blaðið

Ulloq

blaðið - 15.06.2006, Qupperneq 8

blaðið - 15.06.2006, Qupperneq 8
8IFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2006 blaftið TÖL BRAUTARHOLT110-14 | S: 588 1000 | WWW.TASK.IS Opið: 10-18 virka daga 12-10 laugardaga Jose Bove lýsir yfir framboði til forseta Þekktur franskur andófsmaður hyggst sameina vinstri menn. 2003 fann Ronald McDonald fyrir reiði Bove. Jose Bove, þekktur franskur bóndi og baráttumaður gegn alþjóðavæð- ingu og óæskilegum áhrifa skyndi- bitamenningar, ætlar að bjóða sig fram í forsetakosningunum á næsta ári. f viðtali sem birtist í dagblaðinu Liberation í gær sagðist Bove vera reiðubúinn til þess að axla þá ábyrgð sem fylgir því að vera forseti Frakka og að hann væri frambjóðandinn sem gæti sameinað vinstrimenn í baráttu fyrir umhverfismálum og réttindum verkafólks. Jose Bove er með þekktari baráttu- mönnum samtímans og segja margir að hann sé holdgervingur andstöðu gegn því sem margir Frakkar segja vera neikvæða fylgifiska alþjóðavæð- ingar. Hann vakti fyrst á sér athygli á tíunda áratugnum þegar hann hóf baráttu gegn frjálsri verslun með landbúnaðarafurðir og erfða- breyttum matvælum. Hann hefur einnig verið ötull talsmaður þeirra sem telja að skyndibitamenning samtímans, sem hann kallar „le mal- bouffe,” sé að eyðileggja matarmenn- ingu einstakra ríkja. Baráttuaðferðir hans eru oft um- deildar en hafa óneitanlega vakið mikla athygli á málstaðnum. Árið 2003 var hann dæmdur í sex vikna fangelsi fyrir að rústa McDonalds- skyndibitastað sem var i byggingu í Frakklandi. Hann var einnig dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í fyrra fyrir að að eyðileggja akur þar sem ræktað var erfðabreytt korn. Hann var einnig áberandi í hópi þeirra sem börðust gegn því að Frakkar samþykktu fyrirhugaða stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra. Búist er við að fleiri framboðum á vinstri væng franskra stjórnmála í forsetakosningunum á næsta ári. En Bove er sannfærður um að hann geta sameinað þessi öfl í eina sterka fylkingu. Hann segir að samein- ist þeir sem eru andvígir óheftum markaðsöflum og einokun hags- muna framleiðanda en berjast fyrir umhverfisvernd og réttindum verka- fólks um framboð hans muni hann bera sigur úr býtum. Nokkrir góöir dagar hjá Bandaríkjaforseta Eftir Örn Arnarson George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki séð til sólar í langan tíma. Ríkisstjórn hans hefur verið gagnrýnd fyrir vanhæfni í veiga- miklum málum. Samstarfsmenn eru sakaðir um spillingu, stuðn- ingur kjósenda við utanríkisstefnu hans hefur farið þverrandi og á sama tíma ógnar hátt heimsmark- aðsverð á olíu þeim hagvexti sem skattalækkunaráformum forsetans var ætlað skapa. Ástandið hefur end- urspeglast í skoðanakönnunum en fáir forsetar hafa mælst óvinsælli á miðju kjörtímabili en George Bush. Óánægjan hefur meðal annars orðið til þess að æ fleiri repúblik- anar óttast að þeir missi meirihluta sinn á bandaríska þinginu. Vika er langur tíma pólitík og vís- bendingar eru um að taflið kunni að vera að snúast. Nýjar skoðanakann- anir sýna að í fyrsta sinn í langan tíma fer stuðningur við forsetann vaxandi meðal bandarískra kjós- enda. f síðustu könnun