blaðið - 12.07.2006, Qupperneq 6

blaðið - 12.07.2006, Qupperneq 6
18 I FERÐALÖG OG ÚTIVIST MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2006 biaðiö Hoppferðir í sólino seljast upp Stöðugar símhringingar á ferðaskrifstofurnar Það verður seint sagt að veðurguð- irnir hafi leikið við okkur íslend- inga það sem af er sumri. Leiðinlegt veður hefur ráðið ríkjum, lítið hefur verið um sólböð og þarf því engan að undra að síminn stoppi ekki hjá ferða- skrifstofunum þegar sólþyrstir lands- menn falast eftir flugi hið fyrsta. Þorvaldur Sverrisson, markaðs- stjóri Orvals útsýnar, segir ekkert lát á símhringingum þessa dagana. ,Það er búið að vera alveg sérstak- lega óvanalegt mynstur í bókunum undanfarnar vikur og ef litið er yfir síðustu árin verður að kalla þetta sögulegt. Við finnum mikið fyrir því að fólk sé komið með nóg af veðr- inu hérna heima og vilji einfaldlega komast burt.“ Er ekki erfitt aðfá hagstæðarferðir ef tekið er mið af aukinni eftirspurn? „Þrátt fyrir aukna eftirspurn getur fólk gert mjög góð kaup. Málið er ein- faldlega það að eftir árið í fyrra sem gekk mjög vel, aukna samkeppni á markaðnum og mikla bjartsýni í ár var ákveðið að auka framboð til muna. Það hefur því verið til nóg af ferðum til þess að anna eft irspurn þó svo að maður geti kannski engu lofað um þessi rosatilboð sem hafa verið.“ Mikið um hoppferðir til Mailorca Miðað við langtímaspá næstu daga, sem ekki er upp á marga fiska, má gera ráð fyrir að aukinn fjöldi leiti á náðir ferðaskrifstofanna. Þorvaldur segist þess fullviss að símhringingar haldi stöðugt áfram næstu daga. „Það sem við eigum laust mun ef- laust rjúka út og fólk getur enn gert mjög góð kaup. Fólk virðist almennt vera farið að þrá að komast í sól- ina og margir koma með það fyrir augum að fara út næsta dag. Ein kom hérna um daginn með ferða- töskuna með sér, vildi fá ferð sem fyrst og var komin upp á völl eftir tvo tíma. Það verður að kallast hopp- ferð í sólina,“ segir hann og bætir við að fólk verði að fylgjast vel með því sem í gangi er vilji það komast út. ,Ef fólk fylgist með vefsíðunum og hefur svolítið puttann á púlsinum getur það fengið mjög góð tilboð og komist í gott veður.“ Hvaða áfangastaðir eru vinsœlastir um þessar mundir? „Þegar kemur að hoppum með stuttum fyrirvara er Mallorca vin- sælast. Þar er hægt að fá fína pakka á hlægilegu verði. Eins eru Costa Blanca og Benidorm mjög vinsælir áningastaðir um þessar mundir. Þarna er líka yfirleitt hægt að treysta á veðrið, en það er einmitt það sem fólk vill einmitt núna þegar ástandið er eins og það er á íslandi.“ Hvað með fínni staði eins og Tyrk- land ogKrít? „Báðir þessir staðir hafa verið geysilega vinsælir í sumar, enda al- veg frábærir. Það er reyndar minna um einhver súpertilboð þar, vegna þess einfaldlega að fólk hefur bókað fyrirfram í þessar ferðir." Freistandi tilboð fyrir alla fjölskylduna Aðspurður um komandi tilboð og skemmtilega möguleika segir Þor- valdur ýmislegt á döfinni. Það verði hægt að fá góð tilboð í sólina og alls kyns hoppferðir. „Auðvitað halda margir að fram- boð á hagstæðum ferðum minnki í ljósi þess að allir virðast vera að leita eftir sniðugu hoppi. En það er alltaf einhver smuga og mögulegt að fá ferðir á sómasamlegu verði. Við