blaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 6
TILBOÐ! Sveinn Andri Sveinsson Kviabryggja eins og sveitahótel í samanburði við Litla-Hraun r-------r■■ Krókhálsi 4 110 Reykjavík Sími 567 1010 www.parket.is tarinu nmmmfin allar gæludýravörur 30 % - 50 % AFSLÁTTUR FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM TOKYO gæludýravönir Hjallahraun 4 • Hafnarfirói s.565-8444 Opnunéirtími: Mán - fös 10-18 Lau 10-16 • Sun 12-16 6IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 blaöið Rangárþing ytra: Ný brú yfir Eystri-Rangá Reist verður ný brú yfir Eystri- Rangá hjá Keldum næstkomandi haust en gengið var frá samn- ingum þessa efnis síðastliðinn mánudag. Tvö tilboð bárust í brúarsmíðina og ákvað hrepps- nefnd Rangárþings ytra að taka tilboði Vélsmiðiu Suður- lands á Hvolsvelli. Aætlað er að kostnaður við framkvæmd- ina verði um 17 milljónir og að þeim verði lokið 1. nóvember næstkomandi. Sturtuklefar og blöndunartæki ATH! Aðeins í nokkra daga Eftir Gunnar Reyni Valþórsson Aðstæður í fangelsum landsins eru Sveini Andra Sveinssyni, lög- fræðingi vel kunnar, en hann fæst einkum við málsvörn sakamanna. Hann tekur heilshugar undir með Valtý Sigurðssyni, forstjóra Fang- elsismálastofnunar ríkisins sem kallað hefur eftir skýrum svörum um úrbætur í fangelsismálum á Islandi. „Valtýr er að brydda upp á ýmsum nýjungum og er að standa fyrir ýmsum endurbótum sem er hið besta mál,“ segir Sveinn Andri en segir að frekari aðgerða sé þörf. „Ég held að allir séu sammála um byggingu gæsluvarðhaldsfangelsis á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi fyrirkomulag er sérlega óhentugt fyrir alla.“ Að mati Sveins Andra er einnig mikilvægt að hugsa fyrir því í framtíðaruppbyggingu fangels- ana að eldri afbrotamenn séu ekki vistaðir í sama fangelsi og óharðn- aðir unglingar sem eru að hefja afplánum. Þarf að fækka viðskipta- vinum fangelsanna Annað atriði sem Sveinn tiltekur sem úrræði til bóta er það að beita í meiri mæli skilorðsbundnum refs- ingum með sérstöku skilyrði. Það yrði þá sett sem skilyrði fyrir því að menn þurfi ekki að afplána að þeir sæti fíkniefna- eða áfengismeð- ferð. Það mætti þá hugsa sér að hafa þann háttinn á að menn þyrftu að afplána dóminn ef þeir svikust um að fara í meðferð. Það væri til mikils unnið ef hægt væri að dæma menn í meðferð með þessum hætti. Þá held ég að mikið af fastakúnnum Valtýs myndu hætta þeim viðskiptum en það er það besta sem gerist hjá Fang- elsismálastofnun þegar viðskipta- vinum hennar fækkar. Sveinn Andri segir að Valtýr og starfsmenn hans hjá stofnuninni eigi við það að glíma að málefni fanga séu ekki vinsæll málaflokkur. „Fangar eru ekki hávær þrýstihópur og mér sýnist til dæmis að Margrét Frímannsdóttir sé ein örfárra þing- manna sem eitthvað hafa látið sig málefni fanga varða og barist fyrir réttindum og málefnum þeirra.“ Sveinn tekur heilshugar undir með Valtý þegar kemur að gæslu- varðhaldsmálum. „Eftirlitsnefnd á vegum Evrópuráðsins hefur líka gagnrýnt þá tilhögun sem hér tíðk- ast, að vista gæsluvarðhaldsfanga og afplánunarfanga á sama stað. Þetta er auðvitað fráleitt fyrirkomulag,“ segir Sveinn Andri. Fimmtíu ferðir á Litia-Hraun á ári Sveinn segir, að ætli menn sér að hafa þessi mál í skikkanlegu horfi þá kosti það bara peninga. „Þannig að maður skilur vel að Valtýr sé orðinn þreyttur á þessu ástandi." Sveinn segir að það sé mesta furða hve lítið skjólstæðingar hans kvarti yfir vistinni miðað við aðstæður. fRjALST. OHÁO & OKEVPISI Aðbúnaður tanga ar ataamur og Þrengsí eru mfcH Fangelslsmátastjðtl er uppgeflnn: Fangelsin sprungin Forsíða Blaðsins í gær. „Það er auðvitað misjafnt. Menn telja sig heppna ef þeir komast i þetta opna fangelsi á Kvíabryggju sem er til fyrirmyndar af þeim fangelsum sem hér eru rekin. Það mættu vera fleiri slík hér á landi. Þá mætti hafa það þannig að menn færu á Litla-Hraun brjóti þeir af sér í opnari fangelsum. Annars kvarta menn ekki mikið yfir vist- inni á Litla-Hrauni, það er mesta furða.“ Sveinn segir skýringuna á því felast í þeim góða mannskap sem þar starfar. „Þeir bera fanga- vörðunum vel söguna og mér sýn- ist andrúmsloftið á staðnum vera þokkalega afslappað. Menn gera það besta úr því sem menn hafa en það er ekki hægt að bera Litla- Hraun saman við Kvíabryggju sem er eins og þægilegt sveitagistiheim- ili í samanburði.“ Sökum starfa sinna þarf Sveinn Andri að ferðast mikið á milli borgar- innar og Litla-Hrauns. „Ég fer mikið þarna á milli og það fer rosalegur timi í aksturinn." Hann segist ekki hafa tekið það saman hve margir kílómetrar fari í aksturinn á ári, „en ætli þetta séu ekki eitthvað um fimmtíu ferðir á ári,“ segir Sveinn Andri Sveinsson að lokum. gunnar@bladid.net , ■•■ý ' ' ' -Æ&i' . Júf.- . ... .■ .-v- .w* ■ --■ y Sveinn Andri Sveinsson lögmaður og verjandi sakanianna: Fáir láta sig málefni fanga varða ■ Ætti aðvefa hægt að dæma menn í meðferð.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.