blaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 28.07.2006, Blaðsíða 18
18 I VIÐTAL FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 blaöiö Hugrún Árnadóttir fatahönnuður á búðirnar Kron og Kronkron ásamt unnusta sínum, Magna Þorsteins- syni. Hugrún var einungis 23 ára þegar hún fór út í verslunarrekstur fyrir tæpum sex árum síðan en segir að þetta hafi ein- hvern veginn komið af sjálfu sér. Ferl- ið sjálft segir hún að hafi verið mjög lærdómsríkt enda er hún allt í ölíu í versluninni. Það var tilviljun ein sem réði því að Hugrún hóf rekstur og áður en hún vissi af var hún orðin eigandi skóverslunar á Laugavegi. „Þetta var vitanlega erfitt fyrstu árin, það er allt- af erfitt að byrja á svona löguðu. Ég varð að læra hvernig maður rekur verslun og ég þurfti að hafa fyrir því. En samt hefur þetta einhvern veginn alltaf verið svo augljóst og legið fyr- ir mér. Ég var búin að læra hönnun, vissi hvað ég vildi og hvað mér fannst fallegt," segir Hugrún og bætir við að allt frá upphafi trúði hún staðfastlega að hún gæti þetta. „Ég get ekki sagt að Kron hafi strax orðið vinsæl held- ur þurftum við að hafa fyrir hlutun- um og vinna fyrir þessu. Én þetta hef- ur lukkast vel og vinsældirnar hafa aukist með hverju árinu.“ Ég ætla mér Fyrir tveimur árum opnuðu Hug- rún og Magni aðra búð, fatabúðina Kronkron, en Hugrún segir að það hafi í raun verið óhjákvæmilegt. Hún sér svo sannarlega ekki eftir því enda hafa viðtökurnar verið gríðarlega góð- ar. „Það má segja að þetta hafi byrjað þegar við vorum með litla slá í Kron þar sem eitthvað var af flíkum. Svo hitti ég á einn hönnuð sem mig lang- aði að vinna nánar með. Það varð til þess að ég hálfpartinn neyddist til að finna mér eitthvert lítið rými. Eftir það fóru hlutirnir að rúlla.“ Hugrún talar um að jafnvel þó hún hafi verið með eina búð fyrir var erfitt að taka ákvörðun um að opna aðra. „Hins vegar geri ég það sem mér þykir gaman að gera og þetta var því aldrei spurning. Auðvitað fær maður í mag- ann en það var ekkert mál. Svona lag- að er undir hverjum og einum komið en maður þarf að trúa á sjálfan sig og ætla sér. Ég ætlaði mér og ég ætla mér.“ Hugrún Arnadóttir, fatahönnuður og verslunareigandi sem mer Myndir/Frikki Jaðartíska sem þjónar sínum tilgangi Kronkron var upphaflega í litlu rými á Laugavegi 55 en í mars síð- astliðnum flutti búðin í stórt pláss á Laugavegi 63. Stækkunin var nauðsyn- leg svo flíkurnar njóti sín betur sem Hugrúnu finnst mikilvægt. „Þetta er ekki bara einhver fatnaður heldur list ff á ungum hönnuðum og kallar því á meira rými. Þegar við opnuðum Kron- kron upphaflega fórum við algjörlega ótroðnar slóðir í fatavali og við veltum því fyrir okkur hvernig verslunin legð- ist í fólk. En þetta hefur hreint út sagt verið æðislegt og viðskiptavinir okkar eru alls konar fólk á öllum aldri. Það er ekki spurning að Kronkron selur jaðartísku. Hins vegar er skótískan í Kron frekar tímalaus. Það er vitanlega alltaf ákveðin tíska í hverju landi fyrir sig. Ég eltist ekki við það og hef aldrei gert. Eg lít frekar á það þannig að ég vil geta selt þetta tiltekna skópar í dag og að það sé ennþá gengið í því eftir tvö ár. Það finnst mér heillandi. Þann- ig hef ég líka verslað fyrir sjálfan mig. Ef ég kaupi mér flotta flík þá reyni ég að hafa hana tímalausa. Þetta er þá hönnun sem þjónar sínum tilgangi í dag og er ótnilega flott en er það líka eftir hálft ár eða tvö ár.“ „Við vinnum rosa- lega vel saman og það er æðislegt. Það eru forréttindi að geta unnið saman.“ Hef aldrei séð eftir þessu Hugrún lærði fatahönnun í Studio Bercot í Frakklandi sem er einn af virtustu skólum í Evrópu. Fyrstu árin vann hún að fatahönnun sinni samhliða verslunarrekstri, sem hún segir hafa verið visst ævintýri út af fyrir sig. „Að lokum ákvað ég að leggja hönnunina til hliðar og ein- beita mér að rekstrinum. Það kemur í Ijós seinna meir hvað ég geri enda er heilmikið starf að reka tvær versl- anir. Ég sé um allan rekstur auk þess að vera til staðar í búðinni. Ég væri ekki að þessu nema ég hefði gífur- lega mikinn áhuga og fyndist starfið gefandi. Ég er ótrúlega ánægð og sátt með það sem ég er að gera. Þegar ég var yngri datt mér hins vegar aldrei í hug að ég myndi eiga tvær verslanir síðar meir, langt í frá. En ég hef trú á því að hlutirnir gerist og annaðhvort horfirðu fram hjá því eða grípur tæki- færið. Ég hef aldrei séð eftir að hafa gripið tækifærið og er rosalega sátt við mína ákvörðun.“ Forréttindi að geta unnið saman Það eru heilmikil ferðalög sem fylgja verslunarrekstrinum og Hug- rún fer reglulega erlendis. Þar sækja hún og Magni sýningar og skoða það sem er að gerast út um allan heim. „Við förum alltaf saman og þá hittumst við loksins," segir Hug- rún og hlær. „Við vinnum bæði frek- ar mikið og það er því sérstaklega gaman þegar við eyðum tíma sam- an. En við fáum einmitt tækifæri til þess í ferðalögum. Við vinnum rosalega vel saman og það er æðis- legt enda eru það forréttindi að geta unnið saman. Við veljum rjómann af sýningunum og sækjumst eftir samstarfi hjá þeim hönnuðum sem okkur líst vel á. Það hefur gengið vel og við erum komin með ótrúlega góðan orðstír erlendis. Svona lagað spyrst fljótt út enda er hönnunar- heimurinn lítill," segir Hugrún sem sjálf segist fá öll sín föt úr Kronkron. „Það er engin ástæða fyrir mig að versla annars staðar. Hér hef ég allt sem mig langar í.“ Jaðartíska „Ég eltist ekki við ákveðna tísku og hefaldrei gert.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.