sem Gallup gerði í Bandaríkjunum kemur fram að hlutfall þeirra Bandaríkjamanna sem eru ánægðir með störf forset- ans er komið í 38% og hefur því auk- ist úr 31% í maí á þessu ári. Auk þess kemur fram í könnunum að stuðn- ingur við forsetann í veigamiklum málum fer vaxandi, meðal annars við stefnu hans gagnvart frak og hagstjórninni og áherslur hans í innflytjendamálum. Óvænt til frak Rótina að óvinsældum George Bush er ekki síst að finna í þeirri utan- rikisstefnu sem hann hefur rekið og hvernig ástandið í frak hefur þróast. Bandaríkjamenn voru ekki búinn undir þá skálmöld sem hefur geysað í landinu eftir að innrásinni lauk. En tíðindi síðustu daga hafa gefið ástæðu til bjartsýni. Mikilvægum áfanga í að berja uppreisnina í land- inu niður var náð þegar Abu Musab al-Zarqawi, leiðtogi Al-Qaeda í írak, var felldur á dögunum. Það skiptir ekki siður máli að Nouri al-Maliki, forsætisráðherra fraks, hefur loks- ins náð að skipa í öll ráðuneyti í ríkisstjórn landsins. Sá árangur hefur meðal annars gert forsætis- ráðherranum kleift að skipa öryggis- sveitum landsins að hefja gagnsókn gegn uppreisnarmönnum. Þetta gefur bandarískum kjósendum von um að ástandið fari batnandi og að bandarískir hermenn festist ekki Iðnaðarryksugur FVER HF Fjöldi aukahluta A nt 602 SKEIFAN 3E-F - 108 REYKJAVIK SlMI 581 2333 / 581 2415 RAFVEH -HAFVEK.IS - WWW.RAFVER.IS í feni borgarastríðs eins og óttast hefur verið. George Bush hefur nýtt sér fátíðar, jákvæðar fréttir frá frak til hins ýtr- asta. Á þriðjudag hélt hann óvænt til Bagdad og fundaði með al-Maliki. Með ferðinni var forsetinn að senda Bandaríkjamönnum tvenn skilaboð. f fyrsta lagi að árangur væri að nást í frak og að í framtíðinni verði Banda- ríkjamanna ekki þörf við að halda uppi lög og reglu í landinu. f öðru lagi að uppreisninni í landinu væri langt í frá lokið og þolinmæði væri þörf. Á sama tíma og Bush var í frak bárust þau tíðindi að Karl Rove, helsti ráðgjafi forsetans, yrði ekki ákærður í tengslum við rannsókn á „lekamálinu” svokallaða. Málið hefur legið eins og mara á Rove undan- farna mánuði. Tíðindi um að hann verði ekki ákærður hafa þá þýðingu fyrir forsetann að Rove getur ein- beitt sér algjörlega að því verkefni að tryggja að repúblikanar haldi meiri- hluta sínum í þingkosningunum í nóvember. Slíkur sigur myndi veita forsetanum annað tækifæri til þess að koma helstu stefnumálum sínum gegnum þingið. Þrátt fyrir fyrir núverandi meirihluta hefur forsetanum gengið illa að koma mik- ilvægum málum gegnum þingið á þessu kjörtímabili og segir sú stað- reynd meira en mörg orð um veika stöðu Bush. Sigri demókratar í þing- kosningunum er ljóst að Bush muni koma litlu í verk næstu tvö árin og síðara kjörtímabil hans verður talið algjörlega misheppnað. Þrátt fyrir að George Bush hafi upplifað „nokkra góða daga” er sá jákvæði andi sem svífur nú yfir vötnum Hvíta hússins fyrst og fremst til marks um hversu erfið staða forsetans var orðin. Þrátt fyrir að vinsældir Bush fari vaxandi sam- kvæmt könnunum mælast þær enn litlar. Og góðu dagarnir þurfa að vera mun fleiri eigi repúblikanar að sigra í þingkosningunum. orn@bladid

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.