blaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 28.08.2006, Blaðsíða 18
26 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2006 blaðið heimili Listi heimili@bladid.net Haföu lista á ísskápnum ásamt penna meö segulstáli. Þá er alltaf hægt að skrita hvað þarf að kaupa og allir fjöiskyldumeðlimirnir geta gert það. Þannig manstu alltaf eftir þvi að kaupa allt sem heim- ilið skortir. Afslöppun Pað er nauðsynlegt að geta slappað af heima hjá sér en það er ekki alltaf auðvelt. Pastað Pasta getur geymst ansi lengi svo framarlega sem það er í réttum umbúðum Góð heimilisráð Pasta getur enst í allt að tvö ár ef það er geymt á réttan hátt. Það er bæði hægt að geyma það í gler- eða plastíláti. Hins vegar verður að gæta að því að ílátin séu lofttæmd. Til að muna hvenær pastað rennur út er gott að skrifa það á límmiða og líma á íhaldið. Oftast stendur á pakkn ingunum hvenær pastað rennur út en ef svo er ekki er gott að skrifa niður hvenær pastað var keypt. I annasömum og hröðum heimi nútímans er heimilið griðastaður í amstri hversdagsins. Segja má að heimilið sé í rauninni eini staðurinn þar sem er raunverulega hægt að slaka á og vera maður sjálfur. Það er ómetanlegt þegar álagið er mikið og líkaminn þreyttur eftir því. En því miður er heimilið ekki alltaf eins mikill griðastaður og það gæti verið, drasl, aukahlutir og annað getur þvælst fyrir. Hér eru nokkrar frábærar leiðir til að slappa af heima við og njóta lífsins. Það er fátt sem er eins stressandi eftir langan dag og að koma heim í drasl þar sem rúmföt eru út um allt, handklæði á baðgólfinu, afgangur af morg- unmatnum og óhreinir diskar í eldhúsinu. Það getur verið erfitt að gefa sér fimm mínútur aukalega á morgnana til að ganga frá eftir sig en það er vel þess virði. Það er yndislegt að koma heim og geta sest beint niður til að slaka á. Það leiðinlegasta við að fá fal- legar rósir er hve stutt þær lifa. Það er hins vegar hægt að lengja líftíma þeirra með nokkrum ráðum. Til að mynda má fjar- lægja öll blöðin sem lenda undir vatni. Haldið stilknum undir kran- anum í smá tíma, skerið svo ská- hallt á stilkinn og setjið rósirnar strax í vasa. Best er að vatnið í vasanum sé á stofuhita og eins má setja teskeið af sykri ofan í vasann. Skiptið um vatn annan hvern dag og styttið stilkinn örlítið á sama tíma. Varist að sól skíni á rósirnar. Auk þess þola þær illa sjónvarp, myndbands- tæki eða önnur slík tæki. jH Ekki er nauðsynlegt að fara í heilsulind til að Æjr verða endurnærður. Taktu frá heilt kvöld í viku [ og dekraðu við þig heima fyrir. Farðu ílangt og j heitt bað með ilmolíum. Settu kerti allt íkringum $ baðið og settu Uþpáhaldstónlistina á fóninn. Vatn er ' bæði hreinsandi og græðandi og þú færð tækifæri til að leyfa huganum að reika. Eftir baðið skaltu sveipa þig handklæði eða baðsloppi og sitja íhljóði í tíu mínútur. Þá er kominn tími til að bera á sig húðkrem, laga neglurnar og blása hárið. Þetta nánast fullkomna afslöppunar- kvöld léttir álagið og nærir sálina. Sumar bækur geta lyktað illa, vegna geymslu, myglu eða vætu. Ef mygla er í bókinni er best að ryksuga hverja blaðsíðu með burstanum á ryksugunni en þó verður að fara mjög varlega. Ef blaðsíðurnar eru örlítið votar þarf að þurrka þær vel. Til að fjarlægja vondu lyktina þarf að úða lyftidufti á hverja blaðsíðu og setja svo bókina í plastpoka í tvær vikur. Þegar bókin er tekin úr plastpokanum þarf að setja hana á hvolf og hreyfa við síðunum þannig að lyftiduftið detti úr. Það er gott og gaman að tala saman. Hringdu í einhvern góðan vin sem þú hefur ekki heyrt í lengi og spjallaðu tímunum saman við hann. Ekki skiptir máli hve erfitt lífið er, það verður alltaf auðveldara ef þú deilir áhyggjum og sigrum þínum með einhverjum. Það erjafnvel enn skemmtilegra að fá gamla vini heim, vini sem taka þér eins og þú ert. Pantið skyndibita, kaupið fullt afnammi og hlæið saman. £ Settu uppáhaldstónlistina þína í tækið, helst * eitthvað sem minnir þig á ánægjulegar stundir í fortíðinni. Sestu svo íþægilegan stól í myrkrinu og hlustaðu. Minningarnar sem tengjast tónlistinni munu ýta undir slökun. Hins vegar ef þú ert mjög uppsþennt þá ættirðu kannski að dansa. Dragöu gardínurnar fyrir gluggana, læstu hurðinni og hækkaðu græjurnar í botn. Svo geturðu dansað allt álagið úr líkamanum og sungið með. Fylltu líkam- ann af hamingju og ýttu T; - neikvæðrí orku íburt. Stundum er bara gott að flýja frá öllu saman og þaö er sjaldan auðveldara en fyrir framan sjón- varpið. Leigðu einhverja góða mynd, einhverja sem er rosalega sorgleg, fyndin, rómantísk eða hræöi- leg, allt eftirþví hvernig smekkþú hefur. Slökktu svo á símanum og leyfðu áhyggjum heimsins að svifa á braut. Mundu, það ergóð ástæða fyrirþví að Hollywoodleikarar fá meira greitt en sálfræðing- ar. Þrátt fyrirað vitsmunaleg orka sé verðlaun i sjálfu sérþá er einstaka sinnum gott að létta álag með því að lesa. Eftir dag i vinnunni sem virtist endalaus er gott að teygja úr sér i sófanum með uppáhaldshöf- undinn íhendinni. S01.ARAY Itopolis Plw Glerártorg Akureyri Aðeins ein á dag Inniheldur: Propolis, drottningarhunang og Royal gelee S: 462-1889 • heilsuhorn@simnetis • www.simnet/heilsuhorn.is Útsölustaðir m.a: Yggdrasil, Fjarðarkaup, Maður lifandi, Lffsins lind -Hagkaup, Lyfjaval og Árnes apotek Selfossi. Póstsendum um land allt 1 mm 1 1 %' " ■ m I 1 b ' ■ ■ - i Ji rlfN,

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.