blaðið - 15.06.2006, Page 4

blaðið - 15.06.2006, Page 4
4 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2006 blaöiö Forstjórar vísa gagnrýni Bændasamtakanna á bug Framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands segir skýringu kaupmanna á hækkun matar- verðs ekki á rökum reista. Hann segir hækkanir alfarið komnar til hjá smásölum. Kirkjuklukkur klingja Hún þurfti að halda fyrir eyrun þessi Beri- fnarmær þegar kirkjuklukkur Hallgríms- kirkju byrjuðu að slá inn heila tímann i gær. Þó útsýnið frá Hallgrímskirkjuturni yfir Reykjavíkurborg og nágrenni geti veríð stórbrotið er ekki vænlegt að vera þarna þegar klukkurnar láta f sér heyra. vörur undir kostnaði allt síðastliðið ár og eru nú reyna komast út úr því. Þetta eru ekki eðlilegir viðskipta- hættir að mínu mati.“ Sigurgeir segir þær hækkanir sem hafa orðið á kjötvörum vera eðlilegar enda sé markaðurinn núna loksins í jafnvægi eftir mörg erfið ár. „Það var bullandi offramboð á kjöti fyrir þremur árum. f kjölfarið hrundi markaðurinn með tilheyrandi gjald- þrotum. Núna ríkir jafnvægi sem hefur hjálpað framleiðendum að hækka verð sem var komið langt undir framleiðslukostnað." Dýrasta mjólk í heimi Finnur Árnason, forstjóri Haga, vísar gagnrýni Bændasamtakanna á bug. Hann segir verð frá mjólk- urstöðvum hérlendis vera eitt það hæsta í heimi og að þrátt fyrir hækk- anir smásöluaðila séu verslanir al- mennt að selja mjólk undir kostnað- arverði. Kaupmenn eru því að hans mati ekki að reyna draga athyglina frá einu eða neinu. „Það liggur al- veg ljóst fyrir að við erum að kaupa dýrustu mjólk í heimi og selja hana með tapi. Ég veit ekki hvort það á að skamma okkur mikið fyrir það. Kjötvörur hafa hins vegar hækkað um allt að 7% frá áramótum fyrst og fremst vegna skorts á þessum vörum.“ Þá bendir Finnur á að matvara hafi hækkað hlutfallslega minna en aðrar vörur á undanförnum sex árum. „Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 34% frá ársbyrjun 2000. Á sama tíma hefur matvara aðeins hækkað um 16%. Ríkið er í smásölu- rekstri og selur áfengi og tóbak. Þar hefur verðlag hækkað um 35% á síðastliðnum sex árum. Þannig að það er ríkið sem dregur neysluvísi- töluna upp á við þegar kemur að smásölunni." Sigurður Arnar Sigurðsson, for- stjóri Kaupáss, undrast gagnrýni Bændasamtakanna. „Það er mjög furðulegt af forsvarsmanni Bænda- samtakanna að koma fram með svona vitleysu. Ef skoðuð er verð- þróun á mjólkurvörum frá þvi í janúar á síðasta ári þá er mjólkur- flokkurinn í heild um 4% lægri núna. Þannig að mjólk er ódýrari núna heldur en hún var í janúar 2005. Þaðrer samkeppni á markað- inum sem hefur leitt til þess að við höfum þurft að selja þessar vörur undir kostnaðarverði." hoskuldur@bladid.net Eftir Höskuld Kára Schram Einhliða verðhækkanir smásöluað- ila á mjólkurvörum skýra að miklu leyti hækkun búvöru í matar- og drykkjarlið vísitölu neysluverðs, að mati framkvæmdastjóra Bændasam- taka íslands. Hann segir kaupmenn reyna að draga athyglina frá þessum hækkunum með því að beina um- ræðunni að kjötvörum. Forstjórar Kaupás og Haga vísa gagnrýni Bændasamtakanna á bug. Verð á mat- og drykkjavörum hefur hækkað um 3,7% frá því í maí samkvæmt útreikn- ingum Hagstofunnar. Mjólkurvörur hækkuðu mest Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,16% í júní miðað við fyrri mánuð samkvæmt útreikningum Hagstof- unnar. Mestan þátt i hækkun vísi- tölunnar að þessu sinni áttu miklar verðhækkanir á mat- og