blaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 13.09.2006, Blaðsíða 29
jaðarsport jaðarsport@bladid.net®a blaðið MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 41 Fyrstu hjólabrettin Hönnun fyrstu hjólabrettanna var undir áhrifum frá brim- brettum en þau liafa síðan þróast og breyst i áranna rás. Spretturinn um Tjörnina Tjarnarspretturinn, keppni [ götuhjólreiðum, verður haldinn í annað sinn í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Útlit er fyrir harða keppni enda verður sigurvegar- inn frá því í fyrra, Hafsteinn Ægir Geirsson, ekki með að þessu sinni vegna meiðsla. Höfuðborgarstofa og Hjólreiða- félag Reykjavíkur standa að keppninni sem verður árviss viðburður. Af því tilefni fær sig- urvegari keppninnar í ár nýjan farandbikar í verðlaun. Keppnin hefst klukkan 15.30 á brúnni yfirTjörnina og liggur brautin um Skothúsveg, Tjarn- argötu, Vonarstræti og Fríkirkju- veg. Verður götunum lokað fyrir umferð á meðan keppni stendur þó að strætisvagnar komist sína ieið. Brautin er 1.200 metrar og verða hjólaðir 15 hringir eða alls 18 kílómetrar. Keppt verður í opnum flokki á götuhjólum og eru allir vel- komnir. Skráningu keppenda og skoðun öryggisbúnaðar lýkur hálftíma fyrir keppni. Þolraun á Grænlandi Keppninni Greenland Advent- ure Race á Grænlandi lýkur í dag. Hún þykir mikil þolraun fyrir keppendur. Keppnin stendur í fimm daga og á þeim tíma þurfa keppendur meðal annars að róa um 40 kílómetra leið á kajak, hjóla 50 kílómetra á fjallahjóli og hlaupa um 90 kílómetra. Þrettán lið hófu keppni að þessu sinni en tveir eru í hverju liði. Leiðin er langt í frá bein og breið enda þurfa keppendur að hjóla eftir gömlum slóðum og ganga yfir jökul og róa á kajak frá Narssarsuaq til Igaliko. Þá liggur hlaupaleiðin í yfir eitt þúsund metra hæð yfir sjáv- armáli frá Sillisit til bæjarins Narsaq og því Ijóst að þessi keppni er ekki fyrir hvern sem er. Misjafnt veður hefur enn fremur gert keppendum og skipuleggjendum skráveifur og hefur meðal annars þurft að breyta leiðum á síðustu stundu. Hægt er að fylgjast með keppn- inni á heimasíðu hennar www. gar.gl. Nýliðastarf björgunarsveitanna Nýliðastarf björgunarsveitanna er að hefjast um þessar mundir en starf í björgunarsveitum getur hentað þeim sem hafa áhuga á jaðaríþrótt- um á borð við fjallamennsku, klif- ur og köfun. í gær hélt Hjálparsveit skáta í Reykjavík kynningarfund fyr- ir nýliða og í kvöld er röðin komin að björgunarsveitinni Ársæli. Fund- urinn verður haldinn í Gróubúð, Grandagarði í á móti gamla Ellings- en-húsinu og hefst klukkan 20. Fyrir 17 ára og eldri Gylfi Sævarsson, formaður Ársæls, segir að til að taka þátt í nýliðastarf- inu þurfi menn að vera 17 ára eða eldri og vera heilbrigðir á sál og lík- ama. Nýliðaþjálfunin tekur síðan eitt ár sem lýkur með sérstöku nýliða- prófi. „Á þessu eina ári er um það bil ein helgarferð í mánuði og nám- skeið einu sinni í viku. Það er farið í skyndihjálp, rötun, ferðamennsku, fjallamennsku og klifur svo nokkur dæmi séu tekin. Okkar sérstaða er sú að við erum eina Reykjavíkursveitin sem er með sjóbjörgun og því er farið í notkun báta og köfun, leitartækni og margt margt fleira,“ segir Sævar. Sérhæfing eftir áhugasviði Að sögn Sævars gefst félögum síð- Árni Gunnarsson á flugi við Skógarfoss Svifvængjaflug eraðallega stundað á sumrin hérá landi en sumir fara til útlanda á veturna til að fljúga þar. Mynd/Sigurjón Sindrason ar meir kostur á að sérhæfa sig innan sveitarinnar eftir áhugasviði. „Það taka allir sama grunninn sem er eitt ár. Eftir eitt ár fer fólk að starfa með mismunandi hópum innan sveit- arinnar eftir því hvar áhugasvið þess liggur, hvort sem það er klifur, köfun, jeppar, snjóbílar eða eitthvað annað. Menn starfa með þeim hópi í hálft ár til reynslu og eru síðan teknir inn sem fullgildir félagar eftir átján mán- uði.