komum ekki til með að hækka þrátt fyrir auknar pantanir og engin ástæða til að sprengja upp verðið. Við lækkum frekar ef eitthvað er,“ www.sv-gardur.is GARÐUR Sveitarfélag í sókn Byggðarsafn Flösin, veitingasala Tjaldsvæði Verslun ESSO Sundlaug íþróttahús Banki Pósthús Raftækjaverslun Góðar gönguleiðir Fjölbreyttfuglalíf Fjölbreytt dýralíf Skagagarðurinn .saga í hverju spori! Þorvaldur Sverrisson, markaösstjóri Úrvals útsýnar. Blatmnkki segir hann og bætir við að heilu andi. Sérstaklega þegar þetta eru fjölskyldurnar geti gert kostakaup. toppstaðir sem allir hafa gaman af.“ „Þegar fjölskyldur geta komist út fyrir innan við tvö hundruð þúsund ..................................... krónur þá er það óneitanlega freist- halldora@bladid.net Ódýrari símtöl milli landa Ásættanlegri símreikn- ingur eftir ferðalagið Það þekkja flestir þann ókost ferðalaga sem felst í dýrum sím- tölum landanna á milíi og svim- andi hárra símreikninga þegar kemur að skuldadögum. Einkum á þetta við þegar menn eru bú- settir erlendis við starf eða nám og hringja í vini og venslamenn hérna á klakanum. Nú hefur ný lausn litið dagsins Ijós hér á landi sem fyrirtækið Atlas- sími á veg og vanda af. Með því að fjárfesta í svokölluðum Smartsíma, sem samanstendur af smartboxi tengdu í síma og Internetið, má hringja frá öllum heimsins löndum og borga einungis það sem sam- svarar islensku gjaldsvæði. „Þetta er í fyrsta sinn sem hægt er að veita símaþjónustu óháð staðsetn- ingu. Hingað til hefur þjónustan verið bundin við heimili, en núna er loksins hægt að fara með þetta er- lendis. Þjónustunni fylgir smartbox sem þarf að fara í samband við sima og internet-router, en þá kemur sjálfkrafa samband við samskipta- miðlana á íslandi. Notandinn þarf ekkert að gera annað en að setja í samband og svo bara að taka upp símann. Hann fær þá íslenskan són líkt og hann væri staddur heima,“ segir Róbert Bragason, stjórnarfor- maður Atlassíma. Hringt frítt í heimasíma Róbert segist sjálfur finna fyrir miklum mun eftir tilkomu kerfis- ins og segir þessa þjónustu tvímæla- laust góða sparnaðarleið fyrir Islend- inga sem fara út fyrir landsteinana. „Þetta er auðvitað frábært fyrir þá sem eru með annað heimili erlendis eða tímabundið við vinnu eða nám. Viðkomandi fellur þá undir íslenskt gjaldsvæði og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að taka upp símann, eins og margir hafa,“ segir hann og bætir við að þetta geti munað tölu- vert miklu. „Ég hef sjálfur ferðast með mitt númer til m.a. Tyrklands og Bandaríkjanna og þetta virkar bara mjög vel og virkar betur en far- sími varðandi talgæði. Maður bara hringir í íslensk númer eða tekur við símtölum frá Islandi og kerfið gerir engan greinarmun á því hvar maður er staddur í heiminum. Þetta er bara allt annað líf.“ Mánaðaráskrift á smartsíma kostar 1.350 krónur og er þá hægt að hringja frítt í heimasíma á Islandi og í smartsíma erlendis. Ef hringt er í gsm síma kostar mínútan 14,90 krónur miðað við alla síma. halldora@bladid. net Bækistöðvaferð í Hornbjargsvita Sex daga ferð þar sem gengið er út frá Látravík Skráning á skrifstofu Útivistar í síma 562 1000 lúimsr Laugavegi 178. Slmi 562 1000. www.utivist Js

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.