blaðið - 28.08.2006, Síða 6
6IFRÉTTIR
MÁNUDAGUR 28.ÁGÚST 2006 blaöÍA
Austurríki:
Natascha bað
um helgarfrí
Natascha Kampusch, sem
numin var frá fjölskyldu sinni
fyrir átta árum og fannst í
síðustu viku, bað um hvíld frá
yfirheyrslum og fjölskyldu yfir
helgina.
Hún upplýsti austurrísku
lögregluna um að hún hefði átt
í kynferðislegu sambandi við
manninn sem rændi henni tíu
ára gamalli.
Natascha er sögð hafa grátið
mikið þegar hún frétti að hann
hefði hent sér fyrir lest eftir að
hún náði að strjúka frá honum.
Foreldrar Natöschu skildu
eftir að hún hvarf. Móðirin
gagnrýnir yfirvöld harðlega
fyrir að halda dótturinni frá sér.
Faðirinn segir að Natascha hafi
í bréfi til hans beðið um lengri
tíma áður en þau hittist.
Atlantsolía:
Ný stöð
á Selfossi
Atlantsolía hefur nú í hyggju
að opna bensínstöð á Selfossi og
hefur fyrirtækið nú þegar fengið
vilyrði fyrir lóð að Fossnesi i þar
í bæ. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu sem félagið sendi frá sér um
helgina.
Um er að ræða sjálfsafgreiðslu-
stöð en gert er ráð fyrir að undir-
búningsferli og bygging stöðvar-
innar taki um sex mánuði.
Stýri bíla:
Morandi
í sýklum
Tvöfalt fleiri sýklar eru á
stýrum bíla en á klósettsetum.
Niðurstaða nýrrar rannsóknar
sýnir að 41,600 sýklar að meðal-
tali eru á stýrunum en 17,400 á
klósettsetunum. Þrátt fyrir það
þrífa aðeins þrettán prósent bíl-
ana sína reglulega, 45 prósent
sjaldan en fimm prósent aldrei,
segir á fréttavef Sky.
Bændur leita til Mannréttindadómstóls Evrópu:
Ríkið ofsækir fátæka bændur
■ Njáluslóðir fyrir Mannréttindadómstól ■ Deilt um þinglýstar jarðir ■ Ríkið vann í Hæstarétti
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
„Við munum sækja rétt okkar til
Mannréttindadómstólsins," segir
örn Bergsson, bóndi á Hofi á Or-
æfum, sem er talsmaður bænda í
Urðarsveit. Þeir ákváðu um helg-
ina að fara með tvö þjóðlendumál
fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
Ákvörðunin var tekin um helgina
með lögfræðingum þeirra vegna
Hæstaréttardóms sem féll 11. maí
síðastliðinn.
Dómurinn kvað á um að ríkið ætti
rétt á að slá eign sinni á tvær jarðir
sem bændurnir hafa þó þinglýstan
eignarrétt á. Málskostnaður vegna
þessa mun hlaupa
á milljónum.
Lóðirnar sem
um ræðir eru ann-
arsvegar jörðin
Fjall og hinsvegar
Breiðmörk þar
sem talið er að
Kári Sölmund-
arson, hetja úr
Njálu, hafi búið.
Engin byggð
er á lóðunum
en bænd-
nýtingarrétt á þeim samkvæmt
eignarheimildinni.
„Við bjuggumst ekki við því að
þeir myndu taka yfir þinglýstar
jarðir," segir Örn en þjóðlendu-
lögin voru samþykkt árið 2001.
Bændasamtökin voru sátt við lögin
á sinum tíma en tilgangur þeirra
var að ríkið tæki upp svokallaðar
einskis manns jarðir. Órn segir ráða-
menn hafa gefið þau loforð að ekki
yrði gengið inn á þinglýstar eignir
bænda. Annað hafi komið í ljós en
úrskurðað var bændunum í hag
gegn ríkinu bæði hjá óbyggðanefnd
og í Héraðsdómi Austurlands. Ríkið
áfrýjaði svo til Hæstaréttar þar sem
rétturinn taldi að þinglýsing bænda
væri ekki sönnuð að fullu. Þessu
áliti hafna
Segist ekki
hiynnt hreinni
eignaupptöku
Margrót
Frimannsdóttir,
þingflokksformaður
Samfylkingarinnar.
bændur og vilja leita réttar síns hjá
mannréttindadómstólum.
„Það eru mörg svona mál í gangi
hjá mannréttindadómstólum og þá
aðallega hjá Austur-Evrópuríkjum
sem vilja leita réttar síns eftir að
kommúnistar tóku upp jarðir
þeirra,“ segir Örn en búast má við
þvi að ákvörðunar um hvort málið
verði dómtekið sé að vænta
innan tveggja ára. Örn segir
að hegðun stjórnvalda á Is-
landi megi líkja við aðferðir
sovéskra ríkja áður en
komm-
únisminn féll. „Maður hefði haldið
að ríkið hefði eitthvað betra að gera
en að ofsækja fátæka bændur," segir
Örn sem er afar ósáttur við hörku
stjórnvalda í þessum efnum.
„Lögin eru gölluð og fram-
kvæmdin fer langt fram úr því sem
upprunalega var reiknað með,“ segir
Margrét Frímannsdóttir, formaður
þingflokks Samfylkingarinnar.
Hún segir að enginn hafi búist við
þessari hörku af hálfu stjórnvalda
og setur spurningarmerki við kostn-
aðinn á bak við þessa framkvæmd.
Hún segir að skoða verði hvar gall-
arnir leynist í lögunum.
„Við erum ekki hlynnt hreinni
eignaupptöku,“ segir Margrét sem
bætir við að flokkurinn muni fylgj-
ast náið með framgangi málsins.
Ekki náðist í Árna M. Mathiesen
fjármálaráðherra en ráðuney ti hans
fer með þjóðlendumál fyrir hönd
ríkisins.
urnir eiga
Flugslys í Bandaríkjunum:
Einn af fimmtíu
lifði slysið af
Einn varflutturalvarlegaslasaður
á sjúkrahús eftir að flugvél Comair-
flugfélagsins hrapaði í gærmorgun í
Kentucky-ríki í Bandaríkjunum.
Fimmtíu voru í véhnni, 47 farþegar
og þrír starfsmenn. Vélin var nýtekin
á loft frá flugvelli í Lexington þegar
hún hrapaði. Eldur blossaði upp í
flugvélinni á jörðu niðri og breiddist
fljótt út. Alls létu 49 manns lífið. Á
fréttavef Reuters segir að hryðjuverk
hafi ekki verið framið.
Báðir flugritar vélarinnar hafa
fundist, að sögn Sky fréttastofunnar.
Sérfræðingar telja veður ekki hafa
grandað vélinni. Lögreglumaður
segir að skoðað sé sérstaklega
hvort vélin hafi tekið á loft á rangri
flugbraut.
Forstjóri flugfélagsins Comair,
Don Bornhorst, segir að allt verði
gert til að upplýsa ástæður slyssins.
Annað eins flugslys hefur ekki
orðið í Bandaríkjunum frá 12. nóv-
ember 2001. Þá hrapaði vél Amer-
ican Airlines í Queens í New York.
265 létust.
Brotlenti á engi Flugvél með fimmtíu innanborös brotlenti við Lexington
í Kentucky-ríki i gær.