drykkjar- vörum en þær hækkuðu um 3,7% milli mánaða. Forsvarsmenn Kaupás og Haga hafa bent á að gengisbreytingar sem og verðhækkun á kjöti skýri að mestu leyti þessar hækkanir. í yfirlýsingu sem Bændasamtök Is- lands (Bl) sendu frá sér á þriðjudag er þessum fullyrðingum mótmælt. Benda samtökin á að smásöluverð á Mjólkurvörur hækkuðu almennt um 16% frá því í maí en eru þó enn seldar víða undir kostnaðarverði mjólkurvörum hafi hækkað um allt að 16% milli mánaða án þess til hafi komið hækkun frá mjólkurstöðvum til smásala. Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri BÍ, segir kaupmenn vera að reyna að draga athyglina frá hækkunum á mjólkurvörum og skella skuldinni alfarið á bændur. „Hækkun á mjólkurafurðum er mesta hækkunin á einstökum land- búnaðarvörum milli mánaða og hún verður alfarið til hjá smásöluaðilum. Þeir nefna það ekki, heldur draga at- hyglina að kjötinu sem hækkar um 2% á meðan mjólkin hækkar um allt að 16%. Þessi hækkun á mjólkinni kemur til vegna þess að lágvöruversl- anirnar hafa selt ýmsar mjólkur- Opið: Virka daga 12-16, nema fimmtudaga 12-18 Eldshöfða 16, Bakhús S: 616-9606 7”sjónvarp tilvalið í bílinn, húsbílinn, fellihýsið eða tjaldvagnini •3,2sm þykkur flatskjár • innbyggðir hátalarar + eyrnatól • 12V rafmagnstengi fyrir bíla • spennubreytir fyrir 220V • hægt að nota sem skjá - AV tengi Ármúla 19 • 108 Reykjavík • Sími 568 1 620 • www.gloey.is Sambærileg- ur styrkur mengunar Styrkur svifryks og köfnun- arefnisdíoxíðs var mjög sam- bærilegur á gatnamótum Langholtsvegar og Skeiðarvogs og við Grensás í desembermán- uði 2005. Þetta kemur fram í skýrslu Önnu Rósu Böðvars- dóttur hjá Mengunarvörnum Reykjavíkur og Lúðvíks Gúst- afssonar, deildarstjóra hjá Um- hverfissviði Reykjavíkur. Anna Rósa Böðvarsdóttir segir þetta að mörgu leyti koma á óvart. „Umferðarþungi er mun minni í íbúðabyggð við Langholtsveg en á gatnamótum Grensás- vegar og Miklubrautar. Árið 2005 keyrðu um 13 þúsund bílar Skeiðarvog á sólarhring, en um 45 þúsund Miklubraut við Grensásveg,“ segir Anna Rósa í samtali við Blaðið. Að sögn Önnu Rósu er um- ferðin helsta uppspretta loft- mengunar í Reykjavík. „Fyrir- fram mætti reikna með styrkur loftmengandi efna væri minni við Langholtsveg en við helstu umferðargötu borgarinnar." I skýrslunni kemur fram að hugs- anlegt sé að nálægð við Sæbraut sem mikla umferðaræð skýri að einhverju leyti háan styrk mengunarefna við Langholts- veg, en einnig kemur til greina að þungaumferð um Skeiðar- vog og Langholtsveg sé meiri en í venjulegri íbúðabyggð. Umhverfissvið Reykjavíkur ætlar sér að mæla aftur á þessum gatnamótum á öðrum árstíma. „Við ætlum okkur einnig að mæla loftmengun á fleiri stöðum á þessu svæði til að fá betri mynd af stöðunni," segir Anna Rósa. ókeypis til mimmm heimila og fyrirtækja alla virka daga blaóió Bráðabirgðastjórn Sómalíu samþykk- ir friðargæslu Bráðbirgðaþing Sómalíu sam- þykkti í gær að hleypa friðar- gæsluliðum frá Úganda og Súdan til landsins. Talið er að ákvörðun löggjafans auki lík- urnar á meiriháttar átökum á milli bráðabirgðastjórnarinnar og íslamskra uppreisnarmanna í landinu, en þeir hafa ítrekað hafnað öllum hugmyndum um að erlendir hermenn stilli til friðar þar. Uppreisnarmennirnir, sem vilja koma á íslömsku ríki í Sómalíu, hertu enn tök sín i gær þegar þeir náðu borginni Jowhar á sitt vald í gær. I síðustu viku féll höfuðborgin, Mógadisjú, í þeirra hendur.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.