blaðið - 12.07.2006, Qupperneq 2

blaðið - 12.07.2006, Qupperneq 2
14 I FERÐALÖG OG ÚTIVIST MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2006 blaAÍA i m átíðir um verslunarmanna- Gamla góða Sumargleðin kemur saman til að skemmta í Galtalæk um verslunarmannahelgina. HELLUSTEYPA JVJ VAGNHÖFÐA 17 SÍMI 587 2222 Allur er varinn góður. Það er um að gera að byrja strax að skipu- leggja hvert halda skal þessa frægu helgi því úrvalið er mikið og um margar uppákomur að ræða. Dagskrá Húnavöku Föstudagur 14. júlf 20:00-20:30 Setningarathöfn í Brautarhvammi. 20:30-22:00 Sundlaugarpartý fyrir 12-16 ára. 20:30-21:30 Tnnleikar í Blönduóskirkju. Harpa Þorvaldsdóttir sópransöngkona. 21:00-23:00 Skemmtikvöld i Félagsheimilinu undir stjórn Ómars Ragnarssonar. 22:00-23:30 Ojasstríóið Mixo's á veitingastaðnum Við árbakkann. 22:00-01 d)0 Unglingadansleikur i risatjaldi í Brautarhvammi. Ingó Idol og Veðurguðirnir ásamt hljómsveitinní Mömmustrákum. 23:00-011)0 Harmónikkudansleikur með hljómsveit HUH í Félagsheimilinu. 23:30-03:00 Stuðdóettinn Haldapokarnir á veitingastaðnum Við árbakkann. Laugardagur 15. júlf 11:00-13:00 Áheyrnarprufur i Míkró-húninum - söngkeppni barna og unglinga á útisviði í Brautarhvammi. Þeir bestu fá að syngja skemmtidagskrá síöar um daginn og fá glæsileg verðlaun að auki. 11:00-15:00 Hestar fyrir börnin i Brautarhvammi. 11:00-17:00 Barnaleiktœki i Brautarhvammi, hoppkastalar, trampolín og risastór hringekja (Ath. kostar kr. 200 i hringekjuna). 13:00-15:00 Blönduhlaup. Ræsing kl. 13:00 við KB banka. 13:30-17:00 Markaðstjald í Brautarhvammi. Allt milli himins og jarðar. Húnvetnsk framleiðsla, hugvit og handverk. 13:30-17:00 Fjöiskylduskemmtun á útisviði: Ingó Idol, ungir harmónikkusnillingar, Ronja ræningjadóttir, Ardís Ólöf, Bangsímon og félagar, Mikró-Húnninn, söngkeppni barna og unglinga og Lúðrasveit Tónlistarskóla A-Hún. 17:00-18.00 Tónleikar í Blönduóskirkju. Jóna Fanney Svavarsdóttir sópransöngkona og Erlendur Þór Elvarsson tenór. 18.-00-20:00 Hátíðarmatseðill á veitingastaðnum Við árbakkann. 18:00-20:15 Hverfagrill Grillkóngar og drottningar þriggja hverfa Blönduóss kalla saman fólkið i sínu hverfi og svo er grillað kjöt frá SAH og Kók drukkið með. Endar með skrúðgöngum úr hverju hverfi niður í Fagrahvamm. 20:30-23:00 Kvöldvaka og Bakkasöngur i Fagrahvammi: LúðrasveitTónlistarskóla A- Hún, sigurvegarar úr sönpkeppninni fyrr um daginn taka lagið, Ardis Olöf syngur, Hundur i óskilum group og Bakkasöngur. 23:00-03:00 Dansleikur með Stuðmönnum í Félagsheimilinu. Sunnudagur 15. júlf 11:00-12:00 Messa í Blönduóskirkju. 13:00-16:00 Opið hús í Leikskólanum Barnabæ. Skralli trúður mætir klukkan 14:00 og skemmtir börnunum. 14:00-15:30 Tónleikar í Blönduóskirkju. Ari Jóhann Sigurðsson tenór, Halldóra Á Heyden Gestsdóttir sópran og Þórhallur Barðason baritón. 14:00-17:00 Dagskrá í Heimilisiðiðnaðar- safninu. Konur sýna hannyrðir, spinna, kemba, prjóna, sauma út, hekla og fl. Auk þess verða á boðstólnum alls kyns athyglisverðar sýningar í Hafíssetrinu, á veitingahúsinu Við árbakkann, í Heimilisiðnaðarsafninu, I Hnitbjörgum og íþróttamiðstöðinni. Verið velkomin! INNIPÚKINN Tónlistarhátíðin Innipúkinn hefur verið haldin með góðum árangri undanfarin fimm ár. