blaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 11
blaðiö MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 11 Miðausturlönd: Bjóða hjálp við að koma á friði ■ íraksforseti heimsækir íran ■ Maiiki vill náin tengsl án afskipta íranir bjóða íröskum stjórn- völdum fram aðstoð sína við að tryggja öryggi og koma á stöðug- leika í írak. Þetta kom fram eftir fund Nuri al-Maliki, forsætisráð- herra íraks, og Mahmoud Ah- maniejad, forseta Irans , í Teheran í gær. Forsætisráðherrann hóf sína fyrstu opinberu heimsókn til írans ígær. Leiðtogarnir sögðu ekki í ná- kvæmu máli frá því hvað þeir ræddu um á fundi sínum og gáfu það eitt upp að stjórnir beggja landa ætluðu að hafa með sér náið sam- starf í öryggis- og efnahagsmálum ásamt því að efla stjórnmálaleg tengsl. Maliki fundaði einnig með Kahmenei æðstaklerki og Ahbar Hashemi Rafsjanjani, fyrrum for- seta, í gær. Söguleg heimsókn Heimsókn Maliki til Iran er um margt söguleg. Þrátt fyrir að ríkin hafi háð blóðuga styrjöld á níunda áratug síðustu aldar hafa tengslin eflst mikið í kjölfar þess að Saddam Hussein var steypt af stóli og sjíta- múslimar urðu fyrirferðarmeiri við stjórn íraks. En þrátt fyrir að stjórn- völd í Bandaríkjunum setji sig ekki á móti eflingu tengsla stjórnvalda í Bagdad við klerkastjórnina í Te- heran er óttast að íranir hafi beitt umtalsverðum áhrifum sínum meðal sjíta-múslima í írak til þess að grafa undan stöðugleikanum í landinu. Stjórnmálaskýrendur segja klerkastjórnina nota áhrif sín í íraktilþess að svara auknumþrýst- ingi frá Bandaríkjamönnum vegna deilunnar um kjarnorkuáætlun hennar. Stjórnvöld í írak óttast einnig óæskileg áhrif frá Iran. Tals- maður írösku ríkisstjórnarinnar sagði á mánudag að Maliki myndi koma þeim skilaboðum áleiðis til klerkastjórnarinnar í Teheran að ír- akar óskuðu eftir góðum tengslum við nágranna sína en þyrftu ekki á afskiptum annarra ríkja af innri málefnum landsins að halda. Samstarf við írana brýnt Frá því að Maliki myndaði ríkis- stjórn í írak fyrir fjórum mánuðum hefur hann lýst því yfir að hann ætli sér að koma böndum ástandið í landinu en auk átaka á milli súnn- íta og sjíta-múslíma berjast upp- reisnarmenn einnig gegn hernáms- liðinu í landinu. Ógerlegt er talið að ná böndum á ástandinu án þess að koma í veg fyrir að utanaðkomandi öfl hætti að skipta sér af þróun mála. Talið er að háttsettir menn innan klerka- stjórnarinnar styðji við bakið á hinum valdamikla klerki Moqtada al-Sadr en Mehdi-herflokkar hans eru taldar bera ábyrgð á fjölda árása á hernámsliðið en auk þess er talið að vígamönnum sem tengjast Al-Kaeda hryðjuverkanetinu berist vopn og sprengiefni frá íran þótt ekki sé talið að klerkastjórnin teng- ist þeim stuðningi með beinum hætti. Auk þess er stjórnin sökuð um setja kíkinn fyrir blinda augað þegar kemur að ferðalögum hryðju- verkamanna yfir landamærin. Margir einstaklingar eru heftir í sínu daglega lífi vegna verkja í hnjám. Þetta ástand orsakast meðal annars vegna líkamlega erfíðra vinnuaðstæðna, íþróttameiðsla eða vegna þróunar shtgigtar. Stór hluti þessara einstaklinga þjáist meira en hann þyrfti. Glucomed er nýtt lyf notað til að draga úr einkennum vægrar til meðalsvæsinnar slitgigtar í hnjám. Það inniheldur glúkósamín sem er nátturúlegt efni í liðum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Blikur á lofti Þrátt fyrir að Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn telji alþjóðahagkerfið enn vera nokkuð gott segja sérfræð- ingar bankans óveðursskýin á lofti vera fleiri en áður. I nýrri skýrslu um stöðugleika á alþjóðafjármálamörkuðum segir að hætturnar felist fyrst og fremst í hærra vaxtarstigi á lána- mörkuðum, áframhaldi á háu orkuverði og vísbendingum um samdrátt á bandaríska fasteigna- markaðnum sem kann að gefa til kynna að hagkerfið þar í landi sé tekið að kólna. Sérfræðingar bank- ans telja að fjárfestar hafi ekki tekið þessar áhættur nægjanlega vel inn í reikningin í fjárfestingum og því sé meiri hætta á töluverðum sveiflum á fjármálamörkuðum en Spáð í spilin Rodrigo Rato, yfirmaö- ur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. áður. Þrátt fyrir áhættuna telur bankinn horfurnar fyrir alþjóða- hagkerfið nokkuð góðar og spáir 4.9% hagvexti á þessu ári og 4.7% á því næsta. Glucomed 625 mg éáNavamedk Glucomed®625 mg Glucosamine Ekki má nota Glucomed: - ef þú ert með ofnæmi fyrir glúkósamíni, einhveiju öðru af innihaldsefnunum eða skelfiski - ef þú ert undir 18 ára - ef þú ert þunguð eða með bam á bijósti Gæta skal varúðar við notkun Glucomed ef þú þolir illa glúkósa, ef þú ert með vanstarfsemi í nýrum eða lifur eða ef þú ert með þekktan áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Tvær töflur (1250 mg) einu sinni á dag til að draga úr einkennum. Lesið vandlega leiðbeiningar áfylgiseðli. Geymið þar sem böm hvorki ná til né sjá LD1060801

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.