“ Að sögn Sævars er það aðallega fé- lagsskapurinn sem heillar við björg- unarsveitastarfið. „Maður eignast vini fyrir lífstíð sem eru með sömu áhugamál eins og til dæmis fjalla- Hentar jaðaríþróttafólki Starf í björgunarsveit getur hentað þeim sem hafa áhuga á jaðaríþróttum á borð við klettaklifur, fjallamennsku og köfun. Mynd/JimSmart mennsku, ferðamennsku og klifur. Það eignast allir mjög góða félaga hér og verða góðir vinir,“ segir Sævar að lokum. í' 1 m Hefur flogið lengst allra á fslandi Ágúst Guðmundsson setti met þegar hann flaug 50 kilómetra leiö á svifvæng fyrir þremur árum. Hann segir að það sé hægt að fljúga mun lengra efmenn hafa áhuga á því. Frá örófi alda hefur mað- urinn alið þann draum í brjósti að geta flogið eins og fuglinn um víðáttur hiniins- ins. Ef til vill á þessi gamla þrá sinn þátt í vinsældum svifvængjaflugs hér á landi sem hafa aukist stöðugt frá því að fyrsta námskeiðið í íþrótt- inni var haldið árið 2000. Að sögn Ágústs Guðmundssonar, ritara Fisfélags Reykjavíkur, taka á milli 25 til 35 manns námskeið á hverju ári og nokkuð stór hluti þeirra heldur áfram. Félagar eru nú yfir hundrað þar sem í því eru einn- ig þeir sem stunda flug á vélknún- um fisum. Áhugi á svifdrekaflugi hefur að sama skapi dalað enda er einfaldara og þægilegra að fljúga á svifvæng. Þekking á aðstæðum mikilvæg Ágúst segir að í svifvængjaflugi sé mikilvægt að þekkja og skilja veðrið ogjgeta metið aðstæður. „I byrjun ferðu aldrei að fljúga einn, þú ferð með einhverjum sem hefur reynslu og getur metið að- stæður rétt og bent þér á. Þegar þú ert sjálfur kominn með reynsluna þá ertu miklu frjálsari með það að fljúga hvert sem er. Reynslan skipt- ir miklu máli,“ segir Ágúst og bætir við að með því að gera þetta á þenn- an hátt lendi maður síður í óhöpp- um. „Við höfum séð óhöpp þar sem ein- hver einfeldningur, sem hefur rekist á eitthvað á Netinu eða einhvers stað- ar erlendis, kaupir sér svona væng og fer svo bara upp á næsta fjall og ætlar að reyna að fljúga,“ segir Ágúst og áréttar mikilvægi þess að menn byrji á því að taka námskeið hjá ábyrgum aðilum. Fjölskylduíþrótt Hjá Fisfélaginu hefur fólk allt nið- ur í 14 ára aldur stundað fisflug en þá með leyfi foreldra. „Ég vil ekki leyfa börnunum mínum að gera þetta fyrr en þau eru komin með bílpróf þannig að ég þurfi ekki alltaf að vera að keyra þau,“ segir Ágúst og ' hlær. „Ég held að um 17 ára aldurinn sé maður kominn með þann þroska sem þarf til að geta metið aðstæður og skilið hættur og brugðist við með réttum hætti.“ Ágúst segir að þetta sé fjölskyldu- íþrótt og á hans heimili séu til dæm- is fimm vængir og í febrúar í fyrra hafi hann farið til Ástralíu ásamt konu sinni til að fljúga þar. Flogið með kók og samloku Það sem heillar Ágúst mest við íþróttina er frjálsræðið sem henni fylgir. „Maður getur flogið tímun- um saman á sama stað eða ferðast um. Maður er bara einn með fugl- unum. Þetta er mikil upplifun og um leið mjög afslappað vegna þess að maður situr bara í sætinu og flýgur. Maður þarf ekki endilega að nota hendurnar þannig að menn tala í síma og fá sér kók og sam- loku á flugi. Það getur verið mjög skemmtilegt," segir Ágúst. Auk þess að standa fyrir nám- skeiðum í íþróttinni snemma á sumrin hefur Fisfélag Reykjavíkur haldið íslandsmót og svo kölluð skemmtimót. „1 Hafrafelli erum við til dæmis með mót sem heitir Hafragraut- urinn einu sinni á ári þar sem menn klæðast búningum. Þeir eiga að fljúga og lenda á einhverjum ákveðnum punkti og fá stig fyrir lendinguna en einnig fyrir búning og framkomu. Þetta hefur alltaf ver- ið mjög skrautlegt og mikil skemmt- un,“ segir Ágúst og bætir við að í Frakklandi sé haldið sambærilegt mót sem þó sé nokkru stærra í snið- um. „Þar ganga menn mjög langt og fljúga sitjandi við uppdúkað borð eða í alls kyns farartækjum. Það gengur of langt fyrir okkur,“ segir Ágúst Guðmundsson að lokum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.