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta hátíð fyrir fólk sem ekki líkar að hírast í tjaldi, en vill þó gera sér dagamun yfir verslunarmannahelgina. Innipúkarnir fá inni á Nasa við Austurvöll þetta árið en tilgangur há- tíðarinnar í ár sem önnur ár verður að bjóða upp á góða tónlist í Reykja- vík á sama tíma og vertíð útihátíða á íslandi gengur í garð. Tónleikar hefjast alla dagana kl. 18 og stendur gleðin fram á rauða nótt. Miðasala hófst fimmtudaginn 29. júní kl. 10 á midi.is, í verslunum Skífunnar, í vel völdum verslunum BT auk verslunar Hive við Grensás- veg. Hægt verður að kaupa passa á alla hátíðina og einstaka daga líka. Passi kostar 5.900 kr. auk miða- gjalds og dagspassi kostar 2.600 kr. auk miðagjalds. Þess ber að geta að alltaf hefur orðið uppselt á hátíðina, takmarkað magn miða er í boði og því um að gera að tryggja sér sæti. Dagskráin verður með eftirfar- andi hætti en meira um nákvæmari tímasetningar má finna á vefsíð- unni Www.ddr.is/innipukinn Föstudagur 4. ágúst Television, Benni Crespo’s Gang, The Foghorns, Ég, Jan Mayen, Jomi Massage, Jakobínarína og Jeff Who? Laugardagur 5. ágúst Throwing Muses, Weapons, Æla, Morðingjarnir, Hermigervill, Solex, Eberg, Hjálmar og Donna Mess. Sunnudagur 6. ágúst Speaker Bite Me, Mugison, Mammút, Ampop, Koja, Norton, Skakkama- nage, Mr. Silla/ Mongoose og Ghostigital. GALTALÆKUR Allir fslendingar kannast við útihátíðina í Galtalækjarskógi, en þar kemur fólk saman og skemmtir sér án áfengis eða ann- arra vímuefna. Hátíðin hefur í gegnum árin verið sú fjölmennasta og vinsælasta á landinu enda úrvalið af skemmtiat- riðum alltaf fjölbreytt og fyrir alla aldurshópa. Undir verndarvæng Heklu hefur svæðið, sem er frá náttúrunnar hendi einstaklega vel skapað til útivistar og hátíðarhalda, vaxið og dafnað. Bindindismótið í Galtalæk er fyrir löngu orðið landsþekkt og allt frá árinu 1967 hafa verið haldnar úti- hátíðir í Galtalækjarskógi þar sem mest hafa komið saman um 9.000 manns. Færri vita að tjaldstæðin í skóginum eru opin allt sumarið fólki sem vill dvelja í friðsælu og fögru umhvefi. I ár munu Stuðmenn mæta ásamt Birgittu Haukdal, Valgeiri Guðjóns og Stefáni Karli. Paparnir og Skíta- mórall verða einnig á hátíðinni og síðast en ekki síst hefur gamla góða Sumargleðin með Ragga Bjarna, Hemma Gunn, Ómari Ragnarssyni, Þorgeiri Ástvalds og Magga Prins Póló ákveðið að koma saman að nýju í þetta eina skipti. Hljómsveitin f zafold, sem átti stór- leik í Idolinu í vetur, ætlar að mæta í Galtalækþessa helgi. Snorri Snorra- son, sigurvegari Idolsins, treður upp og Ingó og Bríet Sunna verða Iíka í Galtalæk. Enn er beðið eftir að Nylon flokkurinn staðfesti komu sína en dagskrá þeirra næstu mán- uði er nokkuð óljós. Hin árlega flugeldasýning verður á sínum stað sem og varðeldurinn sem eru fastir liðir um verslunar- mannahelgina í Galtalæk. www.galtalaekur.is NEISTAFLUGÁ NESKAUPSTAÐ Neistaflug er fjölskylduhátíð sem haldin hefur verið um verslunar- mannahelgi í Neskaupstað síðan 1993 og verður hún því haldin í 14. skiptið þetta árið. Upphaflega var það Ferðamálafélag Norðfjarðar sem hélt hátíðina, en árið 1998 tók Blús-, Rokk- og Jazzklúbb- urinn á Nesi við rekstri hátíðar- innar og hefur farið með hann síðan. Fjölskyldan hefur ætíð verið í fyr- irrúmi á Neistaflugi enda hafa skipu- leggjendur alltaf haft það að leiðar- ljósi að fá skemmtikrafta fyrir fólk

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.