30 The Robinsons Breskur gaman- myndaflokkur. 2005. 22.55 Twenty Four (16:24) (24) 23.40 Bones (4:22) 00.25 Hair Leikstjóri: Milos Forman. 1979. Leyfð öllum aldurshópum. 02.30 Kill Me Later (Dreptu mig seinna) Kolsvört kómedía um unga konu á ystu nöf. Aðalhlutverk: Selma Blair, Max Beesley, O'Neal Compton. Leik- stjóri: Dana Lustig. 2001. Bönnuð börnum. 03-55 Familjehemligheter (Fjölskyldu- leyndarmál) Sænskt verðlauna- drama. Leikstjóri: Kjell-Áke Anders- son. 2001. 05-35 Fréttir og fsland í dag 06.40 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 0 SKJÁR EINN 07.00 6 til sjö e. 08.00 Dr. Phil e. 08.45 Innlit/útlit e. 16.10 TheO.C.e. 17.05 Dr. Phil 18.00 6 til sjö 19.00 Frasier 19.30 AllofUs e. 20.00 How Clean isYourHouse 20.30 Too Posh to Wash Hreingerningar- drottningarnar Aggieog Kim ú How Clean is your House hafa gerst enn nærgöngulli og taka nú fyrir per- sónulegri vandamál fólks en híbýli þess, það er komið að mannslíkam- anum. 21.00 Innlit / útlit 22.00 ClosetoHome 22.50 Jay Leno 23-35 Survivor: Panama - Tvöfaldur úr- slitaþátture. 01.20 Frasier -1. þáttaröð e. 01.45 Óstöðvandi tónlist ^^SÝN 17.50 Þýski handboltinn 19.30 Gillette HM 2006 sportpakkinn 20.00 Meistaradeild Evrópu frétta- þáttur 20.30 Leiðin á HM 2006 21.00 Sporðaköst II (Vatnsá) Skemmti- legir veiðiþættir þar sem rennt erfyr- irfisk víða um land. Umsjónarmaður er Eggert Skúlason en dagskrárgerð annaðist Börkur Bragi Baldvinsson. 21.30 Þýski handboltinn 22.50 World Poker 00.20 UEFA Cup Final 2004/2005 'V/ NFS 07.00 fsland í bítið ( umsjá Heimirs Karlssonar og Ragnheiðar Guðfinnu Guðnadóttur. 09.00 Fréttavaktin fyrir hádegi Frétta-, þjóðmála- og dægurmála- þáttur í umsjá Lóu Aldísardóttur og Hallgríms Thorsteinssonar. n.40 Brot úr dagskrá 12.00 Hádegisfréttir 13.00 Sportið 14.00 Fréttavaktin eftir hádegi 17.00 Sfréttir 18.00 Kvöldfréttir/fslandi í dag/fþróttir 19.40 Hrafnaþing 20.10 Kompás e. Islenskur fréttaskýring- arþátturí umsjá Jóhannesar Kr. Krist- jánssonar. 21.00 Fréttir 21.10 48 Hours 22.00 Fréttir 22.30 Hrafnaþing 23.15 Kvöldfréttir/fslandi í dag/íþróttir 00.15 Fréttavaktin fyrir hádegi 03.15 Fréttavaktin eftir hádegi 06.15 Hrafnaþing F4BEISTÖÐ 2 ■Bíó 06.00 Finding Graceland (Ferðln til Graceland) 08.00 Triumph of Love (Ástin sigrar) 10.00 Virginia's Run (Hestastelpan) 12.00 My Boss's Daughter (Dóttir yfir- mannsins) 14.00 Finding Graceland 16.00 Triumph of Love (Ástin sigrar) 18.00 Virginia's Run (Hestastelpan) 20.00 My Boss's Daughter (Dóttir yfir- mannsins) 22.00 Thirteen (Þrettán) 00.00 Inthe Bedroom 02.10 Taking Sides 04.00 Thirteen RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9 Da Vinci slœr í gegn Það er ljóst að áhugi á Da Vinci lykl- inum er gríðarlegur hér á landi sem og annars staðar því rúmlega 12.500 manns sáu myndina um helgina sem gerir Da Vinci Code frumsýn- inguna að þeirri stærstu á árinu. Ásókn í miða var mikil og sýningar margar hverjar uppseldar mörgum klukkutímum áður og náði þetta hámarki í gær. Forvitni er mjög mik- il enda hefur bókin selst í tæplega 30.000 eintökum hér á landi og aðdá- endur spenntir að sjá hvernig hún kemur út á hvíta tjaldinu. Da Vinci Code hefur þannig stimplað sig inn af krafti í bíómyndasumarið. The Da Vinci Code er sýnd í Smárabíói, Regnboganum, Laugar- ásbíói, SAM Álfabakka og Keflavík, Selfossbíói, Háskólabíói og Borgar- bíói Akureyri. Stærsta frumsýning ársins

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.